31. ágú. 2004

Tengdapabbi!

Var ég búin að segja ykkur hvað Thomas tengdapabbi er mikill snillingur? Hann er það sko. Og núna sló hann öll met. Hann hringdi í Christian í skólan og spurði hvort hann gæti komið aðeins aftur til hans (við vorum þar í gærkvöldi, Christian var að gera við tölvuna fyrir hann). Christian spurði hvort tölvan væri komin i klessu aftur en hann neitaði því og sagðist bara hafa gleymt að láta hann fá svolítið. Nú Chr. brunaði eftir skóla og þá rétti pabbi hans honum geysla disk með eithverju prógrami sem þeir voru búnir að ræða um en svo sagði hann: "Svo er svolitið úti í bíl" og og og þar var nýtt sjónvarp! Tiiiil okkkar með nýju vídeói og meira að segj textv. Váaáaáaá hann er snillingur! Og svo sagði hann bara: "Tillykke med bryllubsdagen, hehehe hóst, hóst!!!" og brost breitt og krumpað!

Brúðkaupsafmæli!

Í dag eigum við hjónin þriggja ára brúðkaupsafmæli!!! Og það þýðir leðurbrúðkaup, aaarhhhhhrrrgg!
Sjónvarpið er enþá dáið, ég sæki enn um hinar ýmsustu vinnur, það er enn haust úti en það er útborgun í dag! Jiiiibbííííí!
Við ætlum út að borða og kanski bara í kvikmyndahús á morgun. Við ættum kanski að fara í leðri og sjá eithvað kínkí og borða ..... ja hvað borðar maður í leðri?? Svið? Veit ekki!

27. ágú. 2004

Satanabergele!

Sjónvarpið okkar dó í gærkvöldi. Ömurlegt!!! Og það versta er að það er föst video spóla frá bókasafninu inni í videotækinu sem er innbiyggt í sjónvarið! OOOg það var einmitt kvöldið í kvöld sem við hjónin ætluðum að sitja og hygga okkur í sófanum og horfa á eithvað og ekkert. ÖÖÖmurlegt! Og tala nú ekki um vegna ástands fjölskyldunnar, við vorum nefnilega á tónleikum í gær og Chr. fékk sér í stóru tánna og mér fannst hann eiga það meira en skilið vegna þess að hann var svo duuuuuuuglegur í skólanum! Og þá beilar imbinn á okkur! ÖÖÖÖöömurlegt.
Þetta voru snildar tónleikar í gær. Rosa sveitt og glöð og fór svo galvösk á Sommerfest í leiksskólanum hjá M! Og svo kom ég heim og skilaði unglingnum sem ég er búin að vera með í láni/læri/legi í tvær vikur. Vona að hún hafi skemmt sér!
Best að fara að lesa!!! ooohh men!

24. ágú. 2004

Haust?

Ég held að haustið sé að koma! Ég veit ekki alveg hvernig það mun leggjast í mig?? En ég hafði vonast til að fá svolítið Indian summer með hita og svita framm yfir lok ágúst. Núna fannst mér bara vera norðan Garri sem mætti mér á hjólinu í morgun!
Ég er búin að vera í fimm daga í vinnuni og er að fara í sjötta skiptið í dag. Ég er reyndar búin að fá svolitð ógeð af þessu nú þegar en ég reyni að þrauka. Ég verð bara að vera dugleg að leita af eithverju öðru.
Í dag kemur frændi minn og kærasta hans. Þau ætla í Tívolí og Hennes og Mauritz eða Helviti og Martröð eða höj og möj eða H og M eða Halldór og Matthildur (eins og hún dóttir mín benti mér á um daginn þá voru stafir hennar og Halldórs frænda hennar á plastpokanum!!) Svo ætla allir saman á tónleika!!! í Lades kælder 26/8 kl 22:00 free entrance! Allir að mæta!

19. ágú. 2004

Blogg!

Stundum þegar ég er úti að hjóla þá er ég búin að skálda briljant frasa og sögur til þess að setja inn á bloggið. Og svo þegar ég sest í stólinn þá er ég alveg tóm! Það er kanske ekki nóg og kúnstnerískt inni hjá mér, aaaviet ekki??? Allavega þá er ég að fara tala í síma í þrjá tíma eftir tvo tíma með sex mínúntna pásu á klukku tíma! Og fæ heilar 80 kr á tímann .... fyrir skatt. Það ætti að kvetja mig í að finna annað!
Annars þá er ég sko með þennan fína aupair for tiden. Ég er alveg hætt að vaska upp! Love it! Við erum að fá íslenska gesti frá sviþjóð sem við kinnstumst á Rokkhátíð, mjög skemmtilegt! Og í dag flytur Reynir bróðir minn og fjölskylda til Canada!! Hann kemur heim sem Bjarg og jarðvegs verkfræðingur íklæddur rauðum jakka, pokabuxum með kabojhatt??? Kanske! Gangi þeim rosa vel og hver veit nema ég bíími mig og mína fjölsk. til Canada síðarmeir ... innan tveggja ára!

18. ágú. 2004

Telefockingmarketing!

Nu skal jeg snakke norsk!
Ég er bara búin að ráða mig í vinnu! já sei sei, ég á að hringja til Noregs og spyrja norðmenn á milli 18 - 40 hvort þeir drekki og finnist gott að drekka baccardi breezer eða smirnof ice eða svona ávaxta bjór eða hvað þetta heitir á íslensku. Þetta er illa launað vondur vinnu tími og öruglega ekki skemmtilegt en fuck it maður verður að byrja einhversstaðar og afhverju ekki á þessu! Allt betra en skeina og skúra! hehehe

10. ágú. 2004

Sólstingur II!

Í dag fór ég í step puls, keypti kút hand M., videospólu handa Chr. og bók handa mér af því að ég kláraði Lisu í gær. Fór út í slólina og var allt of lengi fékk hausverk, nenni ekki að elda og er bara að leka niður!
Pabbi minn kemur á morgun og stoppar i tvo klukkutíma, við ætlum að hittast og fá okkur bjór á Kastrup. Hlakka til.
já og kanski fer ég bara til Íslands í október.

9. ágú. 2004

Sólstingur!

Í morgun ákvað ég að fara í sólbað úti í garði og lesa bók í stað þessa að kúldrast í svitakasti uppi í íbúð. Og það var bara ágætt, ég var að druslast inn núna eftir fimm tíma bakstur, eina bók og mikinn og góðan kjafta gang. Mér fannst þetta svo fyndið á tímabili þá sátum við öruglega 8 - 10 konur og láum eins og gyðjur í grasinu og drukkum kaffi og möluðum út í eitt. Allar svaka sætar sumar ólétta og það var eins og við gerðum aldrei neitt annað og að menn okkar væru hinar fullkomnu fyrirvinnur og börnin stiltust í heimi og það eina sem við hefðum áhyggjur af væri að mæta á réttum tíma í manikjúr, petikjúr og leikfimi og lesa slúðurblöð og brosa..... dásamlegt! En veruleikinn kemur með haustinu og minkandi hitastig en .... það eru sammt nokkrarvikur í það ..... lengi lifi draumaland!

8. ágú. 2004

Helgin.

Þetta er nú bara alveg búið að vera indælis helgi. Við erum með guðdóttir Chr. í heimsókn. Hún er yndisleg. Hún er að verða 10 og er svo dugleg. Við erum búin að gera ýmsustu hluti með henni um helgina. Grilla, fara í fjölskyldu veislu upp í sveit, á Íslandsbryggju og nú vorum við að koma inn af ströndinni. Stundum langar mig bara að eiga hana!! ehehe!
Ég held svei mér þá að ég sjé jafnvel að fá smá lit á kroppinn, það hefur nú varla gerst síðan ég fór til Mallorca hér um árið. Nú ætla allir í sturtu og svo ætlum við að setjast út í skuggan og fá okkur pizzu og bjór! Ekki leiðinlegt það!

5. ágú. 2004

Átak!

Um daginn keypti ég mér kort í líkamsrækt! (klappa,,,, takk takk) Og nú er ég sko búin að fara þrisvar í þessari viku í ræktina! þvílikt! En bumban er ekkert að minnka! Og ég bara ét og ét! Ég fæ svo svakalega matarlyst á þessu! hmmm. Það getur líka verið að ég sé óþolinmóð, vil helst sjá árangur morugninn eftir! En nú er ég búin að taka þá ákvörðun að stíga bara á viktina einu sinni í viku! Kanski verð ég svaka líkamsræktar pæja í oktober.... eða ekki! Allavega er ég alveg svakalega ánægð með þetta uppátæki mitt! Og það er nú fyrir öllu! Ekki satt?