19. des. 2007

Sjaldan er ein báran stök...

Þetta eru búnar að vera ótrúlegar vikur hjá okkur undanfarið. Fyrst var allri innlendri dagskrágerð hætt hjá skjáeinum þannig að egtefellen missti vinnuna ásamt 12öðrum samstarfsmönnum. En það er mjög líklegt að hann fái vinnu annarstaðar... Svo sótti ég um vinnu sem sérfræðingur og viti menn ég er búin að fara í eitt viðtal!!! Ég er mjög stolt af því að 14 sóttu um stöðuna og aðeins 6 boðaðir í viðta. Gott hjá mér. Svo sjáum við bara hvað setur!
En svo kom aðal sjokkið... mamma Christians varð alvarlega lasin og liggur nú á sjúkrahúsi og er að jafna sig eftir stóra hjartaðgerð og bypass. Hún hefur þó náð ótrúlegum bata á skömmum tíma og sembetur fer lítur allt mjög vel út og hún kemst heim fyrir jól. Chr. stökk af stað og fór út til hennar og er búin að vera hjá henni frá því á laugardag. En það þýðir að ég hélt upp á afmæli M í gær með góðri hjálp frændfólks mína. Það get mjög vel við vorum úti og ég ætla aðsetja inn myndir frá afmælinu sem fyrst. Þetta var frábært að vera í útiafmæli í desember... algjör snild. En ég er ekki búin að þrífa, ekki búin að kaupa allar jólagjafir, ekki klára jólakortin og ég hef ekki bakað eina sort! Væl.. ég skil ekki hvernig fólk getur verið einstætt foreldri. Ég býst við að maður reddi sér en fyrir mig þá er þetta bara of mikið ég meika ekki að sjá um allt mig vantar spássið og það sem fyrst en hann kemur ekki fyrr en 22 des kl. 24.00 Það er súrt. Við verðum bara að redda öllu á Þorláksmessu. Akkúrat núna langar mig bara í frí langt í burtu og sofa í marga daga. Svona andlegur rússíbani er hressandi í bland við jólaösina!
Ég get alltaf líka bara dottið í það... hehehe skál!

5. des. 2007

30. nóv. 2007

Ég er ný stigin upp úr flensu. Mikið er nú hressandi að fá svona flensu svona stundum. Maður hefur smá tíma til að velkjast í sjálfsvorkun og aumingjaskap en stígur að lokum úr rekju sem siguvegari. Rauðanefið er alveg í stíl við allt annað í búðargluggum og það er bara fínt að heyra bara með öðru eyranu þá getur maður verið "selective" heyrnalaus, það reynist stundum vel í vinnu.

Annars erum við bara að skrifa CV. Pakka in jólagjöfun og gera allt tilbúið í skreytingar.

26. nóv. 2007

Jájá, svei mér þá vanntar einhvern vanan klippara?

20. nóv. 2007

Hallgrímur Helgason er snillingur! ÞETTA er bara fyndið!

19. nóv. 2007

Jájá svei mér þá. Janus og Tinna eru búin að redda þessu með íbúðina. Mjög gott. Já og við buðum í hús um daginn, sama dag og bankarinir hækkuðu vexti upp í 7% hahaha við hálvitarnir urðum lifandis ósköp fegin að tilboðið var það lágt að því var bara als ekki tekið, hjúkk. Nú bara held ég áfram að vera alsæll íbúðarleigjandi í miðbænum á besta stað. jájá svei mér þá.

En voða er annars erfitt að vera stabíll og duglegur með allar þessar komandi freistingar. Ég set markið lágt en skynsamlega og sigli með straumnum án þess þó að stranda og dragast aftúr úr. Stefni á fulla siglingu eftir jól. Hljómar vel.

8. nóv. 2007







Þetta er íbúð á Rantzausgade á Norðurbrú. Hér eiga Janus og Tinna heima. Þau vilja gjarnan gera íbúðaskippti um jólin. Íbúðin er staðsett mjög miðsvæðis bara rétt hjá Fredriksberg og Söerne. Þetta er lítil sæt íbúð í hjarta kaupmannahafnar og þau vilja gjarnan skipta við e-h sem býr á bilinu Seltjarnarnes - Kringlan.

Þig getið haft samband á netfangið: tinnaottesen@hotmail.com

Tímabilið er 17. desember til 8. janúar.

6. nóv. 2007

Lífið er bara ljómadi í alla staði. Einn daginn gerist þetta og svo næsta hitt! Og núna allt að gerast. Svaka spennó.

24. okt. 2007

Ég er að drepast yfir þessu helv... veðri! Þessi suddi og rudda vindur og dónaskapur. Isss. En svona er þetta bara eins gott að helgin ber með sér þrjá snilldar viðburði: a) óvissuferð með vinnuni, sem ég er sjálf að skipuleggja ásamt öðrum. b) fundur og koktel hja NB: Félagi Umhverfisfræðinga á Íslandi og C) Geggja partý út í sveit hjá tveimur nýútskrifuðum hjúkku frænkum ég er þessvegna alvarlega að spá í að þrí brjóta bindindið alræmda! Ég verð einfaldlega að fá uppfillingu í skamdeginu og vegna þess að ég missti af allri gleði á síðustu helgi! Skál fyrir því, elskurnar.

18. okt. 2007

Ooooh, nú er komið að Airwaves jii hvað mig langar óskaplega mikið. Ég ætla sko á næsta ári það er alveg víst. Nú verð ég bara fylgjast með á netinu, græn af öfund. Hvað er svo fútt í því að vera á festivali þegar maður er á snúrunni? Ég bara spyr...

Ohh, undanfarin þrjú ár hef ég verið með kjötsúpupartý fyrir Airwavesfara á föstudeginum... Ég klúðra því núna jee hvað ég er glötuð. En það er partý á morgun hjá "vinum Öresunds", best að fara þangað og hitta fólk. Ljómandi góð hugmynd!

12. okt. 2007



Ég vann!

Kleinukerlingagleraugnagámarnir!

11. okt. 2007




Hér eru myndir af Náttúruleikhúsi í Linköping Svíþjóð. Þetta gerðum við í Workshoppi fyrir yngstu krakkana. Ofsa fallegt og skemmtilegt en ég verð að segja að mér fannst þetta mjög eðlilet og var kanski ekki eins upprifin og sumir þarna. Ég lék mér með skeljar og blóm og skreytti og notaði það sem ég fann í leik, sérstaklega þegar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa á Núpi. Ég held að útikennsla og fræðin um hana séu eitthvað sem enn er Íslendingum eðlislægt. Ég held að allir sem starfa sem kennarar í dag hafi leikið sér í og með náttúrunni. En ef við hugsum ekki út í þetta getur það verið liðin tíð og börn kunni ekki að leika sér nema með "Pettshop" og "barbie". Segi ég, og vandaði mig mikið við að velja fallegt "Pettshop" dýr fyrir dætur mínar í fríhöfninni við heimkomuna. Ég hefði átt að færa þeim skóginn.

10. okt. 2007

´Mælingar sýna að ég er komin með 15 cm minna mittismál en fyrir sex vikum!

Svíþjóð var æði!

30. sep. 2007

Ég er farin til Svíðþjóðar í fyrramálið. Nánar tiltekið Linköping á ráðstefnu fyrir lopasokkafólk og húfuálfa. Ég fer í fylgd góðra kvenna og þetta verður bara ljómandi skemmtilegt. Sný aftur til landsins á fimmtudagskvöldið seint.

Hej daa!

25. sep. 2007

Ég er voða löt að blogga þessa dagana. Það er mikið um að vera hjá mér samt finnst mér ég ekki sinna öllu því sem mig langar til að sinna.
Ég er búin að vera mjög dugleg að mæta í líkamsrækt og staðið mig með ágætum í mat og drykkju. Það er aðeins farið að skila sér og finn ég mest fyrir því sjálf. Þolið er meira, fötin eru rímri og orkan meiri. Neikvæðu hliðarnar er þreita á kvöldin og harðsperrur. En, bjútí knows no pain you know..... Það eina er að mér finnst hlutirnir ekki gerast nóg og hratt. Hvatvísi mín heimtar að tíu kíló séu farin og ég geti farið að byrta myndir af mér í buxum sem ná mér uppundir hendur núna vegna þess að ég hef náð ótrúlegum árangri... :oP. En ég er sátt með 1 kg á viku og það hefur staðist undanfarnar þrjár vikur. Ég finn fyrir smá hræðslu núna sem lýsir sér þannig að ég hugsa um: "hvað ef mér tekst þetta ekki? Hvað ef ég klára þetta með herkjum og geri svo ekkert meir og verða jafn stór og ég var og jafnvel stærri?"
Best að ég leggji mig alla fram við að það gerist ekki.
Ég þori, ég get, ég vil, ég skal... Fokking hel.

11. sep. 2007


Hér er Svana, Mathilda og Úa, vinkonurnar með tombólu í lok ágúst voða sætar og fínar.

Gleraugnagámar,
Jahérna hér, við fórum með Mathildu til augnlæknis í gær, bara svona til að tékka afþví að Regina er háf sjónlaus og viti menn barnið sér líka illa. Hún er með
+2 og +4 og hefur ekki náð miklum þroska á verra auganu og þarf að fá gleraugu og lepp til þess að bjarga því sem bjargað verður. Hún virðist bara nota vinstra augað.
Ég fékk sjokk aftur. Fannst eitthvað skrýtið að hún skuli líka sjá svona illa og átti sko enganvegin vona á þessu en sem betur fer uppgötvaðist núna, en ekki seinna.

Gleraugu Rúla...

7. sep. 2007

í boði er: "I like big buts..."

Ég er í svaka stuði í dag! Sir Mixalot er æði. Mig langar í svona oldschool erobik með 2unlimetet og Mc Hammer, djö hvað það væri fyndið og skemmtilegt. Hér er þessi snillingur, bara flottar buxur jú og rassarrrr argghhh...

5. sep. 2007



Ég, Katrín Mikla er byrjuð í átaki. Ég hef aldrei á ævinni farið í skipulagt átak. Áðurfyrr tókst mér að breyta lífstíl eða druslast í líkamsrækt af sjálfsdáðum en núna þá varð ég að fara í hjarðar-menningu og skrá mig í átakstíma. Mér finnst það sjálfri mjög erfitt að þurfa að viðurkenna að ég sé ekki með nægilegan sjálfsaga til þess að taka mig á. En í átakinu er maður viktaður og fær sent sms ef maður mætir ekki í tíma! Mér finnst það pínu niðurlægandi en þetta er það eina sem mér dettur í hug vegna þess að þyngd mín virðist vera stjórnlaus síðan ég átti R. Ég ræð bara ekki við neitt eða þ.e. enginn sjálfs agi og stöðugar blekkingar að ég hreyfi mig og borða holt... blabla. Og fötin minka og viktin sýnir endalsut meir og meir.

Ég er byrjuð og gekk vel á mánudagsmorgun. Í gær var frí en ég tapaði mér í kvöldmatnum og át yfir mig og fann fyrir mikilli sektarkend. Skammaðist mín. Í morgun var ég ennþá södd þegar ég vaknaði og var alveg að gefast upp, hjólandi í baðhúsið og alla leiðina hugsaði ég: "ég get þetta ekki, ég get þetta ekki, ég get ekki...." Svo druslaðist ég í tíma og sigurinn er sætur. Mér líður mjög vel núna og stefni á að skella mér í fyrramálið aftur.

Það versta er að innst inni mér er lítill púki sem segir: "iss piss þetta virkar aldrei, þú nærð aldrei að léttast". Og enn verra er að ég trúi honum þangað til ég fæ sönnun í næstu viktun, þe. á mánudaginn næsta.

Annars þá reyndi ég að kolvetnisjafna/kaloríujafna fituna í mér með því að greiða fyrir líkamsræktina en mæta ekki. Þetta er gasalega sniðugur trend á íslandinu sjáðu til nebblega.... En við vitum öll það virkar ekki jack sjitt. Maður verður víst að sjá um þetta sjálfur! Fokking hell.

31. ágú. 2007



Í dag eigum ég og hann 6 ára brúðkaupsafmæli! Einhversstaðar sá ég að við ættum sykurbrúðkaup! Ekki veitir af sætunni eftir þessa mynd... úff, Ég held upp á það með súkkulaði... Svei mér þá.

27. ágú. 2007


Mathilda mín í útilegu í Skorradal í sumar... Stóra stelpan.

24. ágú. 2007



Í dag var ótrúlega hátíðleg stund þegar elsta dóttir okkar byrjaði í fyrsta bekk í Vesturbæjar skóla. Ég var ótrúlega stolt og meir og brosti hringin af gleði og stolti. Og hugsaði: "jæja hér byrjar 15 - 20 ára menntavegur..." kanski vonandi... Ótrúlega spennandi.

Litla ráðskonan fékk að vera með í för en varð heldur betur móðguð yfir því að fá ekki að raða skónum sínum í hilluna eins og hin börnin. Hún er tilbúin að fara í leikskólann, vonandi ræður sig einhver í stöðuna í leikskólanum sem fyrst.

20. ágú. 2007

Jæja, þá er fríið búið og frúin er endurnærð. Það var meira að segja mjög gott og gaman að mæta til vinnu í morgun.
Þetta verður góður vetur.

24. júl. 2007

Ég er alein heima, það er svolítið skrítið að vera alein. Ég hef ekki verið ein í lengur en sólarhring heima hjá mér í 6 ár. Það er svolítið skrítið að hugsa út í það. Ég hef ljómandi gott af því og finnst það mjög spennó en mér leiðist pínu að fara ein að sofa í þögninni. Þá langar mig að kyssa mjúkar litlar fætur og sakna jafnvel hrotur eiginmannsins... eða næstum því sko...

17. júl. 2007

Úff þetta er búið að vera annasamt sumar... ég hlakka svo mikið til að fara í sumarfrí og restin af fjölskyldunni að það er eins og allt snúist um fríið sama hvað maður gerir.

Vinnan er búin að vera rosa törn en samt mjööög skemmtileg. Ég fýla það svo vel að vera með unglingum. Við héldum ráðstefnu fyrir 10. bekkinn í gær og í dag sem hepnaðiðst ljómandi vel. Auðvitað er ýmisslegt sem hefði mátt fara betur en á heildina litið er ég strolandi ánægð. T og Ö sem ég réði til þess að sjá um þetta eru frábært fólk. Ótrúlega metnaðarfull og pró og dugleg og allt. Ég er mjöög sátt með útkomuna. Ég vona að krakkarnir séu það líka þau eru náttúrulega aðala málið í þessu. Nú er ég að detta niður í nett spennufall og á eftir að vera frekar skrýtin næstu daga já og fjölskyldu laus að hugsa um eginn rass og enginn smá rass að hugsa um! Ætli mér takist það?

3. júl. 2007

Vá, hiti sviti og gott veður, hvað getur maður sagt... Gróðurhúaáhrif... veit ekki... bara gott fyrir mig og mína...

Við fórum í ferðalag umhelgina sem var ótrúlega gott og skemmtilegt. Fórum í sund alla dagana hugguðum okkur, sváfum í tjaldi, borðuðum pylsur og hammara bara eins og maður gerir í útilegum. Spiluðum rommý og allt. En ég hlakka enn mikið til að fara í sumarfrí og hitta allt fólkið mitt þar. Þrátt fyrir rigninguna þar... Það styttir upp í lok júlí í dk og þá verða allir fegnir að fá rigningu á landinu bláa. Nema þeir sem eru þá að fara í frí þangað eða að flytja heim. Ég hlakka samt svo mikið til að fá alla hingað og hitta alla þar.

Sumar og sól á Íslandinu.

27. jún. 2007

30 Dagar í sumarfrí... Og óperan kom í dag. 23 dagar í að ég verði ein heima og enginn maður og engin börn. Ég hef aldrei verið ein heima í heila viku síðan börnin fæddust. Veit ekki hvort er meira spennandi það eða fríið sjálft???

11. jún. 2007

Ég er á lífi, ég lifði síðustu viku af svo er það næsta og þá eru tvær erfiðustu vikurnar í vinnuni minni búnar. Það er líka allt á haus núan. Aaaalt of mikið að gera. Kemst ekki heim á kvöldin fyrr en seint og sé börnin og manninn lítið. Mikið verður maður óskaplega pirraður á svoleiðis aðstæðum. En þetta er ekkert mál því þetta er tímabundið og þetta stendur stutt yfir. Ég skil bara ekki hvernig fólk getur lifað í svona miklu stressi og mikilli vinnu og átt fjölskyldu. Ég skil vel að fólk sem vinnur myrkranna á milli skilji. Ég ætla allavega að fara að sinna sambandinu við mannin minn í næstu viku. Þess er þörf. Það er nauðsinlegt að vera kærustupar stundum og gera allt það sem því fylgir....

31. maí 2007

Ég er alveg öfugsnúin þessa daganna veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að stíga. Er að reyna að vera dugleg en það tekst ekki alveg því ég virðist vera endalaust þreytt. Nýtt fólk í vinnuni sem er alveg frábært og duglegt og tekur allt það erfiða eins og t.d. símsvörun. Það er ótrúlega ljúft að vera laus við að tala í símann endalaust. Ég er líka svo ánægð yfir því hvað þetta fólk er ótrúlega duglegt, skipulagt og jákvætt. Maður kemur með verkfni eða vandamál og það er leyst... ekkert ves. Nú er bara að demba sér í djúpulaugina og sitja í pallborði á morgun og svara spurningum um Umhverfismál... úffs

29. maí 2007



Oohh, mikið langar mig í sumarbústað með þessu fyndna fólki og öllum hinum líka...

25. maí 2007

Jam, það er of langt síðan ég hef skrifað og það hefur fullt gerst en ég er bara svo niður sokkin í vinnu að ég meika ekki að setjast niður við tölvuna á kvöldin. En nú á ég að vera löngu farin að sofa en er að gaufast og lesa blogg sem ég hef ekki lesið lengi. Mér líður vel í vinnunni og hef það gott með fjölskyldunni en ég sakna vina minna óskaplega mikið. Ég sinni þeim ekki nóg og ég veit það og nú verð ég að vera duglegari að hafa samband við fólk... Ég hlakka til að fá fókið mitt heim frá úglöndunum.
Mig langar í sumarbústað.

sof í haus

8. maí 2007


Við hjónin fórum á grímuball á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Ég elska grímuböll. Ég veit ekki hvort fólk fattar búningin en getið nú... Annars fórum við svo á leiksýningu á sunnudagskvöldið og sáum Mr. Skallagrímsson. Æðislegt leikrit ég mæli með því. En um nóttina vaknaði Mathilda alblóðug og þá hafði rifnað aðeins frá sárinu og við þurftum að gista á sjúkrahúsinu þá nóttina. Konan litla er eldhress í dag og heima með pabba sínum að reyna að hamast ekki. Það er pínu erfitt fyrir hana vegna þess að hún er að fá svo mikla orku núna og borðar og borðar. En að sjá barnið alblóðugt á sunnudagsnóttina er eitthvað sem ég kem til að gleyma seint eða aldrei úff...

3. maí 2007

Í gær hófst átakið hjólað í vinnuna og í dag er ég búin að labba 1,7 km og hjóla 14 km. Sko mig, ég verð að verða geðveikt dugleg því ég ætla að vera á bikiníi á Amargerstrand í sumar.

25. apr. 2007

Sumir dagar eru ótúlega skemmtilegir gefandi hugarorkugefandi en líkamlega þreitandi. Aðrir dagar eru bara orku sugur, þar sem allt verður erfitt og leiðinlegt. Eins er þetta með fólk. Sumt fólk er svo energískt að það sprautar frá sér orku og maður verður gjörsamlega fullur af lífi og fjöri að vera nálægt því. En sumir er þvílíkar orku sugur að maður verður algjörlega tómur.

23. apr. 2007






Hvað gerir maður í sumarbústað annað en að láta sér líða vel, borða góðan mat og hygge hygge hygge. Á myndunum sjást fruburður Elgaard að horfa á "fingraputta" eða Þumalínu, gleraugna gámurinn Drregina, kjötbaunasúpan í pottinum og svo blöðrutær. Fullkomin fjölskyldu helgi.

20. apr. 2007

Á eftir fer ég í sumarbústað í Ölver með minni fjólskyldu og Fastererinni og manni hernar og bangsa litla. Ó hvað ég hlakka til, við ætlum að borða smygl frá tengdó og ég ætla að sitja uppi í sófa og lesa og kanski að fara í einstaka göngutúr og jafvel að skella mér í heitann pott annað salgið. ummmm lovely.

18. apr. 2007

Í gær fékk ég að vita að M fer í kirtlatöku 27. apríl kl. 10.00 og við á leið á árshátíð daginn eftir. Ég var að lesa Greppikló fyrir R í gærkvöldi, það er uppáhalds bókin eftir að hún fékk gleraugun. Þegar við vorum búnar að lesa ætlaði hún að taka af sér gleraugun en það tókst ekki betur en svo að hún braut þau. Búin að vera með þau í viku. Jahérna. Ég er enn með ljótuna og er að springa úr yfirvigt með rass út um allt. En ljósi punkturin er að kallinn er komin með Mel Gibbson bros! Hann lét gera við brotnu frammtönnina, voða fínn. Sjitt hvað ég er blá núna... æi fokkit ég er á túr!

12. apr. 2007






Þetta tókn nú svei mér langan tíma að komast í bloggstuð aftur. Málið er að 30. mars fórum við með Reginu til augnlæknis vegna þess hversu tileygð hún var orðin og komumst að því að hún er hálf sjónlaus. Hún þarf gleraugu og er með +6,0 á öður auga og +6,5 á hinu. Þetta var nú meirihátta sjokk fyrir mig allavega. En það er lán í óláni að það eru engar skemdir á augunum þannig að hún þarf ekki að fara í neina aðgerð. Augun lagast við það að fá gleraugu. Á laugardeginum þá veiktist ég heiftalega fékk strepptokokkasýkingu og lá í rúminu í fimm daga. Ég hélt ég myndi drepast og langaði bara að liggja og skæla mér leið svo illa. Og svo á miðvikudeginum 3. apríl fór Chr. með Mathildu til háls nef og eyrnalæknis og það á að taka úr henni hálskirtlana í lok mánaðarins. Já, sjaldan er ein báran stök, segi ég nú bara.

En þrátt fyrir þetta allt saman þá áttum við alveg yndislega Páska. Fórum í fermingarveislu á Skírdag og fórum beint úr henni í bústað á Bjarteyjarsandi í Hvalfyrði. Það var æði. Við hringdum bara þegar við vorum á leiðinni upp á Skaga og spurðum hvort við gætum fengið gistingu. Það var hægt og við beigðum bara inn Hvalfjörðinn í stað þess að fara í göngin og við vorum svo mætt í heitapottinn kl. 8.30 morgunin eftir. Lovely. Svo skoðuðum við kindur og hænur og hesta og kanínur. Svo var öllum troðið inn í bíl og brunað út á Snæfellsnes. Þar kíktum við fyrst á Arnarstapa og svo fórum við og fengum okkur nesti á við Djúpalón og enduðum á þvi að sitja á Djúpalójnssandi í næstum tvo klukkutíma og njóta veðursins og hlust á öldunar. Það var æði. Svo brunuðum við í gegnum Hellisand, Rif og Ólafsvík. Þegar svengdin fór að segja til sín fundum við bústað undir Kirkjufelli við Grundarfjörð sem við fengum að leigja í eina nótt og borðuðum og sváfum þar. Himininn var stjörnubjartur og Norðurljósin voru dansandi yfir okkur framm eftir kvöldi. Þvílík rómantík. Morguninn eftir kíktum við í fjárhúsin neðan við bústaðin og Mathilda fékk að fara á hestbak. Eftir að hafa pakkað var rúntað um Stykkishólm og svo keyrt upp á Skaga. Þar fórum við í mat til R.bró og Dagnýar mágkonu og svo páskadag var matur hjá M og P og fjölskyldan fór í göngu og endaði í leikjum á Langasandi. Um kvöldið skelltum við okkur á ball í Íþróttarhúsinu við Jaðarsbakka (smá bjánahrollur... kanski vegna þess að ég var edrú) en það var voða gaman og dansað alveg brjálað. Svo var farið 3 sinnum í kaffi á mándeginum og svo keyrt heim á Suðurgötuna.
Á þriðjudaginn var svo hringt frá gleraugnabúðinn um að allt væri tilbúið fyrir elskulega Reginu. Við fórum beint eftir vinnu með hana og hún fékk voða sæt fjólublá gleraugu. Hún var alveg þögul og horfði í kringum sig og svo brosti hún skært og fór að heilsa öllum sem hún hitti. Hæ, hæ allo hæ hæ allo. Foreldrarnir stóðu með skagt bros og tár í augm, barnið var að sjá alminnilega í fyrstaskipti! Í gær var hún með gleraugun allan daginn hjá dagmömmunni og hún vill ekki annað. Hún er strax búin að fatta það að það er betra að vera með gleraugun en án þeirra. Litla skinnið mitt.
Nóg blogg að sinni, myndirnar hér að ofan eru frá Snæfellsnesi, Djúpalóni og svo ein mynd af Langasandi á Skaga.
Set bráðlega inn mynd af Reginu með gleraugun fínu.

11. apr. 2007

23. mar. 2007

22. mar. 2007



Veit einhver um einhvern sem ætlar að flytja til Íslands í sumar og ætlar að taka með sér 1 stk. gám? Þá væri ég nefnilaga alveg svakalega til í að fá að stinga eins og einum eða tveimur hjólum með. Mig langar svo að eiga fallegt hjól. Ég viðurkenni hér með að ég er meirháttar sökker fyrir fallegum hjólum. Eflaust eru margir sem þykja minn smekkur minna fagur en ég elska ömmuhjólin og þrái eitt slíkt af öllu hjarta. Og ég hef ákveðið að ef mér tekst ætlunarverkið þá ætla ég að launa mér með einu slíku. En mig vantar að flytja það heim. Það væri ágætt ef fólk vissi af fari að ég fengi að pota einu til tveimur hjólum með í gegn vægu gjaldi.

21. mar. 2007




Framtíðarlandið, kvitta takk...

Í dag eru Vorjafndægur... Kannski maður fari að safna D-vítamíni á næstunni ekki veitir af eftir myrkan veturinn.

20. mar. 2007

Orð dagsins er: lumbra ég veit um a.m.k. fjórar merkingar þessa orðs.

19. mar. 2007

Fyrir ári var ég ný byrjuð í vinnunni, fyrir ári var ég ný flutt á Suðurgötuna. Tíminn líður óskaplega hratt. Helgin var mjög skemmtileg. Á föstudaginn var ég bingóstjóri og fór svo á ball á Nasa þar sem ég var mjög í yngri kantinum. Mér fannst eins og ég hefði svindlað mér inn á ball án þess að vera með aldur en óskaplega skemmtilegt. Á laugardaginn var ég barnapía fyrir bróður minn og gisti mágkona mín elskuleg líka. Hún fór nú bara heim með flensu... helv... pestarbæli er þetta hjá okkur. Best að fara að huga að vorhreingerningu í þessu greni.

En nú allt í einu eru helgarnar farnar að fyllast og komandi helgar fara í 5 fermingar, 2 árshátíðir, 1 ferðalag, amk. 3 matarboð, 1 leiksýning + út að borða í Borgarnesi og svo 1 grímuball og þá er kominn miður maí....

Ég er farin að hlakka til sumarfrísins í ágúst.

16. mar. 2007


Svona getur maður farið í göngurúnt...

14. mar. 2007


Þetta og + 30°c þá væri landið bláa bara paradís held ég hmmm. Núna er slidda, rigning, hagl, sól og pínu vindur. Gerist ekki betur...

13. mar. 2007

Jii, ég er eitthvað svo blúsuð og blá undanfarið. Ég þoli ekki sumar vikur virka eins og brjálaður tilfinningarússíbani. Í síðustu viku var ég í skýjunum einn daginn vegna þess að ég náði ótrúlegum persónulegum sigri. Næsta dag var ég sleginn niður sem kjaftshögg vegna trúnaðarbrests. Nú er ég komin á flötu línuna en á erfitt með að halda jafnvæginu. Ekki að ég vilji vera endalaust á flötu línuni það er bara þægilegt að hlutinr komi ekki alltaf í pörum eða búnkum eða tveir fyrir einn. Ég er kanski bara svona einföld = eitt í einu týpan... úff hvað það er takmarkað. Best að taka sig á í fjölbreytninni. Fæ mér Kaffi vatn og te næst.

7. mar. 2007


Jiii, ég er svo löt etihvað undanfarið. Ég nenni ekki neinu, kem engu í gang einhvernvegin. Í janúar labbaði ég í vinuna á hverjum degi í byrjun febrúar byrjaði ég að skokka í hádeginu og núna hrúgast afsakanir upp sem leiðir af sér óheflað samviskubit sem svo leiðir af sér ligegladhed og spiseri... Ég er of mörgum kílóum yfir kjörþingd og hef reynt að gera eithvað í málunum í heilt ár. Það eina sem ég hef uppskorið eru 7 kg yfir því sem ég náði af mér á fysrtu mánuðum eftir fæðingu dregans. Þetta er svo andlega erfitt fyrir mig að ég hefði ekki trúað þessu. Ég get ekki tekið mig saman í andlitinu sama hvað ég reyni. Ég stend aldrei við þær áætlanir sem ég set mér þó þær séu einfaldar og auðveldar í famkvæmd. Og með því að setja þetta út á alnetið er ég að reyna enn eina aðferðina í að taka mig saman í andlitunu og andskotast til að gera eithvað í hlutunum með því að játa sindir mínar. Ég held að ég sé alltaf að bíða eftir björgun einhvers annars eða bara skyndilausnini en ég veit alveg að það virkar ekki. Ég veit um allt og það eina sem þarf er hugafarsbreytingin, en afhverju er hún svona óskaplega erfið? Það er fullt af öðrum hlutm sem ég geri prinsipsins vegna. t.d. flokka ég núna flest allt rusl þ.e. plast, ál og járn, blöð og pappa og fernur og gler. Og við förum með þetta allt samviskusamlega í sorpu. Ég hjóla mikið, ég passa að nota bílinn eins lítið og ég get keyri ekki um á nagladekkjum. Er grænmetisæta orðin aftur eftir 8 ára pásu, borða fisk 2 - 3 í viku. Heldu úti bloggsíðu. Þannig að sérviksan og prinsipin eru sko alveg heill hellingur en það að stunda reglulega líkamsrækt virðist algjörlega vera ógjörningur. Og hvað er það? For helvede...

Annars vil ég biðja um mínútuþögn til minningar um UNGDOMSHÚSIÐ... takk fyrir

6. mar. 2007

Sólveig og Heimir eru bjargvættar dagsins í dag. Þau tóku hitapokann í fóstur reyndar var hún hitalaust þegar ég skilaði henni á Hringbrautina í morgun. Að vísu er það Sólveig sem er bjargvætturinn því heimilisfaðirinn á Hringbrautinni rann saman við hvíta náttsloppinn í gær vegna flensu og er enn ófundinn. Við bíðum eftir að hann taki lit á ný. Ég passa mig á að taka hann ekki með heim í misgripum á eftir.

Dönsku tengdó fóru heim í flugi í morgun og tóku flensuna með sér, eins gott að þau tóku hana þá alveg með sér þannig að restin af fjölskyldunni sleppi.

Orð dagsins er: Starfsmannaráðning

5. mar. 2007

Á föstudaginn kom Frú Elgaard eldri og Herra Zacho í heimsókn. Það var voða gaman að sjá þau. Þau komu með ýmsar gersemar frá flatalandinu. Ég held að tengdó hafi nánast sett met í smygli og lék aldeilis á spæjipylsulögguna í Leifsstöð. Þó grunar mig að hún geri það algjörlega ómeðvitað og þessvegna held ég hún hafi sloppið í gegn með herlegheitin.

Við erum búin að borða yfir okkur af dýrindis mat og drykk. Við höfum lítið annað gert en huggað okkur paa dansk. M hefur tekið rosalegum framförum í dönskunni á þessum stutta tíma og R sjarmeraði farmor og bedstefar upp úr skónum á met tíma. En litla krílið fékk svakalegan hita í gær og er bara búin að vera hundslöpp, þetta er 6. mánuðrinn í röð sem veikindi eru í fjölskyldunni. Ég er gjörsamlega að klikkast yfir þessu. Ömurlegt að vera í þeirri aðstöðu að manni líði illa yfir því að vera með barnið sitt heima í veikindafríi og líði svo illa yfir því að vera í vinnunni og vitandi af barninu veiku heima. En hún er nú í mjög góðum málum núna. Eðal dekur á dösnku með lækni og hjúkrunarfræðing til að stjórna. Það gæti nú ekki verið heppilegra. Morgundagruinn verður hinsvegar þrætumál kvöldsins. Hver verður heim á morgun?

Fullt af fólki lét vita af sér og kvittaði í commentakerfið hjá mér. Það þótti mér mjög vænt um. Takk fyrir það.

1. mar. 2007




Hér höfum við feðginin elsti og yngsti Elgaard, og svo er það baunasúpan á vetrar hátið...

En hérna einu sinni var ég oft með smá komment, vinalegt hjal á commentakerfinu frá vinum og vandaönnum... hvar eru allir? Ég fæ paranoju og held að fólkið mitt sé búið að yfirgefa mig. Ég ætti svo sem ekki að kvarta, sjálf er ég allt of löt við að kvitta fyrir mig á síðum annarra. Eins og ég hef nú gaman af að fylgjast með öllu þessu fólki. Best að bæta mig fyrst og sjá svo hvað gerist. Mottó dagsins er: Fyrst að líta í eigin barm áður en maður fer að tuða...

28. feb. 2007




Hér er DdddRegina í glugganum sínum, Elvis og Eldorgel.

26. feb. 2007

Í dag er ég eins og upplásinn harðfiskur, ef það væri nú hægt. En ég er svo þurr allstaðar út af frosti og svo fengum við okkur shusi í gær og Miso súpu og aspassúpu í hádeginu og báðar þessar súpur voru svo saltar að ég vaknaði með sokkin augu og hef það á tilfinningunni að auka laga af húð hafi verið strekt á mig og allt að þorna upp og springa. Hendurnar á mér eru eins og sandpappír, varaþurkur, sprungur að myndast á hælum, öklar orðnir hvítir af þurk, sól.... sól hiti raki eitthvað, hjálp áður en ég rifna. Ég er að breytast í skrímsli. Aaaauuurrrghhhh.

Ég fór annars á stórskemmtilega tónleika á laugardagskvöldið. Hefði viljað vera fremst á þeim tónleikum. Við Adda fórum saman og fórum svo á straght frendly bar, það var skemmtilegt en ekkert spes músík, fyrir min smekk.

Þetta er hljómsveitin skemmtilega Dionysos

23. feb. 2007

Í gær sá ég svakalegt eldorgel á austurvelli með fjölskyldunni og fleiri íslingum og í dag er ég þreytt en afrekaði það að hlaupa um 3km í hádeginu, sko mig.

Nú er föstudagur og ég heyri sófann kalla á mig:"komdu og sestu á mig mjúka mær" segir hann.

21. feb. 2007





Upp er runnin öskudagur, ákaflega skýr og fagur, einn með poka ekki ragur.....
Fílabarnið og froskaálfaprinsessan.

16. feb. 2007

Ég hef voða lítið að segja þessa dagana, það rignir úti... úti er grátt... ég er inni og hér er þungt loft, eins gott að ég skuli vera að skella mér út á lífið og fá ferskt loft í sálartetrið og mála grámann rauðann. Skál fyrir því...

P.s. Hvað gefur maður í fertugsafmælisgjöf... Karlmanni sem við þekkjum lítið... Er það bara Wiskey flaskan sem kemur til greina? Er einhver með betri hugmynd?

12. feb. 2007

Jæja já Nú eru bara rúmlega tvær vikur eftir af febrúar, pæliði í því. Helgin er búin að vera óskaplega fín og við búin að hafa það svo gott. Fengum fólki í mat á föstudaginn og fórum í matarboð á laugardaginn í villuna í smáíbúðarhverfinu hjá úthverfavinunum... jhehehehe, en það vara svo ljómadi ljómadi huggulegt og mikið eiga þau nú huggulegt og flott hús, þau Erna og Óli. Hver veit nema allt far í gang á næstu dögum þannig að þeim fjölgi í 3, yndislegust.
Já en á föstudaginn fengum við jákvætt svar við því að leigja kjallarann aukalega og þá líka langtíma leigusamning. Skemmtilegt. Ég get ekki beðið. Sunnudagurinn fór bar út um þúfur. Ég gerð anskotan ekki neitt í gær. Var hund fúl og borðaði allan daginn og eingdist um af sjálfsvorkun og volæði. OJBRA. En ég lifiði það af og nú er komin ný vika með nýjum markmiðum. Gangi mér vel, afsakið.

7. feb. 2007

Oh, ég er alltaf að rífast við þetta nýja blogspot kerfi, það er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Núna tildæmis var ég að reyna að kommenta á síðuna hennar Ólu og kom bara alltíeinu hingað inn, dæmigert.

En fyrst ég er byrjuð, þá gengur lífið sinn vanagang. Ég er að gera verkefni fyrir Umhverfissvið núna ekki VSKR og það er svakalega spennandi og hlakka mikið til að takast á við það. Við hjónin höfum það ágætt nema að Chr. fékk tak í hálsinn og hefur verið hálf lamaður undanfarna daga og ég er ekki enn byrjuð að drullast til að hreyfa mig alminnilega, og þessa vikuna hef ég ekki gengið í vinnuna vegna þess að ég verð að hjálpa ástkærum eiginnmanninum að koma grísastelpunum í föt á morgnana. Urrrghhh og ég er búin að komast að því að ég er ótrúlegur snillingur að finna framm löglegar afsakanir á því að hreyfa mig helst ekki. Þetta er hreynt út sagt ótrúlegt. Ég hef þvílikan sannfæringarkraft að ég hefði ekki trúað því að ég hefði þessi áhrif á mig.... uuhhhe þarna sjáið þið! En ég er búin að komast að einu, sem viðurkennist hér með: ég er orðin spéhrædd! Í alvöru þetta hefur aldrei háð mér neitt sérstaklega en nú fæ ég kvíðakast yfir því að þurfa að striplast í leikfimi... eða er þetta enn ein afsökunin? veit ekki.

Grísastelpurnar eru orðnar af grísum að mínumati vegna þess að þær klæðast núorði nær eingöngu bleiku. Ég sjálf kaupi nær aldrei bleikt á þær hafa fengið ótrúlega mikið bleikt gefins og M. virðist vera að byrja að vilja taka sjálfstæðar ákvarðanir í fatavali. Þetta er svolítið skrýtið og allt í einu í gær kom M. með það að hún vildi ekki vera með Íþróttaálfsbuffið vegna þess að krakkarnir á leikskólanum voru að gera grín af henni og segja að stelpa geti ekki verið með Íþróttálfsbuff og hún ÆTTI að vera með Sollustirðubuff... Hell hell hell, er þetta byrjað núna? Fukk, ég sagði henni að krakkar ormarnir sem væru að segja svona vissu bara ekki betur því maður má ráða sjálfur hvaða buff maður er með. Með smá pretikun samþykkti hún þetta en hún virtist ekki sannfærð. R. er orðin það stór að henni finnst prump fyndið.. það er sko merki um þroska að mínu mati... hehe.

2. feb. 2007


Ég og vinur minn framsóknarmaddaman.

Nú eru alltí einu hlekkirnir við hér til hægri í ruglinu... Ohhh, mér leiðist svona. Ég nenni ekki að setja mig inn í svona lagað, hef held ég engann áhuga á því.

En það er föstudagur og ég er að fara í partý... jibbííí. Mér finnst mjög gaman að fara í partý þessa dagana.

31. jan. 2007

Loksins loksins gat ég gert eithvað í þessu bloggi. Það er búið að vera eithvað skrýtið í nokkra daga og ég hef bara ekki nennt að setja mig inn í það. En þetta var af sjálsögðu miklu minna mál en ég hélt.
En helgin var svo ljómandi fín. Djamm og allt, með fullt af christiönum og fallegum konum og skrýtnum Eyjóum. Danirnir unnu og það var bara allt í lagi á mínu heimili. The Elgaards gátu nú ekki tapað neinu... bara unnið. Gott að vera í þeirri stöðu stundum.
Núna er svo skiptimiðavinkona að koma í heimsókn um helgina þannig að ég er að fara í túrhesta leik í Rvk. skemmtilegt. Er búin að vera lesa hin ýmsustu blogg undanfarið og verið í sjokki yfir ýmsum myndskeiðum og rugli sem er í gangi. Blöskraði mjög umræður sem eru í gangi á barnaland.is. Fólk er almennt mjög dómhart á netinu og að mér finnst vantar of umburðarlindi og væntumþykju. Talandi um það mér þykir óskaplega vænt um Ómar Ragnarsson hann er frábær og búinn að vera mjög glöð yfir hans barningi við allt og alla út af umhverfismálum en alveg stakk hann í mitt litla hjarta með umfjöllun um að endurgera rúntinn á niðri í bæ. Ég fór næ stum að skæla.....

23. jan. 2007

Samkvæmt breskum vísindamanni var dagurinn í gær hinn versti á árinu. En fyrir mig var hann bara alls ekki slæmur. Ég gerði það óhugsanlega og að mér vitandi óframkvæmanlega til þessa... Ég fór út að hlaupa! Ótrúlegt en satt mér tókst það. Jibbí kóla.

17. jan. 2007

Allar gamlar konur deyja til hæjgri, allar gamlar konur deyja til viischtri... En lífið er bara alveg ágætt skal ég segja ykkur. Snjórinn liggur yfir borginni eins og lopi og allt verður dempað og mettað. Snjórinn er skamdegis fylling og lýsing. Hann er kaldur en samt svo hlír. Og þótt hann skafi er það bara til þess að koma á nýju og spennandi landslagi með hæðum og hólum. Mest vorkenni ég öskuköllunum og bréfberunum í þessu færi... Við hin höfum gott af essu.

15. jan. 2007

Morgun stund gefur gull í mund... sælir eru fátækir sem geta klórað sér í götunum... Hver er sinnar gæfu smiður... Illu er best aflokið... OSfrv.

Já og svo á hún Mappa mús afmæli í dag... Yndislegust!

10. jan. 2007

Vírinn.... Spennusaga

Það var kalt úti og fjölskyldan hafði úðað í sig svínakjöti undan farna 5 daga og var komin með nettan bjúg og sokkin augu. Þegar húsfreyjan stakk upp á að bita niður afgnanginn af jólahamborgarahryggnum í sósu og hafa kartöflur með, strækaði fjölskyldan. Sú ákvörðun var þá tekin að skella sér á tælenskan veitingastað og ná í mat heim til að borða. Fá sér eitthvað létt. Egtefellinn og frumburðurinn fóru niður í Hafnarstræti og pönntuðu mat á ltilum sætum stað sem ber keim af fjölskyldu fyrirtæki þar sem íslenskNameríski risnn er ekki búinn að festa klærnar í og breyta yfir í einhverja keðju s.b. Nings eða þess háttar, konseptið er "ekta". Nú Það voru panntaðar núður og grjón mis sterk fyrir mismunandi aldurshópa fjölskyldunnar. Glöð og ánægð opnuðum við boxin og fengum vatn í munninn yfir yndislegum matar anganum sem lagði upp úr boxunum. Yngri hluti fjölskyldunnar virtist taka því fegins hendi að fá eithvað létt og kjúklingur í núðlum er eithvað sem virðist seinnt klikka. Ég naut þess að horfa á ungana mína tína upp í sig núðlunar eins og orma. Ég tók fyrsta bitann og fann fyrir einhverju í hálsinum sem ég hélt að væri grein af kryddi, reyndi að drekka og kingja því bara, en það dugði ekki, ég reyndi að hósta og ræskja mig og var þá á því að sennilega hefði ég fengið kjúklingabein í hálsin og sagði Chr. að ég væri með bein í hálsinum. Svo fór mig að verkja mikið í hálsin og hósta og hljóp inn á bað. Þar stakk eg vísifingri ofan í maga nánast og náði taki á því sem sat fast í hálsinum. Ég dró upp ca 5cm langan stál vír með látum og ælugusum... Okkur brá mjög mikið og ég brunaði upp á slysó og eftri þriggja tíma bið og vesen og skoðun og rönken myndatöku komumst við að því að það voru engar leifar af vír í hálsinum og bara sár og ég væri allt í lagi. Úff, þetta var nú mjög undarleg lífsreynsla en þakka ég fyrir að það var ekki yngrihluti fjölskyluddar sem fékk þennan vír upp í sig. Sú eldri hefði geta útskýrt hvað væri að en sú yngri hefði ekki geta útskýrt neit og bara grátið þangað til hún yrði veik. Sú hugsun er hræðileg. En ég lifði af og vil ekki uppljóstra staðinn en er búin að tala við heilbrigðiseftirlitið sem er til húsa á sama stað og vinnan mín. En ég skoða matinn minn alltaf voða vel núna áður en ég fer í það að hakka í mig, jú og mat barnanna.

En nóg um það, lífið er komið í full swing hjá The Elgaard's og erum við búin að strengja áramótaheit. Þau eru nú þau algeingustu í heimi, borða minna, borða betra, hreyfa sig meira, grennast og hugsa betur um hvort annað. Ekkert galið við að hugsa svona á nýju ári. En eitt er það sem mig langar að leggja mig sérstaklega framm við er að hugsa betur um vini og vanda menn. Ég er svo léleg í að halda sambandi við fólk, skrifa bréf og svoleiðis ég bara skammast mín. Við erum með jólakort með mynd tilbúin tilprenntunar fyri sl. fjögur jól en aldrei sendum við neitt út og ég er alltaf svo svakalega glöð þegar ég fæ kort frá öðurm þetta ætla ég að bæta. Og ég ætla hringja meira í vini mína og fara að bjóða fólki í mat. Einu sinni vorum við alltaf að bjóða fólki í mat nú gerum við það örsjaldan. Þetta ætla ég að bæta og hér með er það skjalfest.

Og eitt í viðbót; Gleðilegt afmæli elsku Hrundin 25 ára í dag.

5. jan. 2007

Ég er stundum að spá í því hvort fólk geri sér grein fyrir því að blogg er eithvað sem allir og þá meina ég aaaaaaaaalllir geta lesið. Sumir setja sínar dýpstu hugsanir og skoðanir á bloggið og ég ber vissa virðungu fyrir því fólki því að sjálf þá þjáist ég af nettri spé hræðslu til að tjá mig t.d. um pólitík og annað slíkt. Aðrir blogga mjög mikið um sitt einka líf og enn aðrir eru að segja sögu og búa til annan heim. En það sem mér finnst mjög sjokkerandi er fólk sem niðurlægir annað fólk á netinu, mér finnst það mjöög svo undarlegt og raunar mjög vanhugsað. Í vinnuni höfum við lennt í ýmsum málum vegna þessa.
Hvað er blogg þá? Er þetta sniðug leið til að vera í samskiptum við fólk, sleppa að senda póst um það hvernig manni líði eða hvað er að gerast í lífi hvers og eins. Eða er þetta einskonar Big Brother? Ég mundi allavega aldrei leyfa mér að vera með neinar opinberar persónulegar blammeringar eða yfirlýsingar því ekki veit ég hver er að lesa þetta og aldrei mundi ég vilja særa fólk opinberlega.

Sagan af vírnum kemur síðar.

2. jan. 2007

Gleðilegt ár og allt.

Ég er ekki búin að vera í miklu blogg stuði undanfarið en jólin komu og fóru og allt gekk ágætlega fyrir utan ælupest og ferð á slysadeild.. altsaa frúin sjálf lennti á slysadeild eftir að hafa fengið vír í hálsinn, var að éta tælenskan taikaway... En allt gekk vel og engin eftir köst.

Nú tekur nýtt ár við með nýjum verkefnum og nýjum dögum og breyttu hugarfari.

Ég spái því að árið 2007 verði ljómadi fínt ár!