24. júl. 2007

Ég er alein heima, það er svolítið skrítið að vera alein. Ég hef ekki verið ein í lengur en sólarhring heima hjá mér í 6 ár. Það er svolítið skrítið að hugsa út í það. Ég hef ljómandi gott af því og finnst það mjög spennó en mér leiðist pínu að fara ein að sofa í þögninni. Þá langar mig að kyssa mjúkar litlar fætur og sakna jafnvel hrotur eiginmannsins... eða næstum því sko...

17. júl. 2007

Úff þetta er búið að vera annasamt sumar... ég hlakka svo mikið til að fara í sumarfrí og restin af fjölskyldunni að það er eins og allt snúist um fríið sama hvað maður gerir.

Vinnan er búin að vera rosa törn en samt mjööög skemmtileg. Ég fýla það svo vel að vera með unglingum. Við héldum ráðstefnu fyrir 10. bekkinn í gær og í dag sem hepnaðiðst ljómandi vel. Auðvitað er ýmisslegt sem hefði mátt fara betur en á heildina litið er ég strolandi ánægð. T og Ö sem ég réði til þess að sjá um þetta eru frábært fólk. Ótrúlega metnaðarfull og pró og dugleg og allt. Ég er mjöög sátt með útkomuna. Ég vona að krakkarnir séu það líka þau eru náttúrulega aðala málið í þessu. Nú er ég að detta niður í nett spennufall og á eftir að vera frekar skrýtin næstu daga já og fjölskyldu laus að hugsa um eginn rass og enginn smá rass að hugsa um! Ætli mér takist það?

3. júl. 2007

Vá, hiti sviti og gott veður, hvað getur maður sagt... Gróðurhúaáhrif... veit ekki... bara gott fyrir mig og mína...

Við fórum í ferðalag umhelgina sem var ótrúlega gott og skemmtilegt. Fórum í sund alla dagana hugguðum okkur, sváfum í tjaldi, borðuðum pylsur og hammara bara eins og maður gerir í útilegum. Spiluðum rommý og allt. En ég hlakka enn mikið til að fara í sumarfrí og hitta allt fólkið mitt þar. Þrátt fyrir rigninguna þar... Það styttir upp í lok júlí í dk og þá verða allir fegnir að fá rigningu á landinu bláa. Nema þeir sem eru þá að fara í frí þangað eða að flytja heim. Ég hlakka samt svo mikið til að fá alla hingað og hitta alla þar.

Sumar og sól á Íslandinu.