31. júl. 2006

Það gengur voða illa að blogga þetta sumarið. Ég veit bara ekki afhverju en ég nenni ekki að skrifa um neitt. Samt er ég alveg að gera skemmtilega hluti. Ég er t.d. búin að fara í ferðalag í Húsafell og gista í tjaldi í þrjár nætur. Það var rosa gaman. Svo fórum við í Skorradal eina nótt þar sem við gistum í gamla skáta skálanum. það var svaka fínt. Nú og svo er tengdamamma í heimsókn hjá okkur núna og ég er búin að fara c.a. 7 sinnum í sund á síðustu tveimur vikum sem er reyndar ekki frásögufærandi nema hvað að ég er ekkert svakalega hrifin af sundi. En nú er ég búin að ákveða að mér finnist gaman í sundi og ætla að gera eins mikið að því og ég get.

Það er mikil vinna á mér ennþá.
Við verðum í fjölskyldu útilegu í Skorradal um næstu helgi.
Christian langar í jeppa.
Stelpurnar eru yndislegar
Ég er enn ekki búin að ná af mér fósturfitunni, spurningin er að ég hendi mér í átak!

3. júl. 2006

Ég er svo glöð, en sammt svo gjörsamlega búin. Hef ekki veriðað sinna öllum vinum og vandamönnum, afsakið, ég bæti það upp síðar. Er bara upptekin af mér og vinnu og fjölskyldunni.

Búin að missa barminnn því miður er það aðeins barmurinn sem er farinn, þannig að ég var frekar skrýtin í flotta kjólunum í brúðkaupinu. Það kennir manni að kaupa ekki dýrar flíkur þegar maður er með barn á brjósti. Kjólinn var svoítið poki að ofan en ég reddaði því með stuttri gollu. Frændi minn hélt að ég og Chr værum Skari Skrípó og frú.. hahaha hihihih. Mjjöög fyndið.

M sagði við mig á föstudaginn þegar ég var á leið í heimsókn til Sollu: mamma, pabbi er alltaf á tónleikum og þú ert alltaf í partý! hmmmm, sannleikurinn er að við erum búin að vera að vinna til skiptis á kvöldin og barnið heldur að við séum að djamma! hmmm

Á föstudaginn fékk é tölvupóst frá konu sem heitir Brynja, hún bað mig að um að hafa samband við mann sem heitir Guðmundur og konu sem heitir Ásdís. Ég svaraði póstinum óvart svona: Sæll Páll.....
Ég er að fara að hitta þetta fólk á morgun. Þarf að vera klár og sannfærandi! Ætli það virki?

Spurningin er ætli sumarið láti sjá sig þetta árið hér á Fróni?