31. jan. 2007

Loksins loksins gat ég gert eithvað í þessu bloggi. Það er búið að vera eithvað skrýtið í nokkra daga og ég hef bara ekki nennt að setja mig inn í það. En þetta var af sjálsögðu miklu minna mál en ég hélt.
En helgin var svo ljómandi fín. Djamm og allt, með fullt af christiönum og fallegum konum og skrýtnum Eyjóum. Danirnir unnu og það var bara allt í lagi á mínu heimili. The Elgaards gátu nú ekki tapað neinu... bara unnið. Gott að vera í þeirri stöðu stundum.
Núna er svo skiptimiðavinkona að koma í heimsókn um helgina þannig að ég er að fara í túrhesta leik í Rvk. skemmtilegt. Er búin að vera lesa hin ýmsustu blogg undanfarið og verið í sjokki yfir ýmsum myndskeiðum og rugli sem er í gangi. Blöskraði mjög umræður sem eru í gangi á barnaland.is. Fólk er almennt mjög dómhart á netinu og að mér finnst vantar of umburðarlindi og væntumþykju. Talandi um það mér þykir óskaplega vænt um Ómar Ragnarsson hann er frábær og búinn að vera mjög glöð yfir hans barningi við allt og alla út af umhverfismálum en alveg stakk hann í mitt litla hjarta með umfjöllun um að endurgera rúntinn á niðri í bæ. Ég fór næ stum að skæla.....

23. jan. 2007

Samkvæmt breskum vísindamanni var dagurinn í gær hinn versti á árinu. En fyrir mig var hann bara alls ekki slæmur. Ég gerði það óhugsanlega og að mér vitandi óframkvæmanlega til þessa... Ég fór út að hlaupa! Ótrúlegt en satt mér tókst það. Jibbí kóla.

17. jan. 2007

Allar gamlar konur deyja til hæjgri, allar gamlar konur deyja til viischtri... En lífið er bara alveg ágætt skal ég segja ykkur. Snjórinn liggur yfir borginni eins og lopi og allt verður dempað og mettað. Snjórinn er skamdegis fylling og lýsing. Hann er kaldur en samt svo hlír. Og þótt hann skafi er það bara til þess að koma á nýju og spennandi landslagi með hæðum og hólum. Mest vorkenni ég öskuköllunum og bréfberunum í þessu færi... Við hin höfum gott af essu.

15. jan. 2007

Morgun stund gefur gull í mund... sælir eru fátækir sem geta klórað sér í götunum... Hver er sinnar gæfu smiður... Illu er best aflokið... OSfrv.

Já og svo á hún Mappa mús afmæli í dag... Yndislegust!

10. jan. 2007

Vírinn.... Spennusaga

Það var kalt úti og fjölskyldan hafði úðað í sig svínakjöti undan farna 5 daga og var komin með nettan bjúg og sokkin augu. Þegar húsfreyjan stakk upp á að bita niður afgnanginn af jólahamborgarahryggnum í sósu og hafa kartöflur með, strækaði fjölskyldan. Sú ákvörðun var þá tekin að skella sér á tælenskan veitingastað og ná í mat heim til að borða. Fá sér eitthvað létt. Egtefellinn og frumburðurinn fóru niður í Hafnarstræti og pönntuðu mat á ltilum sætum stað sem ber keim af fjölskyldu fyrirtæki þar sem íslenskNameríski risnn er ekki búinn að festa klærnar í og breyta yfir í einhverja keðju s.b. Nings eða þess háttar, konseptið er "ekta". Nú Það voru panntaðar núður og grjón mis sterk fyrir mismunandi aldurshópa fjölskyldunnar. Glöð og ánægð opnuðum við boxin og fengum vatn í munninn yfir yndislegum matar anganum sem lagði upp úr boxunum. Yngri hluti fjölskyldunnar virtist taka því fegins hendi að fá eithvað létt og kjúklingur í núðlum er eithvað sem virðist seinnt klikka. Ég naut þess að horfa á ungana mína tína upp í sig núðlunar eins og orma. Ég tók fyrsta bitann og fann fyrir einhverju í hálsinum sem ég hélt að væri grein af kryddi, reyndi að drekka og kingja því bara, en það dugði ekki, ég reyndi að hósta og ræskja mig og var þá á því að sennilega hefði ég fengið kjúklingabein í hálsin og sagði Chr. að ég væri með bein í hálsinum. Svo fór mig að verkja mikið í hálsin og hósta og hljóp inn á bað. Þar stakk eg vísifingri ofan í maga nánast og náði taki á því sem sat fast í hálsinum. Ég dró upp ca 5cm langan stál vír með látum og ælugusum... Okkur brá mjög mikið og ég brunaði upp á slysó og eftri þriggja tíma bið og vesen og skoðun og rönken myndatöku komumst við að því að það voru engar leifar af vír í hálsinum og bara sár og ég væri allt í lagi. Úff, þetta var nú mjög undarleg lífsreynsla en þakka ég fyrir að það var ekki yngrihluti fjölskyluddar sem fékk þennan vír upp í sig. Sú eldri hefði geta útskýrt hvað væri að en sú yngri hefði ekki geta útskýrt neit og bara grátið þangað til hún yrði veik. Sú hugsun er hræðileg. En ég lifði af og vil ekki uppljóstra staðinn en er búin að tala við heilbrigðiseftirlitið sem er til húsa á sama stað og vinnan mín. En ég skoða matinn minn alltaf voða vel núna áður en ég fer í það að hakka í mig, jú og mat barnanna.

En nóg um það, lífið er komið í full swing hjá The Elgaard's og erum við búin að strengja áramótaheit. Þau eru nú þau algeingustu í heimi, borða minna, borða betra, hreyfa sig meira, grennast og hugsa betur um hvort annað. Ekkert galið við að hugsa svona á nýju ári. En eitt er það sem mig langar að leggja mig sérstaklega framm við er að hugsa betur um vini og vanda menn. Ég er svo léleg í að halda sambandi við fólk, skrifa bréf og svoleiðis ég bara skammast mín. Við erum með jólakort með mynd tilbúin tilprenntunar fyri sl. fjögur jól en aldrei sendum við neitt út og ég er alltaf svo svakalega glöð þegar ég fæ kort frá öðurm þetta ætla ég að bæta. Og ég ætla hringja meira í vini mína og fara að bjóða fólki í mat. Einu sinni vorum við alltaf að bjóða fólki í mat nú gerum við það örsjaldan. Þetta ætla ég að bæta og hér með er það skjalfest.

Og eitt í viðbót; Gleðilegt afmæli elsku Hrundin 25 ára í dag.

5. jan. 2007

Ég er stundum að spá í því hvort fólk geri sér grein fyrir því að blogg er eithvað sem allir og þá meina ég aaaaaaaaalllir geta lesið. Sumir setja sínar dýpstu hugsanir og skoðanir á bloggið og ég ber vissa virðungu fyrir því fólki því að sjálf þá þjáist ég af nettri spé hræðslu til að tjá mig t.d. um pólitík og annað slíkt. Aðrir blogga mjög mikið um sitt einka líf og enn aðrir eru að segja sögu og búa til annan heim. En það sem mér finnst mjög sjokkerandi er fólk sem niðurlægir annað fólk á netinu, mér finnst það mjöög svo undarlegt og raunar mjög vanhugsað. Í vinnuni höfum við lennt í ýmsum málum vegna þessa.
Hvað er blogg þá? Er þetta sniðug leið til að vera í samskiptum við fólk, sleppa að senda póst um það hvernig manni líði eða hvað er að gerast í lífi hvers og eins. Eða er þetta einskonar Big Brother? Ég mundi allavega aldrei leyfa mér að vera með neinar opinberar persónulegar blammeringar eða yfirlýsingar því ekki veit ég hver er að lesa þetta og aldrei mundi ég vilja særa fólk opinberlega.

Sagan af vírnum kemur síðar.

2. jan. 2007

Gleðilegt ár og allt.

Ég er ekki búin að vera í miklu blogg stuði undanfarið en jólin komu og fóru og allt gekk ágætlega fyrir utan ælupest og ferð á slysadeild.. altsaa frúin sjálf lennti á slysadeild eftir að hafa fengið vír í hálsinn, var að éta tælenskan taikaway... En allt gekk vel og engin eftir köst.

Nú tekur nýtt ár við með nýjum verkefnum og nýjum dögum og breyttu hugarfari.

Ég spái því að árið 2007 verði ljómadi fínt ár!