21. nóv. 2003

Jæja þá er komin helgi. Ég er að reyna að vera dugleg og þrífa en ég er að drepast úr leti og er að hugsa um að gera það bara á morgun .... sagði sá lati!

Mjög stressað fólk eru orkusugur!sllluuuuuuurp, ég hitti einn gaur í dag sem var gjörsamlega að snappa úr stressi. Ég beið bara eftir að hann segði " já og verið bless og ekkert stress og verið hress, ahahaha!" (bros og tankrems tennur "plink"). uff uff uff!

Metró kerfi Kaupmannahafnar er mesta djók í heimi! Hann virkar aldrei hann Metró! Ég er að verða geð biluð á þessu. Enda reyni ég að nota hann sem minnst. Ferð sem ætti að taka mig ca 6 mínotur tók mig 45 mín í dag! arrrg

Ég vona bar að íslendigar séu ekki með sömu ítalina í sínum stórkostlegu hálendis framkvæmdum!!!! Það værnu svolitð fyndið heheheh bananarepublik!

Best að kvart yfir eithverju meiru, hmmmm, jam oj, ég er að horfa á þátt sem heitir stjerne for en aften, og þar er gaur sem vann algjörlega að ganga á göflonum með að syngja Chris Isak lag í rokkaðri útgáfu, oj oj oj oj þvíligt virðinga leysi!

Okey, á morgun er nýr dagur og mamma er að koma til okkar og þá er allt gott !

20. nóv. 2003

Ég fór sko á fund i gær með Heiðrúnu og Ingibjörgu varðandi stuttmynd sem Heiðrún er að að gera. Við Ingibjörg og nokkrar aðrar eigum að leika finnskar söngkonur!!!

Í dag var langur og strangur dagur í skólanum ..... hjá okkur öllum. Ég var stanslaust í tímum frá 10 í morgun og til 17.15 og Christian var að bíða eftir karli nokkrum sem ætlaði að kenna honum að baka dúkkur fyrir stuttmyndina þeirra!!! Dúkkurnar eru semsagt gerðar úr leir sem þarf að baka! Nema hvað að han kom 2 mínotum eftir að leikskólanum var lokað að ná í Matthildi! Mér fannst það svolítið leiðinlegt að hún skyldi hafa verið svona lengi í leikskólanum.

Áðan var ég a þorrablóts fundi, djöfull duglegar stelpur sem eru með mér í henni! Eins gott að ég standi mig!

19. nóv. 2003

Eg er ad hamast vid ad reyna ad setja upp sjat at hja mer en thad bara tekst ekki, fokking hell! aaarg

18. nóv. 2003

Ég bara skil ekki hvað mér tekst stundum ad skrifa vitlaust. Var að vellta því fyrir mér hvort það færi í taugarnar á einhverjum? En mér til afsökunar nota ég 10 ára fjarveru frá heimalandi og "fáranlega lítið gert við" dislexía! hmmmm og hana nú. Annars þá látið þið mig bara hafa það óþvegið næst þegar ég kem inn sját átinu heheheh
Mánudagur í móki, þriðjudagur í þreitu...., miðvikudagur til mæðu..., fimmtudagur til fimni (yoga eða þess háttar) föstudagur til föstu (megrun fyrir helgi) laugardagur til langsþráðs letikasts sem endar í látlausri lllöööl drykju og látum!!! sunnudagur til suks, síðar nærbuxur, súrsaðar tær, soðinn haus og samræðu laus!

Semsagt í gær gat ég ekkert skrifað og í dag er ég bara þreytt!

Matthildur fékk í dag pláss á sama leikskóla og Þorbjörg. Mér líst mjög vel á þennan leikskóla. Vona að hún verði jafn auðveld í aðlögun á þessum stað eins og á rolfsgaarden. Nýji leikskólinn heitir Solstraalen.

16. nóv. 2003

Það var rosalega gaman í leikhúsi í gær og maturinn var frábær og ég er alveg búin í dag!!!

15. nóv. 2003

Ég er að fara í leikhús og út að borða ligga ligga lá, jibbi ja key og M er hja farmor og bedstefar og hún var svo ánægð og vinkaði bara bless bless mamma! Og við erum ein í kotinu aaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhh!!!

14. nóv. 2003

Blessuð sé ælupestin. Dagurinn fór í klósetferðir, sófasvefn og sjónvarpsgláp! Alveg fínnt svona einu sinni!

13. nóv. 2003

Úbbubub, bara kominn fimmtudagur og á morgun er föstudagur og svo kemur laugardagur og þá og þá .... hvað ............ förum við hjónin í leikhús að sjá Woyzeck, oooooog það verður svo gaman og svo förum við út að borða og Dimsen verður hjá ömmu sinni og við ætlum bara að hafa það rosalega gott.

Ég var í skólanum í dag frá klukkan 9 til 5 og mér fannst það miklu erfiðara að vera þar í svo marga tíma en það var að vera í vinnu í svona marga tíma. Ég er algjör aumingi stundum. hmmm.

Ég er að hugsa um að vinna í Lotto um helgina og kaupa mér hús í Humlebyen!
Hvernig lýst ykkur á það gott fólk???

11. nóv. 2003

Í dag fékk ég tvö fög metin! Og það þýðir að ég er þarf ekki að taka próf 22 des og þarf ekki að taka þriggja vikna kúrs í Janúar! Ég byrja semsagt aftur í skolanum 2. febrúar 2004 þ.e. þegar ég er búin að taka síðasta prófið 8 jan. 2004! Mjög gott mál finnst mér.

10. nóv. 2003

Hei vá, var að uppgötva að ég keypti vexti á laugardaginn! Geri aðrir betur!!!

Á-vextir .... hehhe

Vaska upp, eða eins og dóttir mín segir "Juuup"

9. nóv. 2003

Helgin var nú sammt bara ágæt eftir allt saman. Ég get nú verið voðaleg dramadrotning Þegar ég tek mig til!!! Á laugardaginn hitti ég gamla vinkonu sem var vön að hlýja mér á höndonum þegar mér var kalt. Það var þegar ég bjó á sunnubrautinni og við stöllur löbbuðum saman hönd í­ hönd í­ skólann. Ég skiptist á að halda með hægri eða vinnstri því­ henni var alltaf svo heitt.

Við Matthildur fórum svo í­ bæinn og keyptum inn vexti, brauð, Lotto og Politiken. Og svo fengum við okkur hádegiskaffi ­í rólegheitunum og höfðum það gott. Um kvöldið kom Páll nokkur Kristinnson og það var mmmmmmjöög gott. Christian var ofsa gláður.

Og í dag fóru feðgining í­ Pabba klúbb og ég naut þess að lesa Politiken og drekka kaffi i klukkutíma og svo kom Katrine og við lásum saman til klukkan fimm.

Nú er ég á fullu að tala við fólk útum allan heim í­ gengnum internetið. Magnað!

7. nóv. 2003

Halló,

Ég er geðveikt þreitt í dag, allt búið að vera erfit í dag allar vænntingar brugðust einhvernveginn með ýmsum hætti. Miðvikudagurinn var annars svo ansi fínn. fór eftir skóla að vinna fyrir Brother Louis og eftir það skrapp ég á Charlies bar með Dorthe til að hún gæti rasað út yfir louis. Ég skildi alveg hvernig henni líður en brotherinn er bara búin að setja mig í dýrlinga tölu og aumingja Dorthe þarf að taka allan skítinn. hmmmm
En allavegana á barnum hittum við tvo fyndna menn. Ég kom voða glöð heim og fór á kjallarpubbinn með nágranna frúnum! Mjög fínnt.

Á morgun kemur betri dagur!

4. nóv. 2003

Hei, Heiðrún, TILHAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
Vá allt of langt siðan að ég hef skrifað. Mikið, mikið búið að gerast. Bún að halda upp á þrítugs afmælið mitt og Christians. Það var rosa gaman. Fullt af fóki (51) og allt áfengi kláraðist!! Ég trúi því varla ennþá nema það að ég blandaði meiri hlutann af því sjálf. Svo vorum við með fólk í heimsókn, fimm Hollendinga svo tvær frænkur. Eina sem er búin að vera heimagangur í vetur og var að flytja heim a laugardaginn. Ég kem til að sakna hennar. Hun er viss hluti af mér .... stóratáin. Og svo var það Þórhildur frænka mín sem kom og ég var næstum búin að ætleiða hana! Bara hefði ég ekki verið móðir sjálf þá hefði ég miskunarlaust heimtað forræðið yfir henni! Ooofur kona!!!! Hlakka rosalega til að hlada áfram að kynnast henni og fylgjast með henni næstu árin!!! skemmtilegt. Takk fyrir lánið!!!!!

Svoooo tókst mér að komast í stjórn Islendigafélagsins i KbHöfn. Ooooog hef fengið þann virðulega titil að vera Skemmtanastjóri félagsins (o.k. mjög sniðugt hætiði að hlæja!!!!) En mér lýst bara vel á þetta þó að ég sé eftir sumum sem eru ekki lengur í stjórn en nýtt blóð alltaf gott!!!

Matthildur er allt of klár núna. Hún er að snúa upp á okkur með ýmsum brögðum og farin að uppgötva hvernig hún á að opna lokaðar hurðir og er endalaust að gera tilraunir til að klifra út úr rimlarúminu! Bíð bara eftir að hún skelli sér yfir einn daginn. Hún er lika byrjuð að tala skiljalegat mál á fullu og bakaði bollur í leiksólanum á föstudaginn. Ég fékk tár í augun mér fannst hún svo stór. mamma, tild baka bolla!!!! ooooooo

Christian er á fullu í skólanum og gengur bara vel held ég. Hann er allavaga alltaf krónískt þreittur! Eða er það kannski eðli hans? moske bare en bönne du ved!!!

jaso, go'aften!