18. mar. 2005

Skrapp á Skipaskaga.

Skjáumst.
Ég er búin að rífast við bloggerinn í tvo dag. Þetta er nú meira. Í gær var ég búin að skrifa eithvað voða fínnt og gáfað en það vildi ekki vistast. Og nú var ég að skrölta heim eftir gott kvöld með saumaklúbbnum.

Ég þjáist af ferðakvíða sem lýsir sér í geðveikum pirringi. Mig langar að öskra geðveikt hátt í klukkutíma. En ég held ég fara bara að sofa í staðin.

Á morgun fer ég til landsinsblá með flyvemaskinunni.

16. mar. 2005

Ég hef bara aldrei fengið 10 í skóla. Ég hef bara fengið 9 komma eithvað og er það hæsta sem ég hef fengið. En í dag fékk ég bara tvær 11 hahahahaha en fydið ég fékk líka eina 8 og eina 10 mjög monntið.

Aníveis. Fór í leikhús í kvöld og á morgun kemur M með í skólann mínn. Það verður lífsreinsla fyrir okkur báðar. Skemmtilegt. Best að fara að sofa í haus.

13. mar. 2005

Páska skraut, sækó páskahéri, blása egg, mála egg, leika, föndra og endað á Bamse. Þetta var svaka fínn dagur. En úti er snjór.

12. mar. 2005

Í gær fékk M frí í leikskólanum. Við vöknuðum seint og dunduðum okkur frammeftir morgni við mæðgur og svo skreið Chr á fætur rétt fyrir hádeigi því hann var í vaktarvinnu fram á nótt. Svo fóru the Elgaard´s í sund. Ó hvða mér þótti gaman. Þetta var nú bara alveg ótrúlega hressandi og ekkert kalt. Ég nefnilega hata kaldar sundlaugar og sitja og skjálfa úr kulda í sundi er bara það versta sem ég veit. En DGI byen er nú bara fín. Það er sko als ekkert kalt bara fínt. Og M var í essinu sínu og við hjónin fengum strax móral yfir að vera ekki löngu búin að fara með barnið í þessa laug. En þó er eitt frekar slæmt við þessa sundlaug og það er að samanlagt verð fyrir fjölskyldu er 111 DKk.... 111meðferð á börnum. Og þykir mér það helv... mikið skal ég segja ykkur. En svo var farið í afmæli til hans Úlfars. Þetta var rosa veisla, á við meðal fermingarveislu með Chiliconcarne og kjúklingarétt heima bökuðu brauði, bjór, vodka, kaptein og svo Diet kók og vatn fyrir ófrískur. Ég tjúttaði framm á nótt og skröllti eiginmaðurinn heim eithvað seinna... Mér skilst að hin vikulega söngæfing í músikrúmet hafi gengið ágætlega en enn hefur ekki frést hversu lengi sú æfing varði eða hvort hún standi jafnvel enn yfir?????
Í morgun töltum við mæðgur út í búð og keyptum dýrindis hænsn í kvöldmatin og svo komum við heim og steiktum pönnukökur egg og beikon með öööööllu tilheyrandi! ó hvað það var nú gómsætt.

10. mar. 2005

Í gær fattaði ég að ég er næstum komin í páskafrí. vííííí, ég sko skilaði verkefninu inn í gær og það er frí í dag og á morgun er kennarinn á Jótlandi og semsagt frí og svo á ég að fara í skólan aftur á þriðjudaginn, þá verður farið yfir verkefnið og gefin einkun og svo er loka hóf á fimmtudaginn! Þetta lýður allt of hratt. Og ég er ekkert að fatta. Nú er ég semsagt í fríi og eignmaðurinn var að detta inn um dyrnar með fangið fullt af góðgæti úr bakaríinu og nú ætla ég bara að njóta. Á morgun förum við í fjölskylduferði í DGI byen, fyrir þá sem ekki þekka til þá er það inni sundlaug.

8. mar. 2005

Mig langar rosalega í eldhúsglugga þegar er svona gott veður. EInhvarntíman eignast ég eldhúsglugga. I eldhúsglugganum mínum ætla ég að hafa graslauk og á vorin á að vera pláss fyrir snæklukkur. Það er ekki pláss fyrir snæklukkur í J 703. Ohhh.
Ég sit í skólanum og fattaði að það er hægt að skipta um tastatúr á mjög einfaldan máta á Macanum. Ég er sveimér þá að verða maca unnandi.

Ég er alveg að verða búin mð verkefnið sem ég er að vinna í skólanum það gengur bara ágætlega. Ég er sammt eithvað voðlega kærulaus og er allt og löt. Sit föst með einhverja hugmynd og hagga mér ekki frá henni. Þrjósk.

5. mar. 2005

Í dag er þrifið og skrúbbað og tekið til. Svo verður lært og lært og lært eins og maður getur og loks verður eldaður biksemad fyrir tvo með rauðbiðum og spæleggi. Ef vel gengur verðu jafnvel skroppið á færeysk íslenska postrokkkántrí tónleika í næsta húsi.

Frumba fór til Sólbjargar vinkonu sinnar í dag. Hún var svo glöð og ánægð að hún hoppaði um í allan morgun. Vildi svo bara helst leggja af stað sjálf. Hún var tilbúin með pakka og klæddi sig sjálf í útifötin og gekk um og kallaði: "Hvar er lykillinn minn, oooohhh ég finnn hann ekki ég er að drífa mig, hvar er lykillinn?". Ég skildi ekki alveg hvað hún var að tala um eini lykilinn sem hún á er gamall hjólallykill sem hún þykist læsa þríhjólinu sínu með stundum. EN hún var ekkert að fara á þríhjólinu og neitaði að taka við hjólalyklinum! Þá rann upp fyrir mér að barnið var að herma efitir MÉR! Ég get nefnilega aldrei munað hvar ég legg húslykilinn frá mér og geng kallandi um alla íbúðina í stress kasti á leið út úr dyrunum og finn ekki lykilinn og tuða "hvaar er lykilinn, hefur einhver síð lykilinn minn!" OMG, þar kom að því. :S

3. mar. 2005

Í dag er ég með kúnstneríska meinloku. Ég var búin að ákveða ákveðið lúk á verkefninu mínu en af því að veðurguðirnir hafa verið með eithvað flipp þá er grámyglan horfin af Hombladsgadekvarterinu. Í staðin er allt skjannahvítt og fallegt og minnir meira á vetur í Oslo en Köben. En eins og grannkona mín bennti réttilega á þá er fátt jafn óaðlaðandi eins og hundaskítur í snjó ..... en það gefur bara ekki rétta mynd af svæðinu oooooooo hvar ertu mín grámygla og rigningar bleita og hvert fóru allir rónarnir með hundana og hvar eru allir þessi hundar sem ég er ALLTAF að rekast á, nema núna, þegar ég þarf á því að halda. Oooooh lát nú andan koma yfir mig, svo þetta fari ekki allt í hundana. aaaaaaaaaaaaaaaaaammmmmmmhhhrphhhffff

Dagurinn í dag er búinn að vera svona "einn af þessum dögum" þar sem við vöknum snemma en allt fer úrskeiðis þannig að við komum of seint. Fara tvisvar upp aftur til að ná í sima ogsvo vetlinga, sjálfsalinn á metró vill ekki taka kortið þannig að það tekur 10 mínútur að kaupa klippekort en ekki eina og hálfa, Skanner nr. 1 ónítur þegar ég ætlaði að fara að nota hann, tölvutengingin í skanner til vinstri virkar ekki en skannerinn hægra meginn virkaði. Tókst að skanna inn kortið en reifst við Photoshop og gat ekki klárað það sem mig langaði að klára og svo fraus lásinn minn þannig að ég kom of seinnt í fyrsta tíman hjá ljósmóður! ooooh.

En þetta er ekkert drama fall er fararheill. Ég er að fara í foreldraviðtal erftir smástund og svo að borða góðan mat hjá Heiðrúnu svo á galapremiere og það er sól úti og hana nú!

2. mar. 2005

SL sendi mér 4 ófrísku buxur í gær! þvílíkur draumur. Bara alveg á réttum tíma. Nú ætla ég út að taka myndir í snjó af hundaskít.