30. nóv. 2004

Sending að ofan.

Engill að ofan hringdi og bauð okkur ælunum lítinn imbakassa að láni þangað til að við fáum nýja kassan tilbak. Takk takk takk takk takk RD og Ú og Ú!
Annars er ælan búin og búið að þvo allt. hehehe Náði að nýta þvottakortið eins vel og unnt var.
Á morgun kemur desember.

29. nóv. 2004

ÆLA

Ælan mætti kl 2.30 J 703, fyrst M, ældi á mig og í rúmið og svo út um allt gólf. Og svo bara aftur og aftur og aftur. Svo fór ég að æla en Chr. er bara þreittur.
Nú sofa allir og ég hef ekkert sjónvarp! ooohhh

25. nóv. 2004

Þyngdarstuðull minn er 23.738662131519277 sem þýðir að ég er í kjörþyngd. hmmmm merkilegt.

Einn af þessum dögum.

Sjónvarpið nyja fína er farið í viðgerð, skartstykkið virkaði ekki, jólaljósaserían sprakk, lopinn er búinn og ég er með ljótuna. Ohhhhhh

24. nóv. 2004

Minnisleysi

Ég held að mitt skamtímaminni sé týnt með perlunum mínum. Og það versta er að ég held að ég hafi hennt þeim. Það er hægt að fjárfesta í nýju glingri en það er verra þetta með minnið!

Í dag fór ég i "stram op" aerobik, og borðaði holt, drakk kaffi og svo er ég að vinna eins og vitleysingur. En gleymdi að hringja í tvo og einn í gær og ég man ekki meir.

23. nóv. 2004

Als ekki neitt.

Ég var að komast að því að dóttir okkar er búin að naga míkrafóninn á mínidiskinum okkar í tætlur! ohhhh. Ég er að prjóna núna eins og mófó og það gengur bara ágætlega. Tölvan mín er ennþá frekar treg og ég hef ekkert að segja.
prrrrrffffffffffffffffrr
Segi þá bara aðeins meira frá föstudagskvöldinu, það var svo furðuleg stemmning. Mér fannst svona hæper stemnig eins og er oft á Íslandi oft. Fólk var alveg á útopnum sem lýsti sér í annaðhvort tómri gleði og fíflalátum eða ótrúúúlegum arogansa! Hmmm ég veit ekki alveg hvar ég var vona að ég hafi verið konan í gleðinni, allavegana leið mér þannig, ég var hálfpartin með krampa í brosvöðvunum. hehehe. Kannski var þetta bara íslenska brennivínið. æ ég veit ekkiprrrrffff.

hei Sæja tilhamingju með afmælið gamle tös!

22. nóv. 2004

Rokk helgi from Hel!

Þessi helgi er búin að vera furðuleg. Tónleikarnir með Nick Cave voru æði. Hann er rosa sætur allavegana fjarskafallegur. Svo var ansi skemmtilegir tónleikar með hljómsveit sem heitir Trabant og svo var sko diskó. Og það var dansað og það var fullt af fólki frá Íslandi og það var bara rosa stuð og fólk var alveg á útopnun. Mér tókst að vera rosa glöð rosa hamingjusöm rosa hissa og rosa reið og rosa þreitt og svo rosa kalt á leiðinni heim. Og svo daginn eftir fór ég í Jónshús að selja inniskó. Það tókst bara vel og ég verð að framleiða fullt í viðbót vegnaþess að mér var boðið að vera með á basar 11 og 12 des. Oooog eftir markaðinn plataði Adda mig út á pöbb í smá spjall og svo þegar ég kom loks heim þá var Flóki kominn í pössun og Heiðrún hringdi og spurði hvort ég kæmi að drekka rauvín. Ég var hálf mygluð frá deginum áður og var því ekki alveg vissum hvort ég nennti með út að dansa. En jú ef það er skemmtun í boði þá er víst ekki erfit að sannfæra frúnna um að það væri ágætt að fara út og fá sér einn sving. Við fórum á einn helsta kjötmarkað Kaupmannahafnar og dönsuðum og drukkum og létum eins og vitleysingar. Það gerðist líka ýmislegt skondið. Ein datt af barstól, spjall við kaupmannhafnar löggur, reyndum að fá nokkra skota til að sýna okkur undir pilsið og svo týndist pels sem svo fannst og svo var farið á morgun bar og þar var spjallað og þar fékk ég knús af trölli og svo fórum við heim. Og morguninn eftir vaknaði ég ekki. Og er samviskan enn að naga mig gagnvart manninum mínum. En nú ætla ég bara að prjóna og prjóna þangað til 11 des.

17. nóv. 2004

kaffi.

Ohh, ég er enn að reyna að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í gær ákvað ég að fara í nýjan skóla. hmmm, ég á eftir að vera í skóla alltaf.
Ég er líka í rosalegri inniskóaframleiðslu núna. Það er hreynt ótrúlegt hversu vel það gengur. muhhaha. Ég er búin að prjóna 13 pör og ætla ég að selja megnið af þeim í jónshúsi á laugardaginn. Þannig að spurningin er hvort ég verði ekki bara inniskóaframleiðandi. Ég gæti líka verið sófaprufunarkona, það er svona kona sem athurgar hvar mesta slitið verður á sófum þannig að hægt sé að betrumbæta þá. Svo gæti ég líka verið sjónvarpsþátta dómari. Mín sérþekking væri lélegt sjónvarps efni. Ég gæti líka stundað hina stórkoslegu íþrótt fjarstýringastjórnun. Þessi íþrótt gengur út á það að vera fljótastur að skipta í um stöðvar og sammt sjá hvaða þáttur er á hverri stöð... ég mundi þokkalega vinna þessa kepni. Í dag er ég dagkaffidrykkjukona.

16. nóv. 2004

Frúin orðin pólitísk... ómægot!


Ritstjórn Daily Mirror fer ekki leynt með sínar skoðanir á kosningunum í Bandaríkjunum enda er það enn leyfilegt að hafa skoðanir þar. Í Bandaríkjunum virðist hinsvegar hægt að hneppa menn í varðhald og senda í Kúbu án dóms og laga í boði núverandi forseta. Hér kemur skemmtileg lýsing á þeim sem kusu Bush (að mati Daily Mirror):

"The self-righteous, gun-totin', military lovin', sister marryin', abortion-hatin', gay-loathin', foreigner-despisin', non-passport ownin' red-necks, who believe God gave America the biggest dick in the world so it could urinate on the rest of us and make their land "free and strong"."
Daily Mirror, 4. nóvember 2004








-- Sigurjón með skoðanir, 5. nóvember 2004

Snilldar grein stolin frá fólkinu í lundi..... Hvar endar þetta allt saman? Og nú er búið að setja lögbann á kennarverkfallið. Hvað er að fólki. Hvað er að ríkisstjórninni heima, mig sem langar svo mikið að flytja heim. Get ég boðið barninu mínu upp á metnaðrlausa menntastefnu yfirvalda á íslandi. Viti þið það, ég held að það sé tími til komin að sparka þessum fituköllum út og fá ungt og hresst fók inn og KONUR. Ég held að konur séu bara einfaldlega réttlátari í hugsun gagnvart samfélaginu og séu ekki eins gráðurgar og karlar. Með allri virðingu fyrir körlum!!! sorry en samt. NEma reyndar tvær eða þrjár kerlingar sjálfstæðis manna. Mér finnst nefnilega allt í lagi að hafa skoðanir og þær mega alveg vera þver öfugar við mínar. Ég skil bara ekki að fullorðið og vel menntað fólk geti byggt sínar skoðanir á persónudýrkun!! En svona er þetta. Ég er að spegúlera hvort maður geti ekki bara flutt til tunglsins eða kanski bara til Kúbu ....ee nei annars bara eithver staðar þar sem lýðræði ræður..... hvar sem það nú er. blaaaaahhhh

Here I am again on my own.....

Hæ, ég tók mér smá blogg frí. Það var ágætt. Ég var hvortsem er í eymd og volæði og algjör hípókonder. Og nú er ég búin að fá 10 daga pensilínkúr. Það er ágæt þá getur maður kennt þessu um að maður er búin að vera hálfheili í meira en viku.
Annars þá er ég búin að vera í algjöru jóla jóla stúði þessa dagana. Mig langar bara að fara að föndra og sauma og prjóna og lita og pakka inn og ég veit ekki hvað. Þetta er nú meira. Vona að pensilínið bæti úr þessu rugli.
Eitt, mína áskæru og yndislega fallegu perlur eru enn týndar. oooohhhh

9. nóv. 2004

Hvar eru perlunar mínar

Einu sinni átti ég fallegan strigapoka. Í þessum fallega poka eru perlur, vír og tangir sem ég er búin að vera safna og nota sl. 10 ár. Og núna er ég búin að leita og leita og leita og ég finn þennan poka hvergi. Hann er gjörsamlega hrofinn. Ef einhver hefur séð þenna poka einhverstaðar, vinsamlegast látið mig vita. Þá verð ég rosa rosa glöð.

8. nóv. 2004

Stundum gerist ekki neitt!

Helgin kom og fór á næstum því sama degi. Fimmtudagskvöldið var rosa gott, kannski aðeins of lengi en ég var fyrst heim af nátthröfnunum, svo sjaldan sem það gerist. Á föstudag kom guðdóttirinn sem er 10 ára í helgarheimsókn. Það var svaka fínt. Við broðuðum hamborgara og leigðum hræðslumynd 3 á föstudag, fórðum í bíó með M í fyrstaskipti á laugardag. Það var mjög fyndið. Hún var svo hrædd við auglýsingarnar að hún dró peysuna uppfyrir haus og spurðum hvort við ættum bara ekki að fara heim núna. En þegar myndin byrjaði var hún allt í lagi framan af. Svo þegar myndin var hálfnuð nennti hún ekki meir þannig að sá hálftími fór í samningaviðræður um að klára myndina, sem tókst. Bíóferðin fór alveg með barnið því hún sofnaði í fanginu á mér kl.19:30. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bíó ferðir væru svona strebnar. En sunnudagur fór í flensu. Kvefið bar sigur úr býtum og ég fékk hita og svaf allan sunnudaginn. ´
Ég get svarið það, það gerðist ekkert þessa helgi, en það er bara ágætt stundum held ég.

4. nóv. 2004

Enginningur

Á Íslandi var ég spurð þrisvar af því hvaðan ég væri og fólk hélt að ég væri útlendingur! Ömurlegt. Ég hef líka lennt þrisvar í þessu hér í Danmörku. Fólk heldur að ég sé íslenskur dani ....eða eithvað því um líkt. En svo bauninn hann maðurinn minn er talinn vera íslendigur og jafnvel þrætt fyrir að hann sé það ekki .... hann er svo frábær oooooohhhhh ömurlegt. Ég þar öruglega að fara í íslensku fyrir útlendinga ef ... þegar ég flyt heim.
Ein ég reyka A´maer á ,
Ein um götur sveima,
nú er horfið mitt móðurmá
-l
nú á ég hvergi heima,
ég er enginningur! Ömurlegt.

3. nóv. 2004

Dugleg kona

I dag er eg búin að bera rosa dugeg kona. Búin að vera produktívari en andsk..... En ég á eftir að pakka upp úr töskunni! Að pakka upp er bara það mest boring ever! Þetta með illu er bezt aflokið er ekki alveg að gera sig. hmmmm.
En að pakka niður fyrir þrjá tekur aðeins hálftíma og við vorum aðeins með 28 kg. heim og 31 kg. til baka. Það er ekki mikið fyrir þrjá.

2. nóv. 2004

Alltaf gott að koma heim til sín!

Nú erum við komin heim fjölskyldan. Mikið er það nú gott. Grár hversdagsleikinn tekur við og mér tókst meira að segja að móðga manninn minn og skammast í honum. M er enn hálf hætt á bleiju og fóstra númer fimm hættir í leikskólanum hennar fyrsta des. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í þeim málum. En ég ætla að láta reyna á þetta kannski kemur bara einhver gullmolafóstra í staðin.

Núna stend ég í bókhaldi, reikningsgerð, tiltekt og tryggingakaupum....mjög leiðinlegt! :(

En eins og móðir mín kær segir, illu er bezt aflokið. Og hana nú.