16. feb. 2007

Ég hef voða lítið að segja þessa dagana, það rignir úti... úti er grátt... ég er inni og hér er þungt loft, eins gott að ég skuli vera að skella mér út á lífið og fá ferskt loft í sálartetrið og mála grámann rauðann. Skál fyrir því...

P.s. Hvað gefur maður í fertugsafmælisgjöf... Karlmanni sem við þekkjum lítið... Er það bara Wiskey flaskan sem kemur til greina? Er einhver með betri hugmynd?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðan geisladisk t.d Rokkland 2006 alveg meiriháttar diskur, góða bók t.d Sendiherrann e. Braga Ólafs, miða í leikhús,
kanntu að gera bolluvönd? Ég var að hugsa um að gera um helgina handa litlu börnunum-gamaldags með mörgum litum og ,,fluffy"

Frú Elgaard sagði...

Hmmm, já miða í leikhús er mjög töff. En ég kann ekki að gera bolluvönd. Get ég gefið bolluvönd í afmælisgjöf. Annars þá sé ég þig um helgina... M og R eru að fara í pössun og við komum á Skagen seinnipartinn á morgun.

Nafnlaus sagði...

ok. Þá geri ég bolluvendi handa þeim - ef mér tekst að útvega spýtur.
kv Ormur