30. okt. 2006

Ég breytti nokkrum linkun. Tók út nokkra sem ekki nenna að blogga lengur og stakk nýjum inn sem tilheyra daglegri lesningu minni.

Staðan á lífinu í lok október mánaðar:
Karlinn: duglegur, fitnar en er að fara að tromma, ég vonast til að hann grennist með
Börnin: dugleg, góð, yndisleg, falleg og fara ört stækkandi.
vinnan: fín frammför í produktivitet
áhugamálin: málefnaleg og skemmtileg, gefandi og lærdómsrík og alltaf fleyri og fleyri mál sem bætast inn í þennan geira.. er að byrja í lúðrasveit... OMG
þyngdin: Níhil... ekkert gerist.. spurning um alsherjar alheims átak.
bankareikningurinn: Níhil alltaf búinn í lok mánaðar.. hvernig á maður að geta safnað upp í þessi 20% af íbúðarverði. Ég sé það bara ekki gerast.
Vinirnir: verð að rækta þá betur. :( afsakið en ég verð að taka mig á
Sjálfið: er að styrkjast en þarfnast mikils viðhalds
Það er sól, það er kominn vetur og ég hef það bara ágætt verð ég að segja.

25. okt. 2006

Ég á miða á Sykurmolana ligga ligga lá, ligga ligga lá.

Jiii jibbí!

24. okt. 2006

Er búin að botna blúsinn, er farin á snúruna í bili. Það var nú samt ótrúlega skemmtilegt að hafa hollendingana mína hérna hjá mér. Þeir eru svo mikil krútt,
2 x 2m og 2 x 130 kg er mjöööög mikið af krútti.

Jæja er ekki bara málið að koma sér í kjólinn fyrir jólin?... Ég er búin að komast að því að ég þjáist af lotugræðgi. Vandamálið er bara að ég gleymi að æla... Úða bara í mig eins og brjálæðingur og geri svo ekkert meir. Ekki ætla ég að fara að taka upp á því að æla þannig að ég er að hugsa um að hætta að úða í mig.

ÚT MEÐ ÚÐANN!

23. okt. 2006

Er með tvo hollendinga í heimsókn
fór á Airvaves um helgina
er ennþá að ná mér
er með ljótuna á mánudegi
mér finnst ég stundum föst í vitlausum líkama, langar svo mikið til að klæða mig úr honum.
Eyddi allt of miklum péningum um helgina.
Er ó sofin.
blús og bömmer

vonandi hressist ég nú við kaffibollan sem ég er að fara að næla mér í.

10. okt. 2006

Ég er búin að breyta í vinnuni. Ég er komin á annað borð og er ekki eins sýnileg fyrir gesti og gangandi. Ekkert merkilegt annars að gerast í Reykjavík á þriðjudagsmorgni..

6. okt. 2006

2. okt. 2006

Þegar ég var lítil gekk ég í einfaldri röð með bróður mínum og nokkrum krökkum úr hverfinu og við vorum með hvítt pappaspjald á lofti og kölluðum: "Íslandarado herinn á brott" (sem átti að vera " Ísland úr Nato, herinn á brott")

Um helgina var M búin að finna tvær stangir sem hún batt trefil á milli og lifti upp fyrir haus, tók Úu vinkonu sína með og kendi henni að öskra. "Burt með stífluna, burt með stífluna"...

Hmm, best að gera eithvað uppbyggjilegt fyrir barnið á næstunni.