23. mar. 2007

22. mar. 2007



Veit einhver um einhvern sem ætlar að flytja til Íslands í sumar og ætlar að taka með sér 1 stk. gám? Þá væri ég nefnilaga alveg svakalega til í að fá að stinga eins og einum eða tveimur hjólum með. Mig langar svo að eiga fallegt hjól. Ég viðurkenni hér með að ég er meirháttar sökker fyrir fallegum hjólum. Eflaust eru margir sem þykja minn smekkur minna fagur en ég elska ömmuhjólin og þrái eitt slíkt af öllu hjarta. Og ég hef ákveðið að ef mér tekst ætlunarverkið þá ætla ég að launa mér með einu slíku. En mig vantar að flytja það heim. Það væri ágætt ef fólk vissi af fari að ég fengi að pota einu til tveimur hjólum með í gegn vægu gjaldi.

21. mar. 2007




Framtíðarlandið, kvitta takk...

Í dag eru Vorjafndægur... Kannski maður fari að safna D-vítamíni á næstunni ekki veitir af eftir myrkan veturinn.

20. mar. 2007

Orð dagsins er: lumbra ég veit um a.m.k. fjórar merkingar þessa orðs.

19. mar. 2007

Fyrir ári var ég ný byrjuð í vinnunni, fyrir ári var ég ný flutt á Suðurgötuna. Tíminn líður óskaplega hratt. Helgin var mjög skemmtileg. Á föstudaginn var ég bingóstjóri og fór svo á ball á Nasa þar sem ég var mjög í yngri kantinum. Mér fannst eins og ég hefði svindlað mér inn á ball án þess að vera með aldur en óskaplega skemmtilegt. Á laugardaginn var ég barnapía fyrir bróður minn og gisti mágkona mín elskuleg líka. Hún fór nú bara heim með flensu... helv... pestarbæli er þetta hjá okkur. Best að fara að huga að vorhreingerningu í þessu greni.

En nú allt í einu eru helgarnar farnar að fyllast og komandi helgar fara í 5 fermingar, 2 árshátíðir, 1 ferðalag, amk. 3 matarboð, 1 leiksýning + út að borða í Borgarnesi og svo 1 grímuball og þá er kominn miður maí....

Ég er farin að hlakka til sumarfrísins í ágúst.

16. mar. 2007


Svona getur maður farið í göngurúnt...

14. mar. 2007


Þetta og + 30°c þá væri landið bláa bara paradís held ég hmmm. Núna er slidda, rigning, hagl, sól og pínu vindur. Gerist ekki betur...

13. mar. 2007

Jii, ég er eitthvað svo blúsuð og blá undanfarið. Ég þoli ekki sumar vikur virka eins og brjálaður tilfinningarússíbani. Í síðustu viku var ég í skýjunum einn daginn vegna þess að ég náði ótrúlegum persónulegum sigri. Næsta dag var ég sleginn niður sem kjaftshögg vegna trúnaðarbrests. Nú er ég komin á flötu línuna en á erfitt með að halda jafnvæginu. Ekki að ég vilji vera endalaust á flötu línuni það er bara þægilegt að hlutinr komi ekki alltaf í pörum eða búnkum eða tveir fyrir einn. Ég er kanski bara svona einföld = eitt í einu týpan... úff hvað það er takmarkað. Best að taka sig á í fjölbreytninni. Fæ mér Kaffi vatn og te næst.

7. mar. 2007


Jiii, ég er svo löt etihvað undanfarið. Ég nenni ekki neinu, kem engu í gang einhvernvegin. Í janúar labbaði ég í vinuna á hverjum degi í byrjun febrúar byrjaði ég að skokka í hádeginu og núna hrúgast afsakanir upp sem leiðir af sér óheflað samviskubit sem svo leiðir af sér ligegladhed og spiseri... Ég er of mörgum kílóum yfir kjörþingd og hef reynt að gera eithvað í málunum í heilt ár. Það eina sem ég hef uppskorið eru 7 kg yfir því sem ég náði af mér á fysrtu mánuðum eftir fæðingu dregans. Þetta er svo andlega erfitt fyrir mig að ég hefði ekki trúað þessu. Ég get ekki tekið mig saman í andlitinu sama hvað ég reyni. Ég stend aldrei við þær áætlanir sem ég set mér þó þær séu einfaldar og auðveldar í famkvæmd. Og með því að setja þetta út á alnetið er ég að reyna enn eina aðferðina í að taka mig saman í andlitunu og andskotast til að gera eithvað í hlutunum með því að játa sindir mínar. Ég held að ég sé alltaf að bíða eftir björgun einhvers annars eða bara skyndilausnini en ég veit alveg að það virkar ekki. Ég veit um allt og það eina sem þarf er hugafarsbreytingin, en afhverju er hún svona óskaplega erfið? Það er fullt af öðrum hlutm sem ég geri prinsipsins vegna. t.d. flokka ég núna flest allt rusl þ.e. plast, ál og járn, blöð og pappa og fernur og gler. Og við förum með þetta allt samviskusamlega í sorpu. Ég hjóla mikið, ég passa að nota bílinn eins lítið og ég get keyri ekki um á nagladekkjum. Er grænmetisæta orðin aftur eftir 8 ára pásu, borða fisk 2 - 3 í viku. Heldu úti bloggsíðu. Þannig að sérviksan og prinsipin eru sko alveg heill hellingur en það að stunda reglulega líkamsrækt virðist algjörlega vera ógjörningur. Og hvað er það? For helvede...

Annars vil ég biðja um mínútuþögn til minningar um UNGDOMSHÚSIÐ... takk fyrir

6. mar. 2007

Sólveig og Heimir eru bjargvættar dagsins í dag. Þau tóku hitapokann í fóstur reyndar var hún hitalaust þegar ég skilaði henni á Hringbrautina í morgun. Að vísu er það Sólveig sem er bjargvætturinn því heimilisfaðirinn á Hringbrautinni rann saman við hvíta náttsloppinn í gær vegna flensu og er enn ófundinn. Við bíðum eftir að hann taki lit á ný. Ég passa mig á að taka hann ekki með heim í misgripum á eftir.

Dönsku tengdó fóru heim í flugi í morgun og tóku flensuna með sér, eins gott að þau tóku hana þá alveg með sér þannig að restin af fjölskyldunni sleppi.

Orð dagsins er: Starfsmannaráðning

5. mar. 2007

Á föstudaginn kom Frú Elgaard eldri og Herra Zacho í heimsókn. Það var voða gaman að sjá þau. Þau komu með ýmsar gersemar frá flatalandinu. Ég held að tengdó hafi nánast sett met í smygli og lék aldeilis á spæjipylsulögguna í Leifsstöð. Þó grunar mig að hún geri það algjörlega ómeðvitað og þessvegna held ég hún hafi sloppið í gegn með herlegheitin.

Við erum búin að borða yfir okkur af dýrindis mat og drykk. Við höfum lítið annað gert en huggað okkur paa dansk. M hefur tekið rosalegum framförum í dönskunni á þessum stutta tíma og R sjarmeraði farmor og bedstefar upp úr skónum á met tíma. En litla krílið fékk svakalegan hita í gær og er bara búin að vera hundslöpp, þetta er 6. mánuðrinn í röð sem veikindi eru í fjölskyldunni. Ég er gjörsamlega að klikkast yfir þessu. Ömurlegt að vera í þeirri aðstöðu að manni líði illa yfir því að vera með barnið sitt heima í veikindafríi og líði svo illa yfir því að vera í vinnunni og vitandi af barninu veiku heima. En hún er nú í mjög góðum málum núna. Eðal dekur á dösnku með lækni og hjúkrunarfræðing til að stjórna. Það gæti nú ekki verið heppilegra. Morgundagruinn verður hinsvegar þrætumál kvöldsins. Hver verður heim á morgun?

Fullt af fólki lét vita af sér og kvittaði í commentakerfið hjá mér. Það þótti mér mjög vænt um. Takk fyrir það.

1. mar. 2007




Hér höfum við feðginin elsti og yngsti Elgaard, og svo er það baunasúpan á vetrar hátið...

En hérna einu sinni var ég oft með smá komment, vinalegt hjal á commentakerfinu frá vinum og vandaönnum... hvar eru allir? Ég fæ paranoju og held að fólkið mitt sé búið að yfirgefa mig. Ég ætti svo sem ekki að kvarta, sjálf er ég allt of löt við að kvitta fyrir mig á síðum annarra. Eins og ég hef nú gaman af að fylgjast með öllu þessu fólki. Best að bæta mig fyrst og sjá svo hvað gerist. Mottó dagsins er: Fyrst að líta í eigin barm áður en maður fer að tuða...