8. nóv. 2004

Stundum gerist ekki neitt!

Helgin kom og fór á næstum því sama degi. Fimmtudagskvöldið var rosa gott, kannski aðeins of lengi en ég var fyrst heim af nátthröfnunum, svo sjaldan sem það gerist. Á föstudag kom guðdóttirinn sem er 10 ára í helgarheimsókn. Það var svaka fínt. Við broðuðum hamborgara og leigðum hræðslumynd 3 á föstudag, fórðum í bíó með M í fyrstaskipti á laugardag. Það var mjög fyndið. Hún var svo hrædd við auglýsingarnar að hún dró peysuna uppfyrir haus og spurðum hvort við ættum bara ekki að fara heim núna. En þegar myndin byrjaði var hún allt í lagi framan af. Svo þegar myndin var hálfnuð nennti hún ekki meir þannig að sá hálftími fór í samningaviðræður um að klára myndina, sem tókst. Bíóferðin fór alveg með barnið því hún sofnaði í fanginu á mér kl.19:30. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bíó ferðir væru svona strebnar. En sunnudagur fór í flensu. Kvefið bar sigur úr býtum og ég fékk hita og svaf allan sunnudaginn. ´
Ég get svarið það, það gerðist ekkert þessa helgi, en það er bara ágætt stundum held ég.

Engin ummæli: