30. apr. 2004

Frænkur mínar eru stakir snillingar!!

Ofnæmi er að drepa mig. Það er svo mikil prósenta af Birki Póllen í loftinu núna að ég er gersamlega að kafna. Augun á mér eru sokkin nefið rautt og sárt og mér líður eins og bjána.

Núna er ég að leyta af pulsuvagni til leigu. Í kvöld kemur frænkan góða ég hlakka svo til. Góðu grannar mínir hafa ákveðið að halda smá gleði fyrir allt þetta fólk sem er í heimsókn hja öllum öðrum en þeim. Svona erum við yndisleg. Ég er að hugsa um að ætleiða þau öll.

þrif=ofnæmi í börnum=ég þríf ekki heima hjá mér muuuhhahahaha ...... Karlinn í útvarpinu var að segja þetta ... á rás 2!

29. apr. 2004

Harðfiskur og smjör og flatkökur rúla!!

27. apr. 2004

Helgin var æðisleg. Fullt að gera bæði fyrir börn og fullorðna. Sólin er komin til Hafnar og Birkifræ stæka nef mitt og erta augu og lungu. Blessað vorið er komið! Lóan kemur ekki til köben að mér skilst. En með hækkandi sól koma hinsvegar farfuglar í hópum frá landinu bláa.

Annars þá skilst mér að starfandi sé lóuspæjari hér í höfn og segist hann hafa séð Hjejle á hjóli sínu? Hver veit?? Hún kemur varla inn í borgina sjálfa nema kanski með jetsetinu!!!

21. apr. 2004

Jæja góðan daginn,
Bara tími til kominn að blogga.
Ekkert mikið að gerast en ofnæmi fyrir Birkitrjám að drepa mig gersamlega.
M er frísk
og Chr. búin að sækja um filmskolen.
Allt á réttri leið hér í Noramaliserings landinu.
Ég held bara satt að segja að ég sé orðin Normaliseruð ... næstum!