26. okt. 2004

Kjötsvimi

Fimmtudagur: Rólegheit fjölskylda borðað lambalæri með íslenskum kryddjurtum.
Föstudagur: Sundferð, verlað taxfree borðaður hamborgari með beikon og frönskum rokk og ról.
Laugardagur: Farið í bæinn, farið og fengið sér súpu í Iðu, grandrokk og bjór, verslað súpukjöt, elduð kjötsúpa fyrir 20 manns, kjötsúpa borðuð og rokkað og rokkað og rokkað
Sunnudagur: Heilaleysi og borðað rauðvínslæri
Mánudagur: Áframhaldandi heilaleysi þó aðeins minna, farið í kaffi og svo í ræktina og svo í sund og borðað læri og horft á videó.

Niðurstaða: Kjötsvimi og grænmetissúpa í kvöldmatinn

20. okt. 2004

Ísland

Ókey bæ,
Farin heim heim heim til Íslands kalda bláa að njóta mín og éta og sofa og vinna og sukka og tala og synda og labba og keyra fult og hitta fólk og sofa.

Ástarkvedðja

Og passið hvort annað vel á meðan ég er í burtu

bl

18. okt. 2004

Skattavesen

Skattavesen er alveg það leiðinlegasta sem ég veit.

Barnaland

Nú er ég búinað gera það óútreyknanlega, búa til heimasíðu handa frumbu á barnaland.is (hvísl). Hef enga afsökun það bara gerðist. En allavega, þeim sem langar að kíkja á síðuna þá er sama aðgangsorð á síðunni hennar M og hjá Halldóri frænda hennar. Þið sem þekkið hann ekki verðið bara að senda mér póst og biðja um aðgang. muaahahaha. Mér finnst svo perralegt að veita opinn aðgang að síðunni .... þó ég stelist nú til að kíkja á ýmsar annarramanna síður, þá vil ég ekki að blá ókunnugir kíki á síðuna af mínu barni .... allavega ekki án leyfis. Og hana nú.

15. okt. 2004

Að hætti MÁC Elgaard

Iss piss og pelamá,
púðursykur og króna
þegar mér er mikið mál
þá pissa ég í skóna ;)

14. okt. 2004

90's?

Á mánudagin drifum við Diza dezz okkur í aerobik, það er nú ekki frásögu færandi nemahvað að eftir tíman vorum við að drífa okkur út og Díza í nýrri úlpu og við vorum að dáðst af henni. Ég sýndi henni mína úlpu ánægð, fékk hana frá mömmu og pabba í jólagjöf í fyrra, og þá sagði Díza: "Já, einmitt ég var að pæla í að kaupa svona svipaði úlpu, mér finnst hún mjög flott, hún er bara svolítið 90's!". 'Omægot, hugsaði ég, Það er komið 2004 og mér finnst ennþá vera 1990 og eithvað. Er ekkert búin að fatta það að það eru nú að verða fimm ár síðan og skyndilega fékk ég svona tilfinningu að ég væri nú kanski, jafnvel aðeins að eldast. Ég er alls ekkert í rusli heldur varð þetta bara alltí einu svona veruleika kikk! Ég var í 80's týskunni og 90's en ég held að svona megnið af Millenium týskunni hafi farið framhjá mér! Allavegana þá Finnst mér hlutir sem ég keypti eftir útskriftina mína 1999 enþá voða fínir og sumar flíkur eru jafnvel enn spari! hmmmm.

Annað dílemma sem ég er í núna er að ég er komin með vinnu og þarf að mæta á fundi. Ég á bara ekkert svona buissniss dress til þess að mæta í. Sumir eru með hvassa frammkomu yfirlyt og þurfa ekkert að klæða sig neitt sérstaklega. Ég afturámóti líkist oft bangsabestaskinn með bros á vör og ég hef það oft á tilfinningunni að fólk sé að bíða eftir því að ég spyrji hvort það vilji sykur og mjólk í kaffið. Ég á nú reyndar einhverja larfa frá tíma Belgiska sendiráðsins en, ég var að uppgötva að sá klæðnaður er sennilega einstaklega 90's, og þá halda allir að ég hafi fengið fötin lánuð hjá stóru systur minni (en ég á enga stóra systir), frænku eða jafnvel hjá móðir minni. Þessvegna er ég nú búin að ákveða það að eftir fyrstu útborgun verður fjárfest í hvössu dressi og skóm og jafnvel farið í klippingu og svo skulum við nú bara sjá hver býður hverjum kaffi muhmuhahahaahaahaa!

13. okt. 2004

Draumfarir.

Í nótt hitti ég Ingþór og Kidda skólafélaga mína úr barana skóla. Við hittumst öll í Traðarbakka, þeir spjölluðu og gerðu af gamni sínu og voru eld hressir. Ég held meira að segja að við höfum verið að ræða um fótboltann. En í búðinni þar verlaði ég kökubotn og berneisósu. Svo fór ég heim til mömmu en var búinað týna Chr og M og gat ekki kallað á þau og vaknaði upp með advælum!

11. okt. 2004

Ísland og engin "beyla"

Ég er farin að hlakka til að fara til Íslands. Við förum til Rvk. og gerum eithvað sniðugt þar, eins og að fara á Grand Rokk og sjá tónleika. Heimsækja gott og skemmtilegt fólk. Vera heima hjá mömmu og fá fisk og drekka kaffi hjá ömmu, þar getur maður borðað maregns og rækjusalat i lange baner. Fara í heitapottinn í sundlauginni, labba langasandinn, borða snúð og kókómjólk, fara rúnntinn, fara í Nínu, heilsa upp á Einars Búð, keyra jeppa, tala bara íslensku, borða bland í poka, læri af grillinu, fara í sturtu í hálftíma, lesa moggan/Fréttablaðið á meðan maður gæðir sér á seríosi, borða flatköku með hangikjöti og bara allt.

M ákvað í gær að hún væri hætt með bleyju. Hún öskraði á pabba sinn í gær og sagðist vera hætt að nota "beylu". Þetta gekk allt mjög vel allan dagin þangað til hún fór í heimsókn og kúkaði á sig þar. Við ákváðum sammt að setja ekki á hana neitt og fengum bara lánaðar rosa flottar súpermann nærbuxur og hun svaf bleyjulaus í nótt og það gekk vel. Og nú er Chr. að sækja hana og ég hlakka til að sjá hvort hún er enn í sömu buxonum og hún fór í.

9. okt. 2004

UMF-HIKA auglýsir

Jónshús auglýsir,
Kökur, kaffi og brauð á morgun frá kl. 14:00 til 17:00.
Allir að mæta. Pönnukökur, súkkulaðikaka, gulrótarkaka, maregnskaka að hætti Bryndísar ofl. Komið og njótið. Sanngjarnt verð.

kveðja

UMF-HIKA


8. okt. 2004

Veikindi

Æla, ræpa, hiti og beinverkir x 2 og einn svaka hress krakki. Hjálp! Við sem ætluðum að vera menningarleg á menningarnótt.

7. okt. 2004

Vömb.

Andleysi ......... nú er ég að vinna og hef ekkert að segja. Það gerist ekkert sniðugt þegar maður hangir við tölvuna allan daginn. hmmmm. Ég er að fara út að borða í þvottarhúsi í kvöld. Það verður sniðugt. M er snillingur þessa daganna. Chr er bara þó nokkuð sætur, en ég ætti kanski að senda hann í strekkingu og láta lita gráu hárin. Það versta af þessu er að hann er komin með pínulitla bumbu sem hann er svoooo stoltur af. Honum finnst bara cool að vera með bumbu og segist vera að safna. Jams, hann er ágætur.

6. okt. 2004

Sólbjörg vinkona M er komin með skarlatsótt (er það skrifað svona?) Hún er heima núna með bullandi hita og M var í pössun þar á laugardaginn!! oooohhh! Ég vona að hún sleppi! sjitt. Annars þá ætla ég nú bara að bregða mér í leikhús kl. 13:00. Passar alveg inní stíl kaupsýslukvendisins og Ferraríins! heheheh Ég er reyndar ekki enn orðin kapitalisti, vanntar sko peningin til þess. Kemur kanske seinna.

5. okt. 2004

Tíminn líður hratt á ger.......! Við hjónin erum frekar fyndin núna. Komin með þrjár tölvur og erum alveg jafn monntin og upptekin af gripunum, hann af eplinu og ég af ferrarínum. Annars líuður dagurinn voða hratt þegar maður er farinn að vina svona.

3. okt. 2004

Annar í afmæli.

Búin að halda afmæli fyrir fjölskydluna. Það var ágætt. Át yfir mig. Vá hvað Ferraríinn er flottur.

2. okt. 2004

Heima vinnandi kaupsýslukona!

Jæja, þá er ég orðin kaupsýslukona, á nýjan gulann ferrarí, skrifstofu í vestergade og nú er bara að safna í dragt og setja hnút í hárið. Annars er ég ofur heimilis leg í dag búin að baka eina skúffuköku, tvö brauð, kanilsnúða og maregns. Og það skemmtilega er að ég þarf ekki að fara á kommúnuna á mánudaginn en leiðinlega er að ég þarf að andskotast í skattavesinið í staðin! Lengi lifi búrakratía!

1. okt. 2004

Í dag fékk ég loks eitt svar af nokkurm hvað varðar atvinnu umsókn. Það voru 59 sem sóttu um og 9 teknir í samtal og því miður ert þú ekki ein af þeim. Gangi þér vel í frammtíðinni! Prump, fífl, vita ekki hverju þau eru að missa af, asnar aumingjar!!!!!! Fæ bara miklu flottari vinnu einhverstaðar annarstaðar! Pissssss!

Best að vera aðeins hressastelpan í dag. Fór í leikfimi ... 1- 0! Gott hjá mér. Skráði mig í tíma í fyrramálið, þannig að ég hef enga afsökun .... 2 - 0, Mjög gott hjá mér. Er að fara á eftirmiddags fund með B og drekka bjór ...... 3 - 0! ahahaaha ég vann! yeaaa!

Gleðilega helgi
lifið heil,
Frúin!