12. des. 2003

Jæja, núna er ég barasta orðin kona á miðjum aldri! Jahérna seisei!
30 ár! hmmmm Ótrúlegt og ævintýri gerast enn!!! Konan sem varð þrítug!!!!!

Ég hef það sko rosa gott. Búin að vera á cyberfylleríi með Obbu frænku í klukku tíma. Dakk tvö rauðvínsglös og er bara mjúk. Bjarnar móðir er á leiðini í smá skál! Það er gott að eiga góða að. Músin er sofandi og fer til ömmu á morgun. Maðurinn á hljómsveitaræfingu, það eru vís mikilvægir tónleikar á Langa Jóni á morgun ... í kvold 12.12 kl. 22:00 um að gera að mæta!

jam sko þarna dervarhun!

8. des. 2003

Þetta er búin að vera svo góð og fín helgi. Búin að skemmta mér fullt en samt bara ábyrgðarfull... ekki hitt full! heheh. Búin að lesa, búin að vera á fundi og búin að vera dugleg í félagsstörfum. Ef eithvað mætti setja út á þá hefði ég kanski þurft að sinna fjölskyldu málum betur. Samkvæmt sammvisku allavega!

Próf stress og annað stress er farið að segja til sín, þess vegna geri ég þessa færslu um há nótt. Hmmm, í rúmið med det samme!

4. des. 2003

Jæja,

Er ekki bara komið að nýrri færslu!! Mamma farin og nóg að gera í­ skóla og í­slendiga félaginu.

Áhyggjur þessa mánaðar eru:

A Próf
B hvernig á ég að geta bakað fyrir afmæli dóttur minnar
C Próf
D Hvenær á ég að kaupa jólagjafir og hvað á ég eiginlega að kaupa
E Próf
F Hvar á ég að halda afmælisveisluna (ekki get ég boðið 20 manns á 35 m2)
G Próf
H Hvernig á ég að hafa tí­ma til að gera allt alminilega sem ég er búin að taka að mér?

HÆTTA AÐ VÆLA!

Og komon ég er ekki eina manneskjan í heiminum í þessum aðstæðum og hana helvítis nú!