31. maí 2007

Ég er alveg öfugsnúin þessa daganna veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að stíga. Er að reyna að vera dugleg en það tekst ekki alveg því ég virðist vera endalaust þreytt. Nýtt fólk í vinnuni sem er alveg frábært og duglegt og tekur allt það erfiða eins og t.d. símsvörun. Það er ótrúlega ljúft að vera laus við að tala í símann endalaust. Ég er líka svo ánægð yfir því hvað þetta fólk er ótrúlega duglegt, skipulagt og jákvætt. Maður kemur með verkfni eða vandamál og það er leyst... ekkert ves. Nú er bara að demba sér í djúpulaugina og sitja í pallborði á morgun og svara spurningum um Umhverfismál... úffs

29. maí 2007



Oohh, mikið langar mig í sumarbústað með þessu fyndna fólki og öllum hinum líka...

25. maí 2007

Jam, það er of langt síðan ég hef skrifað og það hefur fullt gerst en ég er bara svo niður sokkin í vinnu að ég meika ekki að setjast niður við tölvuna á kvöldin. En nú á ég að vera löngu farin að sofa en er að gaufast og lesa blogg sem ég hef ekki lesið lengi. Mér líður vel í vinnunni og hef það gott með fjölskyldunni en ég sakna vina minna óskaplega mikið. Ég sinni þeim ekki nóg og ég veit það og nú verð ég að vera duglegari að hafa samband við fólk... Ég hlakka til að fá fókið mitt heim frá úglöndunum.
Mig langar í sumarbústað.

sof í haus

8. maí 2007


Við hjónin fórum á grímuball á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Ég elska grímuböll. Ég veit ekki hvort fólk fattar búningin en getið nú... Annars fórum við svo á leiksýningu á sunnudagskvöldið og sáum Mr. Skallagrímsson. Æðislegt leikrit ég mæli með því. En um nóttina vaknaði Mathilda alblóðug og þá hafði rifnað aðeins frá sárinu og við þurftum að gista á sjúkrahúsinu þá nóttina. Konan litla er eldhress í dag og heima með pabba sínum að reyna að hamast ekki. Það er pínu erfitt fyrir hana vegna þess að hún er að fá svo mikla orku núna og borðar og borðar. En að sjá barnið alblóðugt á sunnudagsnóttina er eitthvað sem ég kem til að gleyma seint eða aldrei úff...

3. maí 2007

Í gær hófst átakið hjólað í vinnuna og í dag er ég búin að labba 1,7 km og hjóla 14 km. Sko mig, ég verð að verða geðveikt dugleg því ég ætla að vera á bikiníi á Amargerstrand í sumar.