24. ágú. 2004

Haust?

Ég held að haustið sé að koma! Ég veit ekki alveg hvernig það mun leggjast í mig?? En ég hafði vonast til að fá svolítið Indian summer með hita og svita framm yfir lok ágúst. Núna fannst mér bara vera norðan Garri sem mætti mér á hjólinu í morgun!
Ég er búin að vera í fimm daga í vinnuni og er að fara í sjötta skiptið í dag. Ég er reyndar búin að fá svolitð ógeð af þessu nú þegar en ég reyni að þrauka. Ég verð bara að vera dugleg að leita af eithverju öðru.
Í dag kemur frændi minn og kærasta hans. Þau ætla í Tívolí og Hennes og Mauritz eða Helviti og Martröð eða höj og möj eða H og M eða Halldór og Matthildur (eins og hún dóttir mín benti mér á um daginn þá voru stafir hennar og Halldórs frænda hennar á plastpokanum!!) Svo ætla allir saman á tónleika!!! í Lades kælder 26/8 kl 22:00 free entrance! Allir að mæta!

Engin ummæli: