23. mar. 2004

Nú, þetta blogg mitt gengur afar hægt þessa daganna. Í dag var ég sammt rosalega dugleg. Ég breytti heilan helling og rysugaði og gerði fínt.

Á morgun ætla ég að fara niður í bæ og hitta hann Barða. Það verður nú bara huggulegt.

M er rosa dugleg í leikskólanum. Er alveg komin inn í allt og er bara alltaf sæturst.

Chr. sefur enn en er byrjaður að vakna til lífsins öðruhvoru. Það er líka bara gott. Kannski er hann bara svona maður sem leggst í dvala yfir veturinn. Springur svo bara út á sumrin.

15. mar. 2004

Í dag fór ég í leikhús með H.Ó. Það var mjög gaman að fara í leikhús en leikritið sjálft var heldur .... klént!! Ég sat með frosið bros allan tíman og vissi ekki alveg hvað var í gangi. En kanski slær þetta leikrit í gegn? Maður veit aldrei.

Helgin var rosa góð, við fórum í sumarbústað og gerðum ekkert annað en að borða sofa og leika með lestina og drekka smá rauðvín. Bara eftir bókini! Guðdómlegt!

3. mar. 2004

Blessuð sólin læknar allt! Mikið er þetta búinn að vera bara ágætis dagur. Tengdó kom og kjaftaði við mig i 2 tíma og þvottahúsið var ekket skerý þrátt fyrir 7 vélar og A faðmaði mig í hálftíma á meðan ég var að passa hann ... hann var reyndar veikur en sammt alveg ydislegt! Maðurinn eldaði, húsið hreint og ég skilaði af mér skýrslu! Afrakstur til fyrirmyndar! Morgundagurinn veruður vonandi enn betri!

já á morgun er ég boðin í veislu í Jónshús og Davíð Drjóli verður þar líka! Ég verð nú bara að mæta til þess að bera hann augum í fyrstaskipti, svona læv ... að ég man. Svo verður þarna margt annað gott fólk sem mér þykir vænt um. Það væri nú gaman að hitta þau öll.

Og svo tromp fimmtudagsins er að saumó kerlurnar eru að fara að hittast. Það er nú ekki leiðinlegt í þeim samkvæmum! Mikið talað drukkið og malað. Hjólað verður á Sólbakken í samferð tveggja vinkvenna af lorteöen. Djös þetta verður gaman.

Og svo förstudagurinn ber með sér læknisför!...geymför föruneyti föreyjar förken heheheh

1. mar. 2004

Ekki skemmtilegur dagur, svaf of lengi, gerði ekki neitt og tengdó kom 5 dögum of snemma! Maðurinn minn var eithvað að rugla með að þau ættu að koma á föstudaginn. Komu semsagt heim í gær og við ekki búin að ganga frá neinu. Honum fannst þetta drep fyndið og ég er alveg miður mín. Svona getum við nú verið mismunadi öll sömul!