28. feb. 2007




Hér er DdddRegina í glugganum sínum, Elvis og Eldorgel.

26. feb. 2007

Í dag er ég eins og upplásinn harðfiskur, ef það væri nú hægt. En ég er svo þurr allstaðar út af frosti og svo fengum við okkur shusi í gær og Miso súpu og aspassúpu í hádeginu og báðar þessar súpur voru svo saltar að ég vaknaði með sokkin augu og hef það á tilfinningunni að auka laga af húð hafi verið strekt á mig og allt að þorna upp og springa. Hendurnar á mér eru eins og sandpappír, varaþurkur, sprungur að myndast á hælum, öklar orðnir hvítir af þurk, sól.... sól hiti raki eitthvað, hjálp áður en ég rifna. Ég er að breytast í skrímsli. Aaaauuurrrghhhh.

Ég fór annars á stórskemmtilega tónleika á laugardagskvöldið. Hefði viljað vera fremst á þeim tónleikum. Við Adda fórum saman og fórum svo á straght frendly bar, það var skemmtilegt en ekkert spes músík, fyrir min smekk.

Þetta er hljómsveitin skemmtilega Dionysos

23. feb. 2007

Í gær sá ég svakalegt eldorgel á austurvelli með fjölskyldunni og fleiri íslingum og í dag er ég þreytt en afrekaði það að hlaupa um 3km í hádeginu, sko mig.

Nú er föstudagur og ég heyri sófann kalla á mig:"komdu og sestu á mig mjúka mær" segir hann.

21. feb. 2007





Upp er runnin öskudagur, ákaflega skýr og fagur, einn með poka ekki ragur.....
Fílabarnið og froskaálfaprinsessan.

16. feb. 2007

Ég hef voða lítið að segja þessa dagana, það rignir úti... úti er grátt... ég er inni og hér er þungt loft, eins gott að ég skuli vera að skella mér út á lífið og fá ferskt loft í sálartetrið og mála grámann rauðann. Skál fyrir því...

P.s. Hvað gefur maður í fertugsafmælisgjöf... Karlmanni sem við þekkjum lítið... Er það bara Wiskey flaskan sem kemur til greina? Er einhver með betri hugmynd?

12. feb. 2007

Jæja já Nú eru bara rúmlega tvær vikur eftir af febrúar, pæliði í því. Helgin er búin að vera óskaplega fín og við búin að hafa það svo gott. Fengum fólki í mat á föstudaginn og fórum í matarboð á laugardaginn í villuna í smáíbúðarhverfinu hjá úthverfavinunum... jhehehehe, en það vara svo ljómadi ljómadi huggulegt og mikið eiga þau nú huggulegt og flott hús, þau Erna og Óli. Hver veit nema allt far í gang á næstu dögum þannig að þeim fjölgi í 3, yndislegust.
Já en á föstudaginn fengum við jákvætt svar við því að leigja kjallarann aukalega og þá líka langtíma leigusamning. Skemmtilegt. Ég get ekki beðið. Sunnudagurinn fór bar út um þúfur. Ég gerð anskotan ekki neitt í gær. Var hund fúl og borðaði allan daginn og eingdist um af sjálfsvorkun og volæði. OJBRA. En ég lifiði það af og nú er komin ný vika með nýjum markmiðum. Gangi mér vel, afsakið.

7. feb. 2007

Oh, ég er alltaf að rífast við þetta nýja blogspot kerfi, það er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Núna tildæmis var ég að reyna að kommenta á síðuna hennar Ólu og kom bara alltíeinu hingað inn, dæmigert.

En fyrst ég er byrjuð, þá gengur lífið sinn vanagang. Ég er að gera verkefni fyrir Umhverfissvið núna ekki VSKR og það er svakalega spennandi og hlakka mikið til að takast á við það. Við hjónin höfum það ágætt nema að Chr. fékk tak í hálsinn og hefur verið hálf lamaður undanfarna daga og ég er ekki enn byrjuð að drullast til að hreyfa mig alminnilega, og þessa vikuna hef ég ekki gengið í vinnuna vegna þess að ég verð að hjálpa ástkærum eiginnmanninum að koma grísastelpunum í föt á morgnana. Urrrghhh og ég er búin að komast að því að ég er ótrúlegur snillingur að finna framm löglegar afsakanir á því að hreyfa mig helst ekki. Þetta er hreynt út sagt ótrúlegt. Ég hef þvílikan sannfæringarkraft að ég hefði ekki trúað því að ég hefði þessi áhrif á mig.... uuhhhe þarna sjáið þið! En ég er búin að komast að einu, sem viðurkennist hér með: ég er orðin spéhrædd! Í alvöru þetta hefur aldrei háð mér neitt sérstaklega en nú fæ ég kvíðakast yfir því að þurfa að striplast í leikfimi... eða er þetta enn ein afsökunin? veit ekki.

Grísastelpurnar eru orðnar af grísum að mínumati vegna þess að þær klæðast núorði nær eingöngu bleiku. Ég sjálf kaupi nær aldrei bleikt á þær hafa fengið ótrúlega mikið bleikt gefins og M. virðist vera að byrja að vilja taka sjálfstæðar ákvarðanir í fatavali. Þetta er svolítið skrýtið og allt í einu í gær kom M. með það að hún vildi ekki vera með Íþróttaálfsbuffið vegna þess að krakkarnir á leikskólanum voru að gera grín af henni og segja að stelpa geti ekki verið með Íþróttálfsbuff og hún ÆTTI að vera með Sollustirðubuff... Hell hell hell, er þetta byrjað núna? Fukk, ég sagði henni að krakkar ormarnir sem væru að segja svona vissu bara ekki betur því maður má ráða sjálfur hvaða buff maður er með. Með smá pretikun samþykkti hún þetta en hún virtist ekki sannfærð. R. er orðin það stór að henni finnst prump fyndið.. það er sko merki um þroska að mínu mati... hehe.

2. feb. 2007


Ég og vinur minn framsóknarmaddaman.

Nú eru alltí einu hlekkirnir við hér til hægri í ruglinu... Ohhh, mér leiðist svona. Ég nenni ekki að setja mig inn í svona lagað, hef held ég engann áhuga á því.

En það er föstudagur og ég er að fara í partý... jibbííí. Mér finnst mjög gaman að fara í partý þessa dagana.