20. des. 2004

jamm, hef ekki verið nógu og dugleg að skrifa undanfarið. Ég hef verið svo afskaplega upptekin við veisluhöld. 14 des átti M afmæli og það var rosa gaman, daginn eftir 15 des átti Afi Bragi afmæli við hringdum í hann og sendum honum kveðju. Og svo 16 des átti Dóra lóra afmæli. Það var boðið upp á rauðvín, bjór og osta en karokíið klikkaði! Við vorum of seinar. Föstudagurinn fór í undirbúning fyrir matarveislu. Og á laugardaginn buðum við baunafjölskyldunni í mat og jólaöl. Og svo á sunnudaginn fórum við á skauta! iiiihhhh hvað það var gaman. Mig langar sko í skauta næst í jólagjöf. En í dag á hin föðursystir mín afmæli hún Valla! Til hamigju elsku frænka!

Ég bíð núna bara eftir jólunum. Ég er farin að hlakka mikið til að fá fólkið til okkar og það verður svakalega huggulegt hjá okkur.

13. des. 2004

AAAAAaafmæli og rómantík!

Jæja, þá er maður orðinn 31! Ég fékk rómatískustu gjöf ever frá manni mínum og barni í gær. Popp vél! Ég fékk vél til þess að poppa popp! Maðurinn minn hatar popp honum finnst svo vond lykt af því. ÉG aftur á móti á mjög auðvelt með að slátra heillri skál ein yfir góðri mynd. Þannig að þetta er vél sem BARA ÉG NOTA MUHAHAHAHA! Í gær fórum við fjölskyldan í Tivoli. Það var æði. Mjög mikil rólegheit og huggulegheit. Ekkert of mikið af fólki og M var í essinu sínu. Brunaði á bílum eins og hún ætti lífið að leysa. Át pizzu og svona vöfflu stangir með kanilsykri. Við klifruðum upp á vegg til þess að sjá yfir svæðið og á vatninu var fólk á skautum og M var alveg viss um að Dóri frændi hennar væri þarna einhverstaðar. (Vegna þess að á heima síðu hans er video myndband af honum á skautum) Það tók smá tíma að útskýra fyrir henni að Dóri væri í Kanada og ekki í Danmörku. Svo fórum við að tala um jólasveinana og hún var viss um það að Jólasveininn ætti heima í Amager Center. ómægot, borgarbarnið kæra frá getóinu!!!!!

En afmælisbarn dagsins er Heiðrún hin vitra föðursystir hún er 40 í dag húúa húua húa húúúúúáaaa.

Á morgun á M afmæli og allir eru í boðnir í börnrummet kl 16.00 Ef ég hef gleymt að bjóða einhvejum þá bara mæta þeir seim langar í kökur og kaffi!

6. des. 2004

JOLABASAR

JÓLABASAR
11 OG 12 DESEMBER
Í
NORDEN I FOKUS
FREDRIKS BASTION
REFSHALEVEJ 80
1432 KBH K

ENDILEGA MÆTIÐ SEM FLEST OG SJÁIÐ/KAUPIÐ SKANDINAVISKT HANDVERK
Strætó nr. 66
sjá kort hjá kraks

5. des. 2004

Í gær bakað ég og M þrjár sortir og svo koma Halldóra og bakaði vöfflur Birta kom með brauð og salat og ég gerði kjúkling með sítrónu og hvítlauk og svo var bara prjónað og perlað og sötraður bjór langt framm eftir nóttu. Chr. kom heim undir morgun. .... hrummmffff!
Nú erum við M að fara að baka piparkökur! Eitt vandamál, það vanntar formin!

2. des. 2004

Í dag keypti ég flestar jólagjafirnar, fór á óperu og Chr. læsti lykilinn inni í bílnum!

1. des. 2004

Fullveldisdagurinn 86 ára, húrra húrra húrra hhhhúúúúuúúúaaaaa

Jam, 1. des. er mikil merkis dagur ja reyndar er desember allur svakalega skrýtinn og fullur af merkisdögum. Fólk í fjölskyldunni minni á afmæli: 9, 12, 12, 13, 14, 15 og 20 og svo á fullt af vinum afmæli líka td. 3, 15, 24, 31 Og svo í janúar heldur þetta bara áfram: 1, 9, 10, 15, 27 Þetta er mjög fyndinn mánuður.
Ég ætlaði að pannta börnerummet fyrir afmæli hennar M á laugardag 18. des. en viti menn það er ekki hægt! Og afhverju er það ekki hægt? vegna þess að fólk heldur svo mikið að julefrukost i desember að börnerummet er ekki leigt út um helgar út desember. Reyndar skil ég þessa ákvörðum, því ég mundi ekki vilja hafa æpandi börn í mínum fullorðins julefrukost né vildi ég hafa snar ölvaða námsmenn hangandi og reykjandi fyrir utan í afmæli dóttur minnar. Þannig að nú þarf ég að endurskipuleggja þetta allt saman. hmmm ég sem ákvað þetta með svo rosa góðum fyrir vara daninn ég. hmmmrfff En núna ætla ég bara að halada afmælið frá kl. 16.00 til 19.00 í börnerummel 14 des. semsagt á sjálfan afmælisdaginn. Vonandi komast allir þá!

30. nóv. 2004

Sending að ofan.

Engill að ofan hringdi og bauð okkur ælunum lítinn imbakassa að láni þangað til að við fáum nýja kassan tilbak. Takk takk takk takk takk RD og Ú og Ú!
Annars er ælan búin og búið að þvo allt. hehehe Náði að nýta þvottakortið eins vel og unnt var.
Á morgun kemur desember.

29. nóv. 2004

ÆLA

Ælan mætti kl 2.30 J 703, fyrst M, ældi á mig og í rúmið og svo út um allt gólf. Og svo bara aftur og aftur og aftur. Svo fór ég að æla en Chr. er bara þreittur.
Nú sofa allir og ég hef ekkert sjónvarp! ooohhh

25. nóv. 2004

Þyngdarstuðull minn er 23.738662131519277 sem þýðir að ég er í kjörþyngd. hmmmm merkilegt.

Einn af þessum dögum.

Sjónvarpið nyja fína er farið í viðgerð, skartstykkið virkaði ekki, jólaljósaserían sprakk, lopinn er búinn og ég er með ljótuna. Ohhhhhh

24. nóv. 2004

Minnisleysi

Ég held að mitt skamtímaminni sé týnt með perlunum mínum. Og það versta er að ég held að ég hafi hennt þeim. Það er hægt að fjárfesta í nýju glingri en það er verra þetta með minnið!

Í dag fór ég i "stram op" aerobik, og borðaði holt, drakk kaffi og svo er ég að vinna eins og vitleysingur. En gleymdi að hringja í tvo og einn í gær og ég man ekki meir.

23. nóv. 2004

Als ekki neitt.

Ég var að komast að því að dóttir okkar er búin að naga míkrafóninn á mínidiskinum okkar í tætlur! ohhhh. Ég er að prjóna núna eins og mófó og það gengur bara ágætlega. Tölvan mín er ennþá frekar treg og ég hef ekkert að segja.
prrrrrffffffffffffffffrr
Segi þá bara aðeins meira frá föstudagskvöldinu, það var svo furðuleg stemmning. Mér fannst svona hæper stemnig eins og er oft á Íslandi oft. Fólk var alveg á útopnum sem lýsti sér í annaðhvort tómri gleði og fíflalátum eða ótrúúúlegum arogansa! Hmmm ég veit ekki alveg hvar ég var vona að ég hafi verið konan í gleðinni, allavegana leið mér þannig, ég var hálfpartin með krampa í brosvöðvunum. hehehe. Kannski var þetta bara íslenska brennivínið. æ ég veit ekkiprrrrffff.

hei Sæja tilhamingju með afmælið gamle tös!

22. nóv. 2004

Rokk helgi from Hel!

Þessi helgi er búin að vera furðuleg. Tónleikarnir með Nick Cave voru æði. Hann er rosa sætur allavegana fjarskafallegur. Svo var ansi skemmtilegir tónleikar með hljómsveit sem heitir Trabant og svo var sko diskó. Og það var dansað og það var fullt af fólki frá Íslandi og það var bara rosa stuð og fólk var alveg á útopnun. Mér tókst að vera rosa glöð rosa hamingjusöm rosa hissa og rosa reið og rosa þreitt og svo rosa kalt á leiðinni heim. Og svo daginn eftir fór ég í Jónshús að selja inniskó. Það tókst bara vel og ég verð að framleiða fullt í viðbót vegnaþess að mér var boðið að vera með á basar 11 og 12 des. Oooog eftir markaðinn plataði Adda mig út á pöbb í smá spjall og svo þegar ég kom loks heim þá var Flóki kominn í pössun og Heiðrún hringdi og spurði hvort ég kæmi að drekka rauvín. Ég var hálf mygluð frá deginum áður og var því ekki alveg vissum hvort ég nennti með út að dansa. En jú ef það er skemmtun í boði þá er víst ekki erfit að sannfæra frúnna um að það væri ágætt að fara út og fá sér einn sving. Við fórum á einn helsta kjötmarkað Kaupmannahafnar og dönsuðum og drukkum og létum eins og vitleysingar. Það gerðist líka ýmislegt skondið. Ein datt af barstól, spjall við kaupmannhafnar löggur, reyndum að fá nokkra skota til að sýna okkur undir pilsið og svo týndist pels sem svo fannst og svo var farið á morgun bar og þar var spjallað og þar fékk ég knús af trölli og svo fórum við heim. Og morguninn eftir vaknaði ég ekki. Og er samviskan enn að naga mig gagnvart manninum mínum. En nú ætla ég bara að prjóna og prjóna þangað til 11 des.

17. nóv. 2004

kaffi.

Ohh, ég er enn að reyna að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í gær ákvað ég að fara í nýjan skóla. hmmm, ég á eftir að vera í skóla alltaf.
Ég er líka í rosalegri inniskóaframleiðslu núna. Það er hreynt ótrúlegt hversu vel það gengur. muhhaha. Ég er búin að prjóna 13 pör og ætla ég að selja megnið af þeim í jónshúsi á laugardaginn. Þannig að spurningin er hvort ég verði ekki bara inniskóaframleiðandi. Ég gæti líka verið sófaprufunarkona, það er svona kona sem athurgar hvar mesta slitið verður á sófum þannig að hægt sé að betrumbæta þá. Svo gæti ég líka verið sjónvarpsþátta dómari. Mín sérþekking væri lélegt sjónvarps efni. Ég gæti líka stundað hina stórkoslegu íþrótt fjarstýringastjórnun. Þessi íþrótt gengur út á það að vera fljótastur að skipta í um stöðvar og sammt sjá hvaða þáttur er á hverri stöð... ég mundi þokkalega vinna þessa kepni. Í dag er ég dagkaffidrykkjukona.

16. nóv. 2004

Frúin orðin pólitísk... ómægot!


Ritstjórn Daily Mirror fer ekki leynt með sínar skoðanir á kosningunum í Bandaríkjunum enda er það enn leyfilegt að hafa skoðanir þar. Í Bandaríkjunum virðist hinsvegar hægt að hneppa menn í varðhald og senda í Kúbu án dóms og laga í boði núverandi forseta. Hér kemur skemmtileg lýsing á þeim sem kusu Bush (að mati Daily Mirror):

"The self-righteous, gun-totin', military lovin', sister marryin', abortion-hatin', gay-loathin', foreigner-despisin', non-passport ownin' red-necks, who believe God gave America the biggest dick in the world so it could urinate on the rest of us and make their land "free and strong"."
Daily Mirror, 4. nóvember 2004








-- Sigurjón með skoðanir, 5. nóvember 2004

Snilldar grein stolin frá fólkinu í lundi..... Hvar endar þetta allt saman? Og nú er búið að setja lögbann á kennarverkfallið. Hvað er að fólki. Hvað er að ríkisstjórninni heima, mig sem langar svo mikið að flytja heim. Get ég boðið barninu mínu upp á metnaðrlausa menntastefnu yfirvalda á íslandi. Viti þið það, ég held að það sé tími til komin að sparka þessum fituköllum út og fá ungt og hresst fók inn og KONUR. Ég held að konur séu bara einfaldlega réttlátari í hugsun gagnvart samfélaginu og séu ekki eins gráðurgar og karlar. Með allri virðingu fyrir körlum!!! sorry en samt. NEma reyndar tvær eða þrjár kerlingar sjálfstæðis manna. Mér finnst nefnilega allt í lagi að hafa skoðanir og þær mega alveg vera þver öfugar við mínar. Ég skil bara ekki að fullorðið og vel menntað fólk geti byggt sínar skoðanir á persónudýrkun!! En svona er þetta. Ég er að spegúlera hvort maður geti ekki bara flutt til tunglsins eða kanski bara til Kúbu ....ee nei annars bara eithver staðar þar sem lýðræði ræður..... hvar sem það nú er. blaaaaahhhh

Here I am again on my own.....

Hæ, ég tók mér smá blogg frí. Það var ágætt. Ég var hvortsem er í eymd og volæði og algjör hípókonder. Og nú er ég búin að fá 10 daga pensilínkúr. Það er ágæt þá getur maður kennt þessu um að maður er búin að vera hálfheili í meira en viku.
Annars þá er ég búin að vera í algjöru jóla jóla stúði þessa dagana. Mig langar bara að fara að föndra og sauma og prjóna og lita og pakka inn og ég veit ekki hvað. Þetta er nú meira. Vona að pensilínið bæti úr þessu rugli.
Eitt, mína áskæru og yndislega fallegu perlur eru enn týndar. oooohhhh

9. nóv. 2004

Hvar eru perlunar mínar

Einu sinni átti ég fallegan strigapoka. Í þessum fallega poka eru perlur, vír og tangir sem ég er búin að vera safna og nota sl. 10 ár. Og núna er ég búin að leita og leita og leita og ég finn þennan poka hvergi. Hann er gjörsamlega hrofinn. Ef einhver hefur séð þenna poka einhverstaðar, vinsamlegast látið mig vita. Þá verð ég rosa rosa glöð.

8. nóv. 2004

Stundum gerist ekki neitt!

Helgin kom og fór á næstum því sama degi. Fimmtudagskvöldið var rosa gott, kannski aðeins of lengi en ég var fyrst heim af nátthröfnunum, svo sjaldan sem það gerist. Á föstudag kom guðdóttirinn sem er 10 ára í helgarheimsókn. Það var svaka fínt. Við broðuðum hamborgara og leigðum hræðslumynd 3 á föstudag, fórðum í bíó með M í fyrstaskipti á laugardag. Það var mjög fyndið. Hún var svo hrædd við auglýsingarnar að hún dró peysuna uppfyrir haus og spurðum hvort við ættum bara ekki að fara heim núna. En þegar myndin byrjaði var hún allt í lagi framan af. Svo þegar myndin var hálfnuð nennti hún ekki meir þannig að sá hálftími fór í samningaviðræður um að klára myndina, sem tókst. Bíóferðin fór alveg með barnið því hún sofnaði í fanginu á mér kl.19:30. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bíó ferðir væru svona strebnar. En sunnudagur fór í flensu. Kvefið bar sigur úr býtum og ég fékk hita og svaf allan sunnudaginn. ´
Ég get svarið það, það gerðist ekkert þessa helgi, en það er bara ágætt stundum held ég.

4. nóv. 2004

Enginningur

Á Íslandi var ég spurð þrisvar af því hvaðan ég væri og fólk hélt að ég væri útlendingur! Ömurlegt. Ég hef líka lennt þrisvar í þessu hér í Danmörku. Fólk heldur að ég sé íslenskur dani ....eða eithvað því um líkt. En svo bauninn hann maðurinn minn er talinn vera íslendigur og jafnvel þrætt fyrir að hann sé það ekki .... hann er svo frábær oooooohhhhh ömurlegt. Ég þar öruglega að fara í íslensku fyrir útlendinga ef ... þegar ég flyt heim.
Ein ég reyka A´maer á ,
Ein um götur sveima,
nú er horfið mitt móðurmá
-l
nú á ég hvergi heima,
ég er enginningur! Ömurlegt.

3. nóv. 2004

Dugleg kona

I dag er eg búin að bera rosa dugeg kona. Búin að vera produktívari en andsk..... En ég á eftir að pakka upp úr töskunni! Að pakka upp er bara það mest boring ever! Þetta með illu er bezt aflokið er ekki alveg að gera sig. hmmmm.
En að pakka niður fyrir þrjá tekur aðeins hálftíma og við vorum aðeins með 28 kg. heim og 31 kg. til baka. Það er ekki mikið fyrir þrjá.

2. nóv. 2004

Alltaf gott að koma heim til sín!

Nú erum við komin heim fjölskyldan. Mikið er það nú gott. Grár hversdagsleikinn tekur við og mér tókst meira að segja að móðga manninn minn og skammast í honum. M er enn hálf hætt á bleiju og fóstra númer fimm hættir í leikskólanum hennar fyrsta des. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í þeim málum. En ég ætla að láta reyna á þetta kannski kemur bara einhver gullmolafóstra í staðin.

Núna stend ég í bókhaldi, reikningsgerð, tiltekt og tryggingakaupum....mjög leiðinlegt! :(

En eins og móðir mín kær segir, illu er bezt aflokið. Og hana nú.

26. okt. 2004

Kjötsvimi

Fimmtudagur: Rólegheit fjölskylda borðað lambalæri með íslenskum kryddjurtum.
Föstudagur: Sundferð, verlað taxfree borðaður hamborgari með beikon og frönskum rokk og ról.
Laugardagur: Farið í bæinn, farið og fengið sér súpu í Iðu, grandrokk og bjór, verslað súpukjöt, elduð kjötsúpa fyrir 20 manns, kjötsúpa borðuð og rokkað og rokkað og rokkað
Sunnudagur: Heilaleysi og borðað rauðvínslæri
Mánudagur: Áframhaldandi heilaleysi þó aðeins minna, farið í kaffi og svo í ræktina og svo í sund og borðað læri og horft á videó.

Niðurstaða: Kjötsvimi og grænmetissúpa í kvöldmatinn

20. okt. 2004

Ísland

Ókey bæ,
Farin heim heim heim til Íslands kalda bláa að njóta mín og éta og sofa og vinna og sukka og tala og synda og labba og keyra fult og hitta fólk og sofa.

Ástarkvedðja

Og passið hvort annað vel á meðan ég er í burtu

bl

18. okt. 2004

Skattavesen

Skattavesen er alveg það leiðinlegasta sem ég veit.

Barnaland

Nú er ég búinað gera það óútreyknanlega, búa til heimasíðu handa frumbu á barnaland.is (hvísl). Hef enga afsökun það bara gerðist. En allavega, þeim sem langar að kíkja á síðuna þá er sama aðgangsorð á síðunni hennar M og hjá Halldóri frænda hennar. Þið sem þekkið hann ekki verðið bara að senda mér póst og biðja um aðgang. muaahahaha. Mér finnst svo perralegt að veita opinn aðgang að síðunni .... þó ég stelist nú til að kíkja á ýmsar annarramanna síður, þá vil ég ekki að blá ókunnugir kíki á síðuna af mínu barni .... allavega ekki án leyfis. Og hana nú.

15. okt. 2004

Að hætti MÁC Elgaard

Iss piss og pelamá,
púðursykur og króna
þegar mér er mikið mál
þá pissa ég í skóna ;)

14. okt. 2004

90's?

Á mánudagin drifum við Diza dezz okkur í aerobik, það er nú ekki frásögu færandi nemahvað að eftir tíman vorum við að drífa okkur út og Díza í nýrri úlpu og við vorum að dáðst af henni. Ég sýndi henni mína úlpu ánægð, fékk hana frá mömmu og pabba í jólagjöf í fyrra, og þá sagði Díza: "Já, einmitt ég var að pæla í að kaupa svona svipaði úlpu, mér finnst hún mjög flott, hún er bara svolítið 90's!". 'Omægot, hugsaði ég, Það er komið 2004 og mér finnst ennþá vera 1990 og eithvað. Er ekkert búin að fatta það að það eru nú að verða fimm ár síðan og skyndilega fékk ég svona tilfinningu að ég væri nú kanski, jafnvel aðeins að eldast. Ég er alls ekkert í rusli heldur varð þetta bara alltí einu svona veruleika kikk! Ég var í 80's týskunni og 90's en ég held að svona megnið af Millenium týskunni hafi farið framhjá mér! Allavegana þá Finnst mér hlutir sem ég keypti eftir útskriftina mína 1999 enþá voða fínir og sumar flíkur eru jafnvel enn spari! hmmmm.

Annað dílemma sem ég er í núna er að ég er komin með vinnu og þarf að mæta á fundi. Ég á bara ekkert svona buissniss dress til þess að mæta í. Sumir eru með hvassa frammkomu yfirlyt og þurfa ekkert að klæða sig neitt sérstaklega. Ég afturámóti líkist oft bangsabestaskinn með bros á vör og ég hef það oft á tilfinningunni að fólk sé að bíða eftir því að ég spyrji hvort það vilji sykur og mjólk í kaffið. Ég á nú reyndar einhverja larfa frá tíma Belgiska sendiráðsins en, ég var að uppgötva að sá klæðnaður er sennilega einstaklega 90's, og þá halda allir að ég hafi fengið fötin lánuð hjá stóru systur minni (en ég á enga stóra systir), frænku eða jafnvel hjá móðir minni. Þessvegna er ég nú búin að ákveða það að eftir fyrstu útborgun verður fjárfest í hvössu dressi og skóm og jafnvel farið í klippingu og svo skulum við nú bara sjá hver býður hverjum kaffi muhmuhahahaahaahaa!

13. okt. 2004

Draumfarir.

Í nótt hitti ég Ingþór og Kidda skólafélaga mína úr barana skóla. Við hittumst öll í Traðarbakka, þeir spjölluðu og gerðu af gamni sínu og voru eld hressir. Ég held meira að segja að við höfum verið að ræða um fótboltann. En í búðinni þar verlaði ég kökubotn og berneisósu. Svo fór ég heim til mömmu en var búinað týna Chr og M og gat ekki kallað á þau og vaknaði upp með advælum!

11. okt. 2004

Ísland og engin "beyla"

Ég er farin að hlakka til að fara til Íslands. Við förum til Rvk. og gerum eithvað sniðugt þar, eins og að fara á Grand Rokk og sjá tónleika. Heimsækja gott og skemmtilegt fólk. Vera heima hjá mömmu og fá fisk og drekka kaffi hjá ömmu, þar getur maður borðað maregns og rækjusalat i lange baner. Fara í heitapottinn í sundlauginni, labba langasandinn, borða snúð og kókómjólk, fara rúnntinn, fara í Nínu, heilsa upp á Einars Búð, keyra jeppa, tala bara íslensku, borða bland í poka, læri af grillinu, fara í sturtu í hálftíma, lesa moggan/Fréttablaðið á meðan maður gæðir sér á seríosi, borða flatköku með hangikjöti og bara allt.

M ákvað í gær að hún væri hætt með bleyju. Hún öskraði á pabba sinn í gær og sagðist vera hætt að nota "beylu". Þetta gekk allt mjög vel allan dagin þangað til hún fór í heimsókn og kúkaði á sig þar. Við ákváðum sammt að setja ekki á hana neitt og fengum bara lánaðar rosa flottar súpermann nærbuxur og hun svaf bleyjulaus í nótt og það gekk vel. Og nú er Chr. að sækja hana og ég hlakka til að sjá hvort hún er enn í sömu buxonum og hún fór í.

9. okt. 2004

UMF-HIKA auglýsir

Jónshús auglýsir,
Kökur, kaffi og brauð á morgun frá kl. 14:00 til 17:00.
Allir að mæta. Pönnukökur, súkkulaðikaka, gulrótarkaka, maregnskaka að hætti Bryndísar ofl. Komið og njótið. Sanngjarnt verð.

kveðja

UMF-HIKA


8. okt. 2004

Veikindi

Æla, ræpa, hiti og beinverkir x 2 og einn svaka hress krakki. Hjálp! Við sem ætluðum að vera menningarleg á menningarnótt.

7. okt. 2004

Vömb.

Andleysi ......... nú er ég að vinna og hef ekkert að segja. Það gerist ekkert sniðugt þegar maður hangir við tölvuna allan daginn. hmmmm. Ég er að fara út að borða í þvottarhúsi í kvöld. Það verður sniðugt. M er snillingur þessa daganna. Chr er bara þó nokkuð sætur, en ég ætti kanski að senda hann í strekkingu og láta lita gráu hárin. Það versta af þessu er að hann er komin með pínulitla bumbu sem hann er svoooo stoltur af. Honum finnst bara cool að vera með bumbu og segist vera að safna. Jams, hann er ágætur.

6. okt. 2004

Sólbjörg vinkona M er komin með skarlatsótt (er það skrifað svona?) Hún er heima núna með bullandi hita og M var í pössun þar á laugardaginn!! oooohhh! Ég vona að hún sleppi! sjitt. Annars þá ætla ég nú bara að bregða mér í leikhús kl. 13:00. Passar alveg inní stíl kaupsýslukvendisins og Ferraríins! heheheh Ég er reyndar ekki enn orðin kapitalisti, vanntar sko peningin til þess. Kemur kanske seinna.

5. okt. 2004

Tíminn líður hratt á ger.......! Við hjónin erum frekar fyndin núna. Komin með þrjár tölvur og erum alveg jafn monntin og upptekin af gripunum, hann af eplinu og ég af ferrarínum. Annars líuður dagurinn voða hratt þegar maður er farinn að vina svona.

3. okt. 2004

Annar í afmæli.

Búin að halda afmæli fyrir fjölskydluna. Það var ágætt. Át yfir mig. Vá hvað Ferraríinn er flottur.

2. okt. 2004

Heima vinnandi kaupsýslukona!

Jæja, þá er ég orðin kaupsýslukona, á nýjan gulann ferrarí, skrifstofu í vestergade og nú er bara að safna í dragt og setja hnút í hárið. Annars er ég ofur heimilis leg í dag búin að baka eina skúffuköku, tvö brauð, kanilsnúða og maregns. Og það skemmtilega er að ég þarf ekki að fara á kommúnuna á mánudaginn en leiðinlega er að ég þarf að andskotast í skattavesinið í staðin! Lengi lifi búrakratía!

1. okt. 2004

Í dag fékk ég loks eitt svar af nokkurm hvað varðar atvinnu umsókn. Það voru 59 sem sóttu um og 9 teknir í samtal og því miður ert þú ekki ein af þeim. Gangi þér vel í frammtíðinni! Prump, fífl, vita ekki hverju þau eru að missa af, asnar aumingjar!!!!!! Fæ bara miklu flottari vinnu einhverstaðar annarstaðar! Pissssss!

Best að vera aðeins hressastelpan í dag. Fór í leikfimi ... 1- 0! Gott hjá mér. Skráði mig í tíma í fyrramálið, þannig að ég hef enga afsökun .... 2 - 0, Mjög gott hjá mér. Er að fara á eftirmiddags fund með B og drekka bjór ...... 3 - 0! ahahaaha ég vann! yeaaa!

Gleðilega helgi
lifið heil,
Frúin!

30. sep. 2004

Fimmtudagur til fimi?

Takk fyrir gærdaginn. Hann var yndislegur!!! Það mætti múgur og margmenni í veislu hér í joðið. Það mættu als 18 manns ... alveg frábært. Karlinn var svaka glaður.
Í morgun var ég vakin með söng og góli, Chr. blöskraði letin í mér og stóð og gólaði og klappaði og sprellaði í tíu mínótur svo ég mundi fara á fætur og drekka kaffi með honum. Það var mjög fyndið. En nú ætla ég að vera svaka dugleg og klára verkefnið sem mér var sett fyrir.

29. sep. 2004

Afmælisóður!

Elskulegur eiginn maður minn og faðir hann StinniStuð Thómasson Elgaard er 31 ár í dag. Ef einhver vill gleðjast með honum/okkur þá er kaffisopi kl. 16:00, allir velkomnir. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir!

Kveðja

Frú Elgaard og Fruburðurinn M.a.C. Elgaard

28. sep. 2004

Preben.

Einu sinni áttum við nágranna að nafni Preben. Hann var svo leiðinlegur og ljótur að ef ég les nafnið Preben eða heyri eihvern kalla það þá fæ ég sting í magann og það vottar við ógleði.

27. sep. 2004

Absolutley fabulous:

Við fengum góðan gest á fimmtudaginn. Ég fór hann spilaði, á tónleikum. Elduðum fasana á föstudaginn drakk tvo lítra af diet coke á laugardaginn (skjálfti og stjörf og sofnaði ekki fyrr en kl. fimm). Fékk flensu á sunnudaginn. Var tilbúin að liggja í flensu í dag var kominn í startholunar með sjálfsvorkun og sófalegu. En viti menn ég hætti við. Gott hjá mér. Er frísk og Absolutely fabulous.

23. sep. 2004

Ég fann þennan link á netinu. Þessi kona er mjög fyndin ég hló og hló! http://www.toothsmith.blogspot.com/

Ég er lista kona!

Ég er lista kona. Ég býtil lista. Þeir eru langir og góðir og mikilvægir. Í mínu fyrra starfi bjó ég til mörg hundruð lista. Því er ég sjalnast lista(r)laus og maðurinn minn mjög listugur. Ég held að ég verði að finna mér frama á lista-brautinni. En þessa stundina er ég eithvað listalítil.

Hin fullkomna húsmóðir.

Í gær setti ég vírus í tölvuna, þreif ofan á öllum skápum, þreif eldhúsinnréttinguna, skúraði, flutti á milli skápa, ryksugaði, þvoði stofugluggana, þreif baðherbergið og klósetið og ganginn. Svo bauð ég nágrönnunum í mat með Láur og Iben litlu og endaði kvöldið með að drekka kaffi og éta kökku með manninum mínum og skreið svo upp í rum með góða bók. Ómægot!

21. sep. 2004

Hryssu gleði.

Ég gleimdi að segja frá að á föstudaginn sl. var haldið ljótu-kjlóla-gala á vegum gleðikvennfélagsins Hryssana hjá Ingunni naglafræðingi og Barbie. Það var svo gaman, við vorum mættar í hinum ýmsustu múnderingum og okkur fannst við lang flottastar allar saman. Það var dansað, sungið, drukkið, glaðst, hryssast og hlegið. Hver veit nema að það verði settar inn myndir bráðum af þessum merka atburð. Á laugardaginn fórum við svo í partý þar sem ég held að ég og Ingbjörg vorum með fráhvarfseinkeni af kjólakvöldinu og gengum alveg gjörsamlega framm af Eggerti Dóru manni. Vona að hann bíði þess bætur. Við lofum að vera mjúkar við hann næst.

Í dag á Leonard Coen afmæli. Hann er nú meiri snillin. Hann er fæddur 1934 og þá var amma Kata 2ja og afi á núpi 30 ára og 39 ár í það að ég myndi fæðast og það merkilegasta af þessu öllu er að hann er enn í fullu fjöri karlinn.

Ég fékk skammir frá Herdísi vinkonu í gær um að ég væri eins og séð og Heyrt vegna allara !!!!! -merkja. Hmmmm, Ég er bara mjög hissa á mörgum hlutum og þarf að geta tjáð mig með áherslu! Og hafðu það hryssan þín.

20. sep. 2004

Verktaki!

Í dag gerðist ég smá verktaki!! Mjög fyndið, vona bara að þetta leiði til góðra hluta. Í dag rignir og það er ágætt.

Já og í dag fæddist fyrsta barnið af sex sem ég veit af sem eru á leið í heimin núna næsta mánuðinn. Það var nágrannakonan sem eignaðist litla stelpu, tillykke Jakob og Alma!

15. sep. 2004

Rækjunærbuxur!

Í morgun, settist ég á klóssetið til þess að pissa með g-strenginn í hjésbótinni og starði út í loftið. Dóttir mín kom með úfið hárið (hænurass) í of síðum náttfötum, stírur í augunum og staðnæmdist við þröskuldinn fór að hljæja og sagði:"Mamma sú med rækjunæbuxur!!!"
?

14. sep. 2004

Afsakið!

Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig áðan. En allavagena þá ætlaði ég ekki að vera pólitísk í þessu Bloggi mínu. Skid med det! Sófinn kallar! Konur rúla! hahaaha

Íslensk stjórnmál!

Hver er Hanna Birna Kristjánsdóttir? Stjórnmálakona fyrir sjálfstæðisflokkin! Guð minn góður hvað fólk á íslandi er klikkað að lofsama Davíð endalaust??? Ég skil bara ekki þessa áráttu? Afhverju skilur fólk ekki að stjórmál eru bundin skoðunum og lífsstíl en ekki persónudýrkun! Ég er nú bara yfir mig bit yfir því sem þessi kona var að þusa hér á rás 2. Ég held ég bara slökkví á þessi og hlusti bara á eithverja mússík í staðin!

13. sep. 2004

Nýtt þríhjól!

Í gær fórum við á hæstu loppu í Kaupmannahöfn og keyptum þar dýrindis þríhjól handa frumba. Hún var svo glöð að ef hún hefði mátt ráða þá hefði hún viljað sofa með hjólið í fanginu. En var svo búin að gleyma því og þegar húin var á leið í leikskólan í morgun þá varðu aftur jafn glöð að og þegar hún fékk það afhent í gær. Það kostaði að vísu smá samningaviðræður um að hjólið ætti að vera heima en ekki fara með í leikskólann.
Reynir bróðir minn súpermann á afmæli í dag! Hann mun éta afmælis matinn í Otawa! Tilhamingju elsku bróðir!

11. sep. 2004

Alveg búin!

Í gær fengum við gesti. Það var rosa gaman við spjölluðum langt fram á nótt drukkum og hygguðum, þangað til M kom úfin og með dúkku á hvolfi og bað okkur um að fara að sofa! Ég bæti við tveimur nýjum konum í blogg safnið. Ég þekki næstum bara konur sem blogga! Ég er of dofin til að segja eithvað meira af viti! Lengi lifi sófin og sjónvarpið og með von um gleðilega dagskrá!

8. sep. 2004

Hooooorrrrghhhh!

Kemur hor er lækkar sól! Ég og M erum frekar slummulegar þessa dagana, með hor út á öxl! Í gær langaði mig að taka langtímalán og kaupa mér hús á Njálsgötunni! Þetta hlítur að vera horið sem ruglar mann svona!

7. sep. 2004

Heilsu átak á ný!

Ég fór í HiPuls í gær og hélt ég mundi drepast. Í alvöru þá var ég sko komin með blóðbragð í munninn. Ég og Herdís hoppuðum eins og fávitar á fullu og vorum gjörsamlega að ganga frá okkur! Svo skreið ég heim titrandi og skjálfandi og gerði ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera. En þetta var nú samt askoti hressandi og líður mér miklu betur í dag. Nú stefni ég bara á
-5 kg fyrir lok óktóber! Ómægot!

6. sep. 2004

Súper helgi!

Vá, þetta var voða fín helgi. Við byrjuðum á því að mæta til Rungsted kl 12:00 á föstudaginn. Þar tók SvenBestefar á móti okkur og fór með okkur í skútu siglingu. Mér hefur aldrei lititst á það að fara með M í siglingu en ég heillaðist. Ég var bara látin stýra bátnum og færður bjór í hönd og sagt að halda mig við einn punkt í landi og stýra á hann. Frábært rosa gaman. Svo fengum við besta sushi í bænum ótrúlega gott. Daginn eftir fór Chr. að spila í einhverju partýi og ég fór til Helsingborg til Heiðu vinkonu minnar í afmæli hjá nöfnu minni dóttur hennar. Það var rosa gaman. Þar smakkaði ég bestu marens köku ever. Mágkona Heiðu bakaði hana og ég heimta að BB setji uppskriftina á heimasíðuna sína (Sjá hér til hliðar Famelían í Lundi!!!!). Nú sunnudagurinn fór í át af afgöngum í Svíþjóð og áframhaldandi rólegheit er heim var komið. Og nú verð ég að fara að finna frábæru vinnuna!

2. sep. 2004

Atvinna?

Mjög fyndið, mamma sendi mér atvinnuaglýsingu úr Mogganum á sunnudagin um starf sölufulltrúa í Kaupmannahöfn. Svo fór ég niðri í Jóns hús áðan og hitti þar Þ og hún sagði mér að hún hefði sótt um sama starf!!! hehehe! Og viti menn við vorum að fá sendan mail frá fyrirtækinu og þeir vilja hitta okkur báðar! heheheheh! Þeir verða frá 13 - 17 sept í Köben og það væri gaman að vita hversu margir hafa sótt um og hvort maður hittir ekki einhverja fleiri kunningja í viðtali! phihihihihi! Svo er þetta öruglega bara sala á Herbalife eða eithvað álíka sjúkt! Dammmmm!

1. sep. 2004

Ffffooookkkkk!

Jæja, nú lét ég alveg taka mig í bakaríið! Það er svona að geta ekki einbeitt sér og gert það sem maður ætlaði sér. Ég var að lesa metroxpress og sá þar auglýsingu www.testdiggratis.dk , hér er boðið upp á persónuleika test og eithvað fleira. Ég forvitin op bara prufa sjá svona hvað kemur út úr þessu. Svo þegar ég er búin að taka test og senda af stað ásamt upplýsingum um sjálfa mig sé ég að neðst á síðunni með mjög smáu letri stendur: Scientologi Kirken Danmark, aaarrrrggggghhhhh! Nú eiga þeir örugglega eftir að bögga mig forever og senda mér öruglega ömulegar niðurstöður og segja að ég sé að fara til helvítis ef ég komi ekki og frelsist hjá þeim! fooooookkkkk! Ég held ég skipti bara um nafn!

Dugleg!

Ég er að reyna að vera svakalega dugleg í dag. En það er mjög freystandi að fara bara á hraðferð um alnetið og lifa bara í draumi! En nú er bara að rífa sig upp á rassgatinu! Hver er sinnar gæfu smiður! blabla bla aaaaaaaaaaaarggghhh. Ég á nú sammt svolítið flott sjónvarp!

31. ágú. 2004

Tengdapabbi!

Var ég búin að segja ykkur hvað Thomas tengdapabbi er mikill snillingur? Hann er það sko. Og núna sló hann öll met. Hann hringdi í Christian í skólan og spurði hvort hann gæti komið aðeins aftur til hans (við vorum þar í gærkvöldi, Christian var að gera við tölvuna fyrir hann). Christian spurði hvort tölvan væri komin i klessu aftur en hann neitaði því og sagðist bara hafa gleymt að láta hann fá svolítið. Nú Chr. brunaði eftir skóla og þá rétti pabbi hans honum geysla disk með eithverju prógrami sem þeir voru búnir að ræða um en svo sagði hann: "Svo er svolitið úti í bíl" og og og þar var nýtt sjónvarp! Tiiiil okkkar með nýju vídeói og meira að segj textv. Váaáaáaá hann er snillingur! Og svo sagði hann bara: "Tillykke med bryllubsdagen, hehehe hóst, hóst!!!" og brost breitt og krumpað!

Brúðkaupsafmæli!

Í dag eigum við hjónin þriggja ára brúðkaupsafmæli!!! Og það þýðir leðurbrúðkaup, aaarhhhhhrrrgg!
Sjónvarpið er enþá dáið, ég sæki enn um hinar ýmsustu vinnur, það er enn haust úti en það er útborgun í dag! Jiiiibbííííí!
Við ætlum út að borða og kanski bara í kvikmyndahús á morgun. Við ættum kanski að fara í leðri og sjá eithvað kínkí og borða ..... ja hvað borðar maður í leðri?? Svið? Veit ekki!

27. ágú. 2004

Satanabergele!

Sjónvarpið okkar dó í gærkvöldi. Ömurlegt!!! Og það versta er að það er föst video spóla frá bókasafninu inni í videotækinu sem er innbiyggt í sjónvarið! OOOg það var einmitt kvöldið í kvöld sem við hjónin ætluðum að sitja og hygga okkur í sófanum og horfa á eithvað og ekkert. ÖÖÖmurlegt! Og tala nú ekki um vegna ástands fjölskyldunnar, við vorum nefnilega á tónleikum í gær og Chr. fékk sér í stóru tánna og mér fannst hann eiga það meira en skilið vegna þess að hann var svo duuuuuuuglegur í skólanum! Og þá beilar imbinn á okkur! ÖÖÖÖöömurlegt.
Þetta voru snildar tónleikar í gær. Rosa sveitt og glöð og fór svo galvösk á Sommerfest í leiksskólanum hjá M! Og svo kom ég heim og skilaði unglingnum sem ég er búin að vera með í láni/læri/legi í tvær vikur. Vona að hún hafi skemmt sér!
Best að fara að lesa!!! ooohh men!

24. ágú. 2004

Haust?

Ég held að haustið sé að koma! Ég veit ekki alveg hvernig það mun leggjast í mig?? En ég hafði vonast til að fá svolítið Indian summer með hita og svita framm yfir lok ágúst. Núna fannst mér bara vera norðan Garri sem mætti mér á hjólinu í morgun!
Ég er búin að vera í fimm daga í vinnuni og er að fara í sjötta skiptið í dag. Ég er reyndar búin að fá svolitð ógeð af þessu nú þegar en ég reyni að þrauka. Ég verð bara að vera dugleg að leita af eithverju öðru.
Í dag kemur frændi minn og kærasta hans. Þau ætla í Tívolí og Hennes og Mauritz eða Helviti og Martröð eða höj og möj eða H og M eða Halldór og Matthildur (eins og hún dóttir mín benti mér á um daginn þá voru stafir hennar og Halldórs frænda hennar á plastpokanum!!) Svo ætla allir saman á tónleika!!! í Lades kælder 26/8 kl 22:00 free entrance! Allir að mæta!

19. ágú. 2004

Blogg!

Stundum þegar ég er úti að hjóla þá er ég búin að skálda briljant frasa og sögur til þess að setja inn á bloggið. Og svo þegar ég sest í stólinn þá er ég alveg tóm! Það er kanske ekki nóg og kúnstnerískt inni hjá mér, aaaviet ekki??? Allavega þá er ég að fara tala í síma í þrjá tíma eftir tvo tíma með sex mínúntna pásu á klukku tíma! Og fæ heilar 80 kr á tímann .... fyrir skatt. Það ætti að kvetja mig í að finna annað!
Annars þá er ég sko með þennan fína aupair for tiden. Ég er alveg hætt að vaska upp! Love it! Við erum að fá íslenska gesti frá sviþjóð sem við kinnstumst á Rokkhátíð, mjög skemmtilegt! Og í dag flytur Reynir bróðir minn og fjölskylda til Canada!! Hann kemur heim sem Bjarg og jarðvegs verkfræðingur íklæddur rauðum jakka, pokabuxum með kabojhatt??? Kanske! Gangi þeim rosa vel og hver veit nema ég bíími mig og mína fjölsk. til Canada síðarmeir ... innan tveggja ára!

18. ágú. 2004

Telefockingmarketing!

Nu skal jeg snakke norsk!
Ég er bara búin að ráða mig í vinnu! já sei sei, ég á að hringja til Noregs og spyrja norðmenn á milli 18 - 40 hvort þeir drekki og finnist gott að drekka baccardi breezer eða smirnof ice eða svona ávaxta bjór eða hvað þetta heitir á íslensku. Þetta er illa launað vondur vinnu tími og öruglega ekki skemmtilegt en fuck it maður verður að byrja einhversstaðar og afhverju ekki á þessu! Allt betra en skeina og skúra! hehehe

10. ágú. 2004

Sólstingur II!

Í dag fór ég í step puls, keypti kút hand M., videospólu handa Chr. og bók handa mér af því að ég kláraði Lisu í gær. Fór út í slólina og var allt of lengi fékk hausverk, nenni ekki að elda og er bara að leka niður!
Pabbi minn kemur á morgun og stoppar i tvo klukkutíma, við ætlum að hittast og fá okkur bjór á Kastrup. Hlakka til.
já og kanski fer ég bara til Íslands í október.

9. ágú. 2004

Sólstingur!

Í morgun ákvað ég að fara í sólbað úti í garði og lesa bók í stað þessa að kúldrast í svitakasti uppi í íbúð. Og það var bara ágætt, ég var að druslast inn núna eftir fimm tíma bakstur, eina bók og mikinn og góðan kjafta gang. Mér fannst þetta svo fyndið á tímabili þá sátum við öruglega 8 - 10 konur og láum eins og gyðjur í grasinu og drukkum kaffi og möluðum út í eitt. Allar svaka sætar sumar ólétta og það var eins og við gerðum aldrei neitt annað og að menn okkar væru hinar fullkomnu fyrirvinnur og börnin stiltust í heimi og það eina sem við hefðum áhyggjur af væri að mæta á réttum tíma í manikjúr, petikjúr og leikfimi og lesa slúðurblöð og brosa..... dásamlegt! En veruleikinn kemur með haustinu og minkandi hitastig en .... það eru sammt nokkrarvikur í það ..... lengi lifi draumaland!

8. ágú. 2004

Helgin.

Þetta er nú bara alveg búið að vera indælis helgi. Við erum með guðdóttir Chr. í heimsókn. Hún er yndisleg. Hún er að verða 10 og er svo dugleg. Við erum búin að gera ýmsustu hluti með henni um helgina. Grilla, fara í fjölskyldu veislu upp í sveit, á Íslandsbryggju og nú vorum við að koma inn af ströndinni. Stundum langar mig bara að eiga hana!! ehehe!
Ég held svei mér þá að ég sjé jafnvel að fá smá lit á kroppinn, það hefur nú varla gerst síðan ég fór til Mallorca hér um árið. Nú ætla allir í sturtu og svo ætlum við að setjast út í skuggan og fá okkur pizzu og bjór! Ekki leiðinlegt það!

5. ágú. 2004

Átak!

Um daginn keypti ég mér kort í líkamsrækt! (klappa,,,, takk takk) Og nú er ég sko búin að fara þrisvar í þessari viku í ræktina! þvílikt! En bumban er ekkert að minnka! Og ég bara ét og ét! Ég fæ svo svakalega matarlyst á þessu! hmmm. Það getur líka verið að ég sé óþolinmóð, vil helst sjá árangur morugninn eftir! En nú er ég búin að taka þá ákvörðun að stíga bara á viktina einu sinni í viku! Kanski verð ég svaka líkamsræktar pæja í oktober.... eða ekki! Allavega er ég alveg svakalega ánægð með þetta uppátæki mitt! Og það er nú fyrir öllu! Ekki satt?

31. júl. 2004

SSSSSSSSSSSSSSsóóóóóL

Jamm loksins er hún komin til Kbh blessunin.... sólin altso. Lífið er bara rosa fínt. Núna var ég bara að koma inn frá því að vera í grilli í Felledparken í góðra vina hóp. Þetta var nú bara þokkalega það sem ég þurfti á að halda yess!

23. júl. 2004

ZZZZzzzzzz

Í nótt ákvað ég að bera allar heimsins áhyggjur á herðum mínum og sofa ekki neitt!!

Þeir sem voru að undrast yfir skrifleysi mínu þá ver ég nú bara í sumarfríi með minni ástsælu fjölskyldu.

Góðar stundir!

15. júl. 2004

Rauðvín í eyra.

Jæja, þó að ég hafi skrópað í Pump (hljómar illa) þá er ég búin að gera ýmislegt í dag. Ég er búin að elda og Chr. fór til læknis vegna þess að hann er með exem í eyrunum og viti menn hann fékk augndropa til að setja í eyrað og svo þegar skammturinn er búinn þá á hann að setja smá rauðvín í eyrun, svona einu sinn í viku!!! Læknirinn okkar er snillingur!

Himnasending!

Í dag koma símhringigin(þetta er alveg glatað orð að skrifa fyrir fólk sem er með dislexíu!) sem við vorum að bíða eftir. Tengdó er að fara í viku! Jíbbbbíii, Þannig að við brunum þangað í kvöld og svíkjum matarklúbbinn eina ferðin enn. En ég ætla mér að elda fyrir þau. Og svo ætlar líka fólkið við leikvöllinn í L-inu að kíkja í heimsókn um helgina! ooohhh, það verður svaka ljúft.

Nú ég er að hugsa um að bæta fleiri öresundskerlingar inn hér til hliðar! Og Hrund, drífðu þig að verða fræg og rík! Þá kem ég med det samme!

14. júl. 2004

Loforð!

Í dag lova ég ástkærum manni mínum að vera dugleg, hress og kát. hmmmmmm, Ætli það sé bara þráhyggja og ímyndunarveiki eins og sól í Danmörku, er bara hugarástand og einginn veruleiki!

13. júl. 2004

Góður dagur!

Í morgun fór ég í leikfimi og svo var ég selskabsdama það sem eftir var dags! Ég væri nú alveg til í að fá borgað fyrir að vera selskabsdama einhvers! Helst einhvers sem ég þekti! Oooog hún/hann þarf að vera skemmtilegur!

12. júl. 2004

Eftirköst!

Ég er greynilega með eftirköst eftir þessa blautu ferð til Roskilde! Ég nenni bara bókstaflega ekki neinu. Nú bíð ég bara eftir því að tengdó fari að sækja skútuna sína svo við getum flutt inn í húsið þeirra til þess að það lofti um okkur. Ég hugsaði nefnilega: Það er ekkert mál að búa á 35 m2 þegar maður getur verið úti allt sumarið!!!! En sumarið lætur bíða eftir sér í baunverjalandi með þeim afleiðingum að meðalfjölskyldan í ÖK-getóinu þjáist af kofaæði! Allavegana er kveikurinn allt of stuttur í þessari fjölskyldu bæði hjá fullorðnum... hálf fullorðnum og börnum. (Getið svo hver er hálf fullorðin..! ég veit ég er tík stundum!)

7. júl. 2004

Komin heim!

Við erum komin heim, við lifðum af drullu og vosbúð. En þetta er ágætt að gera svonalagað einu sinni á ári, er að hugsa um að láta þetta verða að tradísjón!
Pixis voru hreynt út sagt æði. Ég hoppaði dansaði og öskraði og horfði á fólk í kringum mig brosti og lifti þumafingrinum og var í sæluvímu. Ég drakk ágætlega ekkert um of en alveg nóg. Iggy Popp er bara konungur rokksins hér með. Hann er með of stóra húð en er hin sami og hann var fyrir 40 árum alveg eins. vvaaaaaaa hann er allt of flottur. Aðrar hljómsveitir voru snild. En best var fólið. Það var gaman með fólkinu sem við vorum með í búðum og svo kynntumst við fullt af nýju fólki. Og núna er hluti af þessu fólki kanski að kíkja í heimsókn í nóvember. Mjög skemmtilegt. Og svo erum við búin að bjóða öðru fólki í ostafondu. ofl ofl.
En eitt er sem ég veit ekki hvernig ég á að taka, ég var spurð um skyrteini á barnum! Og mér finnst það eiginlega ekki skemmtilegt, vegna þess að maður þarf að vera 16 til að kaupa bjór og 17 ára systir Stjána sem var með okkur var í engum vandræðum og ér er fokking 31 að verða!

1. júl. 2004

Roskilde!

ER FARIN SÓDÓMADRULLUNA HRÓARSKELDU!

29. jún. 2004

Auglýsing!

Á 19 júní var bíllinn okkar notðaur undir ýmislegt drasl og dót! Og eftir að flestir höfðu tekið sitt og við hjónin gengið frá okkar drasli þá eru eftir 3 barna jakkar, karlmanns prjóna hanskar og tvær regnhlífar. Ef einhver kannast við þetta, látið mig þá vita A.S.A.P.!

Leikfimi!

Í gær byrjaði ég í leikfimi! Það var bara ótrúlega hressandi. Diza dez náði að pína mig út úr rúminu til þess að vera mætt í sprikl kl. 09.00 að morgni til. Ég var svo sátt við þetta að ég brunaði í sprikl kl 09.00 í morgun aftur og skráði mig á námskeið og er búin að bindast líkamsræktarstöð dauðans í 12 mánuði!
Gott á mig!

27. jún. 2004

Endurheimtur!

Í dag kemur bóndinn heim. Mikið verður það gott að fá hann, við getum þá kanski læst!!! Þ.e. ef hann verður einn á ferð.

Í gær heldum við Tjænís-teikaway-gala það var sko mjög flott. Við vorum 9 fullorðnir og 5 börn í kremju í íbúðnni. Karlarnir fóru út og sóttu matinn og konurnar voru heima með börnin. Svo var borðað og svo voru börnin rotuð og þá var skálað í freiðubobluvatni og borðuð jarðaber....... það eina sem eiðilagði þetta allt var helv.. fótboltinn. Eeeen mikið var ég ánægð að sjá mína menn vinna og Edwin Van der Sar er náttúrulega bara snillingur!

25. jún. 2004

Rignig!

Það er ennþá rigning úti! Ég bið hér með alla þá sem hafa eithvað með veður að gera að senda okkur smá sól! Það veitir ekki af. Ég held að maðurinn sé eithvað að truflast, hann hefur skyndilega mikinn áhuga á fótbolta og gefur það upp sem aðal ástæðu þess að koma fyrst heima á sunnudaginn! Ég held að ég rassskelli hann!

23. jún. 2004

ohhh!

Húsið er að gráta alveg eins og ég, lalalalala ooohoohoo!

22. jún. 2004

Búið!

Nú er þessi líka mega pródúktsjón búin og ég líka! Eftir liggur heimilið í rúst og drullu og óhreinn þvottur á við meðal sjúkrahús! Þetta var nú meiri vitleysan. Það gekk allt vel og allir ánægðir bara landin lét ekki sjá sig eins og við hefðum reiknað með! Skrítið! Fólk tuðar og kvartar, vill ekki ganga í ÍFK afþví að það finnst það fá of lítið fyrir peninginn!!! 150 dkk fyrir einstaklinga og 200 dkk fyrir fjölskyldur, Á ÁRI! Fyrir þetta fær fólk Hafnarpóstinn 8 sinnum á ári og fólk sem nennir að skipuleggja ýmiskonar uppákomur í sjálfboða vinnu og mætir fólk? NEI, en það er alltaf hægt að skammast og rífast! FÓLK ER FÍFL!

17. jún. 2004

Hátíð í Höfn!

Jæja, þá hefst þetta allt. Fyrsti í fjagradaga hátíð. Ég viet ekki hvernig þetta endar eða hvað mun gerast. Kannski verður þetta frábært og allir glaðir. Kanski verður þetta fiasko og allir brjálaðir!

Eitt veit ég að ég fer í frí við fyrsta tækifæri!

Gleðilega hátíð......hæ, hó jibbí jeij!

16. jún. 2004

Andsk.......

Í morgun byrjaði ég daginn á að bera svitakrem í andlitið á mér! Skrifaði síðan fýlu e-mail og athugaði veðurspá sem lítur illa út.

En í gær fór ég í fyrstaskipti til hnikkingarlæknis. Það var mjög merkileg lífsreynsla! Það var svona vont gott!

Athugið athugið, sjálfboðaliða vanntar vinsamlegast sendið mér gommu af skemmtilegu fólki sem langar að starfa með og aðstoða íslendinga í Kaupmannahöfn.

Ég sjálf er búin að fá nóg af þessu helllv......!

15. jún. 2004

Sól

Góðu ...... viljið þér vera svo vænir að senda okkur sól til Dannmerkur 19 júní frá kl 08.00 til 22.00. Takk fyrir

13. jún. 2004

UMFH

Ungmennafélagið Heiðrún, stóð sig vel í kökusölu í dag. Það kom bara fullt af fólki þrátt fyrir bongoblíðu. En það er greinilegt að frúin verður að fara að koma sér í átak. Það gerðist núna í annað skiptið á innan við mánuði að ég var spurð hvort ég ætti von á mér.... daaaaammmmn. Þá kann ég betur við að vera rukkuð um skirteini á barnum!

10. jún. 2004

Kennsla í að fara sem foreldri á fløde popp tónleika!

Í gær fór ég með stelpuna sem ég er með í láni á tónleika. Það væri varla frásögu færandi nema hvað að það var í fyrstaskipti sem við báðar fórum á flödepopp/r&b/show tónleika. Rosa show með þremur mismunandi liftum á sviðinu hringstigar og tröppur, 8 dansarar, miljón ljós fólkið skipti um föt ca 7 sinnum, sprengingar og stjörnljös og pappírsfliksur sem ringdi yfir áhorfendur, ýmsir leikmunir á sviðinu t.d. framsæti á bíl, the love sófi og ekki má gleyma hinu stór skemmtilegu stólar með baki sem dansarar leika sér með og sitjast og sýnast á þeim. Mig blöskraði aðeins þegar flödebollan réðst á míkrafónstöng og gerði sig líklegan til að hafa samfarir við hana stöngina altsvo og söng I just wana make love to uuuu eaaaa babe. Stúlurnar í salnum virtust alveg ætla að tapa sér yfir þessum látum í manninum og öskruðu bara og það leið yfir að minnstakosti eina!
Þetta var ágætt, en fyrir þá sem ekki hafa prufað þetta áður hér kemur samantekt á því sem ég ætla að gera betur næst.... ef það þá verður næst:
A: Pissa áður en maður fer á stað! Því ekki þorði ég að skilja hana eina eftir meðan ég skrippi að kasta af mér! Og ekki vildi hún hreifa sig frá þessum líka fína stað sem við fundum.
B: Ekki búast við neinu fjöri. Fólk stendur og er cool eða er 12 ára og öskrar úr sér lungu og lifur. Þar sem mín kona er 14 þá stóð hún og klappaði pent og dillaði sér mjög varlega og söng lágt með. Ég reyndi að fá hana til að hoppa með mér á síðastalaginu, því það var nú eina lagið sem ég kannaðist við en það fannst henni frekar hallærislegt og sagdi æi hættu! hmmmmm
C: Vertu á góðum skóm vegna þess að stór styrni láta bíða eftir sér og maður hreyfir sig ekki og eingum sem er cool dettur í hug að setjast á gólfið!

Annars var Mappa hæðst ánægð en gat sammt ekki gert það upp við sig hvort gullni turninn í Tívoí væri betri, í dag var flödebollan betri sjáum til hvað setur eftir Tívolí ferðina!

Það er íslenskt-danskt veður í dag, rok, sól og skýað en heitt!

Það er líka rok og rembingur í húsi Jóns en ég vona að þessum álögum fari að linna og hlutirnir fari að ganga upp. Einn maður sem ég þekki virðist vera að fara á límingonum, besta að finna UHU handa honum. Ég er farin að hlakka til að þetta verðir búið. En mikið djö.. lærir maður mikið á svona löguðu.

M er alveg í essinu sínu í dag blaðrar og talar og er með allskonar skemmtileg heit. Nágrannarnir góðu með húninn eru orðin heit að leifa M að ver hjá sér á meðan foreldranir fara í Sódómu Hróarskeldu! Mikið þætti mér það gott að vita af henni þar.

Ch stendur sig eins og hetja þessa dagana. Hann er bara alveg að virka sem eiginmaður. Nema hvað að heimilsstörfin virðast ekki gerast af sjálfum sér.

9. jún. 2004

Skræling!

Í dag dreyfi ég sjálfri mér yfir borg og bý og það þarf að sópa mér saman undan stólum heimilisins og úr húsi Jóns! Ætli íslensk erfðagreining geti sett mig saman á ný!

7. jún. 2004

Grámygla!

Hálsbólga, bakverkur, blöðrubólga og almenn leti!! uss uss uss! Best að rífa sig upp á rassgatinu og hana nú!

5. jún. 2004

Komin heim

Eftir skamma dvöl á landinu gráa er ég komin heim í blokkina mínu gráu. Mikð var það nú gott. Svo er það greinilega ágætis hjóna þerapía að fara frá hvort öðru í tvær vikur!!! Maður verður svo ástfangin aftur .... gaman gaman. En nú eru liðnar tvær vikur síðan þannig að maður er dottin niður úr bleiku skýi og rútínan tekur við!! En ég er ekki að kvarta þvert á móti, þetta er fínt!

Það er búið að vera mikið að gerast undanfarið. Mamman kom í heimsókn og það var ósköp notarlegt. Og nú er Mappa komin á sófan og í ágúst kemur unglingurinn.

Ég er svo að fara á mína fyrstu smápíku tónleika með engum öðrum en Usher him self!!! Það verður gaman að sjá það!!! Er að pælíði að fara með eyrnatappa eða jafnvel vasadisko!!! Neiiii maður verður bara njóta!! Reyndar var ég spurð á barnum í síðustu viku hvort ég væri orðin 18!!! (olei olei olei ooooolei oooooooolei!!!) Ég varð reyndar svo hissa að ég sagði hvad fornoget þrisvar áður en ég fattaði um hvað gaurinn var að tala um. Svo sýndi ég honum skirteini sem er semsagt með kennitölu og mynd desember 1973!!! Hann ætlaði ekki að trúa mér og bað mig vinsamlegast að taka fra nýkliptan toppin!DizaDezz og töfratæfan ætluðu að bilast úr hlátri en heimtuðu svo að hann spyrði þær líka um skirteini! Þetta var sko ágætis kvöld!
Þannig að hver veit nema að ég kæmist bara á sjens í Forum eða bara öskra úr mér lungu og lifur eins og hinar ... undir 18!!!

Nú erum við forstjórinn að undirbúa 17 júní á fullu. Það er voða gaman. En mikil vinna og hann segist vera með tundskid!! Ég kannast nú við það frá Þorrablótinu! En ég er bara Halla hjálpar Hella núna ég ætla nefnilega að reyna að sleppa við ferð í sjúkrabíl í þetta skiptið!! muuuhahaha

Svo er ég að fara í ferð til Noregs og svíþjóðar í nokkra dag í lok Júni en verð komin heim 27 júni því í gær morgun kom maður í úniformi frá Post Danmark og færði okkur sjóðandi heita og gullfallega miða á Hróaskeldu!! Ekki leiðinlegt ..... vanntar enn staðfestingu á pössun!hmmm Danski hlutin er að klikka!! sjit semsagt íbúð, bíll, hjól og barn í boði í 4 daga frá 1 til 4 júlí 2004. Fyrstir koma fyrstir fá!!!

OOOOOooog svo er bara verið að stefna á Gutter Island http://www.gutterisland.dk/index.htm það væri nú mjög skemmtilegt ef það prójekt gengi upp að komast þangað með skemmtilegu fólki enn á ný án barna!!!

Svo er tengdapabbi bara að fara að gifta sig á Famö þannig að við erum að fara þangað 24 júlí. Og svo förum við í bústað með eins mörgum og við getum i viku 39 eins og konan orðaði það. Þannig að það er nóg að gera hér á bæ!

Ég vona bara að sólin haldi áfram að skýna svo ég geti brennt restina af líkamanum og verið nokkunvegin í samræmi þetta árið. Ég brenndist svo í gær að eg lýkist humar ... eða frægð!

12. maí 2004

Landið bláa

Jæja þá er maður lenntur í þoku og súld eða það var það allavega kvöldið sem við lenntum. M var bara fín fyrstu tvo klukkutímana en tók léttan trilling síðastu klukkustundina. Það var í fyrsta skipti sem ég fékk hornauga annara farþega og varð vandræðaleg út af barninu mínu. En fok it klukkan var líka orðin 23.00 á hennar tíma og varla hægt að ætlast til að 2 1/2 barn skilji alveg hvað er að gerast og að það eigi að haga sér og taka tillit til sveitra skalla í kringum sig!
Í gær fórum við í gönguferð um sjávarplássið og hittum einungis tvo sem við þektum. Hálf ættin fékk hjartaáfall yfir því að við hefðum labbað allaleið upp í hverfi!!! Fólk á íslandi er greinilega hætt að labba. 25 mín gönguferð þykir bara vera brjálæði og með barnið í kerru ... jesús minn. Þetta er sko að verða lítil Nameríka. Bæjarstjórnarpólitíkin á sjávarplássinu gengur út á það að fá gott og falleg Mall og svo 10 hæða penthous blokkir í miðbæinn???? Hvað er að. Það er ekki einusinni hátt fjall í næsta nágrenni. Hæsti tindur fjalsins "okkar" er rétt rúmir 600m. og koma svo með einhverja Mamuth blokk, fólk er fífl!!!

En svo í dag er ég búin að fara á 4 mismunandi opinberar stofnanir í ýmist snatt. Mikið ósköp er fólkið miklu þægilegra í viðmóti en í Kbh. Ég hef aldrei verið jafn glöð í þess konar erindagjörðum. Og nú er hún M komin með isl. kennitölu verður skráð á hagstofu Íslands og fær sitt pláss í Íslendigabók og fær síns eigins sér íslenskt vegabréf!! yeaaaa. Og þar að auki fær hún danskt vegabréf ef hún vill og getur haldið tvöföldum ríkisborgararétt þartil hún verður 21 árs. Það er vegnaþess að Danir eru ekki búnir að viðurkenna tvöfaldan ríkisborgararétt en það hafa hinsvegar íslendigar gert. Hver viet nema að árið 2022 verði danir búnir að taka þessi lög fyrir og samþykkja tvöfaldan ríkisborgara rétt en .... ekki ef Dansk folkeparti heldur áfram að vera áhrifavaldur!!! Sveijattan. Pía pulsa!

7. maí 2004

Maðurinn minn náði nýju persónulegu meti í gær!!!
Ég aftur á móti passaði börn með grannkonu minni og sötraði indælis rauðvín.
Ég er farin að kvíða svolítið fyrir því að fara til Íslands í kuldan. Mér skilst að þar hafi snjóað í gær. Við þurftum afturámóti að sannfæra M um að hún þirfti ekki að fara í dúnúlpuni á leikskólann vegna þess að hér var um 17 stiga hiti! hmmmmmm
Ég er að hugsaum að taka sumarið með mér til Íslands.

6. maí 2004

Það er gott að sofa í sól!

5. maí 2004

Í dag labbaði ég um Amagercenter með opna buxnaklauf!

4. maí 2004

Dagurinn í dag er bara einn af þessum dögum. Maðurinn minn kom heim undir morgun því að hann var að hitta vin sinn sem er í heimsókn og það þíðir að ég sef bara með annað augað lokað (hvað er þetta með okkur kvenfólk að geta ekki sofnað þó að karlarnir séu úti, ekki eru þeir hálf vakandi ef við erum ekki aö skila okkur, þeir sofa bara jafnvel betur ... meira pláss .... aarghhh!!!). Svo fór frk. M vitlausu meigin frammúr og hún varð að gera allt sjálf. Svo gleimdi ég símanum heima þannig að í stað þess að geta farið beint að stússast eftir að ég fór með M. á leikskolann þurfti ég að fara aftur heim að ná í hann og svo aftur upp að ná i annað og svo af stað að láta taka af mér rándýrar og hund ljótar passamyndir seeeem ég þurfti svo ekki á að halda og svo fór ég og keypti mér kúlupenna sem reyndist vera blýpenni og svo keipti ég mér kaffi í 7/11 sem ég missti í gólfið í búðinni sjáfri, náði rétt að bjarga því en með þeim afleiðingum að ég brenndi mig á handabakinu og fékk gusuna yfir peysuna mína seeeem betur fer er svört. Kom móð og másandi á fund sem eftir á að hyggja var algjör tímaskekkja að sitja (en það er ekki okkur að kenna heldur þeim sem héldu fundinn!) en dagurinn er ekki búinn enn þannig að kannski á þetta bara eftir að vera einn af þessum betri dögum !!

3. maí 2004

Föðursystir fór í dag, það er nú bara frekar leiðinlegt. Ef ég hefði átt stærra hús hefði ég nú bara stolið henni og geimt hana og manninn hennar niðri í kjallara og hleipt þeim út um helgar. Það var semsagt yndislegt að hafa þau í heimsókn. Ég hef bara sjaldan verið með jafn afslappaða og þægilega gesti. M var eitur hress allan tíman og er alveg búin núna. Chr. er varla búinn að ná sér eftir þessa helgi enda tók hann vel á. Hann var gjörsamlega alveg búinn í morgun og fékk því að sofa út .... lengi.
Við M förum til landsins bláa eftir viku. Ég ætlaði að vera búin að missa 10 kiló fyrir árgangsmótið en það er náttúralega vitfirra að gera sér einhverjar vonir um að spikið minki á meðan maður situr í sól og blíðu og sötrara bjór!!! Semsagt það eru svört föt og uppgreitt hár og háir hælar .... það grennir!

30. apr. 2004

Frænkur mínar eru stakir snillingar!!

Ofnæmi er að drepa mig. Það er svo mikil prósenta af Birki Póllen í loftinu núna að ég er gersamlega að kafna. Augun á mér eru sokkin nefið rautt og sárt og mér líður eins og bjána.

Núna er ég að leyta af pulsuvagni til leigu. Í kvöld kemur frænkan góða ég hlakka svo til. Góðu grannar mínir hafa ákveðið að halda smá gleði fyrir allt þetta fólk sem er í heimsókn hja öllum öðrum en þeim. Svona erum við yndisleg. Ég er að hugsa um að ætleiða þau öll.

þrif=ofnæmi í börnum=ég þríf ekki heima hjá mér muuuhhahahaha ...... Karlinn í útvarpinu var að segja þetta ... á rás 2!

29. apr. 2004

Harðfiskur og smjör og flatkökur rúla!!

27. apr. 2004

Helgin var æðisleg. Fullt að gera bæði fyrir börn og fullorðna. Sólin er komin til Hafnar og Birkifræ stæka nef mitt og erta augu og lungu. Blessað vorið er komið! Lóan kemur ekki til köben að mér skilst. En með hækkandi sól koma hinsvegar farfuglar í hópum frá landinu bláa.

Annars þá skilst mér að starfandi sé lóuspæjari hér í höfn og segist hann hafa séð Hjejle á hjóli sínu? Hver veit?? Hún kemur varla inn í borgina sjálfa nema kanski með jetsetinu!!!

21. apr. 2004

Jæja góðan daginn,
Bara tími til kominn að blogga.
Ekkert mikið að gerast en ofnæmi fyrir Birkitrjám að drepa mig gersamlega.
M er frísk
og Chr. búin að sækja um filmskolen.
Allt á réttri leið hér í Noramaliserings landinu.
Ég held bara satt að segja að ég sé orðin Normaliseruð ... næstum!

23. mar. 2004

Nú, þetta blogg mitt gengur afar hægt þessa daganna. Í dag var ég sammt rosalega dugleg. Ég breytti heilan helling og rysugaði og gerði fínt.

Á morgun ætla ég að fara niður í bæ og hitta hann Barða. Það verður nú bara huggulegt.

M er rosa dugleg í leikskólanum. Er alveg komin inn í allt og er bara alltaf sæturst.

Chr. sefur enn en er byrjaður að vakna til lífsins öðruhvoru. Það er líka bara gott. Kannski er hann bara svona maður sem leggst í dvala yfir veturinn. Springur svo bara út á sumrin.

15. mar. 2004

Í dag fór ég í leikhús með H.Ó. Það var mjög gaman að fara í leikhús en leikritið sjálft var heldur .... klént!! Ég sat með frosið bros allan tíman og vissi ekki alveg hvað var í gangi. En kanski slær þetta leikrit í gegn? Maður veit aldrei.

Helgin var rosa góð, við fórum í sumarbústað og gerðum ekkert annað en að borða sofa og leika með lestina og drekka smá rauðvín. Bara eftir bókini! Guðdómlegt!

3. mar. 2004

Blessuð sólin læknar allt! Mikið er þetta búinn að vera bara ágætis dagur. Tengdó kom og kjaftaði við mig i 2 tíma og þvottahúsið var ekket skerý þrátt fyrir 7 vélar og A faðmaði mig í hálftíma á meðan ég var að passa hann ... hann var reyndar veikur en sammt alveg ydislegt! Maðurinn eldaði, húsið hreint og ég skilaði af mér skýrslu! Afrakstur til fyrirmyndar! Morgundagurinn veruður vonandi enn betri!

já á morgun er ég boðin í veislu í Jónshús og Davíð Drjóli verður þar líka! Ég verð nú bara að mæta til þess að bera hann augum í fyrstaskipti, svona læv ... að ég man. Svo verður þarna margt annað gott fólk sem mér þykir vænt um. Það væri nú gaman að hitta þau öll.

Og svo tromp fimmtudagsins er að saumó kerlurnar eru að fara að hittast. Það er nú ekki leiðinlegt í þeim samkvæmum! Mikið talað drukkið og malað. Hjólað verður á Sólbakken í samferð tveggja vinkvenna af lorteöen. Djös þetta verður gaman.

Og svo förstudagurinn ber með sér læknisför!...geymför föruneyti föreyjar förken heheheh

1. mar. 2004

Ekki skemmtilegur dagur, svaf of lengi, gerði ekki neitt og tengdó kom 5 dögum of snemma! Maðurinn minn var eithvað að rugla með að þau ættu að koma á föstudaginn. Komu semsagt heim í gær og við ekki búin að ganga frá neinu. Honum fannst þetta drep fyndið og ég er alveg miður mín. Svona getum við nú verið mismunadi öll sömul!

28. feb. 2004

Ég fann hann.

Í dag er ég sko búin að gera heilan helling.

Ég er búin að fara út og hitta frændfólk mitt sem mér þykir rosa væntum og við fengum okkur bruch á kaffi Norden sem er nú frekar skrítinn staður en .... allir íslendigar vita hvar hann er og er hann þó nokkuð skárri en helv... Hard rock.

Svo erum við búin að fara í allar leiðulegustu búðir danmerkur og svo enda í Amagercenter sem er náttúrulega versti staður í heimi. En okkur tókst að kaupa afmælisgjöf handa dóttur okkar frá farfar! Foreldrarnir eiddu nefnilega peningunum sem hún fékk í mat fyrir jólin! Vonda fókið!!

En nú erum við komin heim og ég er að fara að kaupa mér kort í líkamsrækt og ég hlakka bara til að fara að puða. Og svo ætla ég að hitta Dísu Deez í kvöld þannig að það er allt í góðum gír hér.

27. feb. 2004

Fru Elgaard

I dag er eg buin ad tyna manninum minum..... aftur. Hvar er hann ?
Hann hlytur ad fara ad skila ser karlinn. Okkur M langar i Pizzu!

26. feb. 2004

Í dag hefur mér ekkert orðið úr verki! En svona eru nú sumir dagar. Og ég er sammt búin að ná að tala fullt við nágrannakonuna og búin að breita blogginu! Mjög gott!

Það kemur nýr dagur á morgun

25. feb. 2004

Hallo

Jæja, ég er þá bara byrjuð aftur. Blótið er búið og allt gekk að lokum vel nema ég keyrði mig í rot .... í orðsins fylgstu merkingu. Er í sjálfvirkri endurhæfingu í Rungsted hjá tengdó.

Skólinn bara settur í bið og safna bara spiki í smá tíma þangað til að þetta líður hjá. Ætla sammt að reyna að fara í sprikl á morgun. Það verður öruglega gott.

Matthildur stendur sig eins og hetja. Finnst rosalega skemmtilegt í leikskólanum og vill helst ráða sjálf ... Öllu. Hún er nú sammt svolítð fyndin, hún tók upp á því um daginn að hætta segja da í stað já og segir núna hátt og skýrt Já. En tók upp á því að segja E í stað ég eða jeg. Þannig að stundum hljómar hún eins og afdalabóndi frá norður Noregi: "mamma e ska fra"

En maðurinn minn sefur ... enn! Og er að sækja um í Filmskolen. Mér lýst ljómandi vel á það. Hann ætlar í animation leikstjórn. Ég held að það hennti honum mjög vel því þar eru sko einginn konflikt eða leikarar með primadonnustæla. Bara dúkka sem maður pakkar í kassa þegar maður er búinn!!! heheh

Jæja ég ætla að reyna að halda þessu við núna og skrifa meira fyrir þá sem nenna að lesa þetta. og og og ég ætla að reyna að setja inn nýtt sjátát!

19. jan. 2004

Nú finnst mér ég vera komin af alminnilega af stað með Þorrablótið. Það gekk bara vel í dag.

Þetta var góður dagur. Ég svaf lengi en náði þar af leiðandi ekki að þrífa eins og ætlunin var. Og Ég var búin að heita því að fara í rúmið fyir klukkan 24 en ég næ því ekki.... neeeeei.

Nágrannarnir eru á leið til Póllands i sumar og okkur langar með. En vandamálið er að tengdapabbi er að fara að gifta sig á jazzfestivali á Famö!!! Við erum boðin þangað i 10 daga í júli! Ég veit ekki hvort við getum þá farið líka til Póllands??? En það er langt í júlí og ævintýrin gerast enn sjáðu til!

M. er í essinu sínu þessa dagana. Hún er farin að telja! 7, 8, 9. Ég skil bara ekki afhverju hún byrjar ekki á því að læra 1, 2, 3. En mjög fyndið sammt sem áður.

Chr. sefur enn á sófanum! Það tók á að formatera tölvuna greinilega!!

Það snjóar úti sem þýðir það öruglega að það verður allt stop á morgun. Best að vakna snemma og hjóla bara á Stínuhjólinu í rólegheitunum .... get ekki annað það er frosið í fyrstagír hvort eð er!

17. jan. 2004

Eeeer svooooo þreitt í dag að ég nenni ekki einusinni í partý. Ef frúin nennir ekki í partý þá er eithvað mikið að, sagði mamma hennar og hló!!! En nei, ekkert að, bara ósofin vegna þess að M vaknaði kl. 02:30 og var vakandi í 3 tíma og vaknaði svo aftur eitur hress um 07:30! Orkubolti!

Og síþreyta, leti, skammdegi, hausverkur og og ofát jólan gera það að verkum að ég er treg og hægfara i det heletaget!

Er að hugsa um að fara í ljós og fá þá smá sól-orku eða ljósa orku eða er það kannski bara raf-orka? Annars þá finnst mér ljósabekkir ógeð og yfirleitt frekar sveittir og klístraðir en það gæti kanski komið mér í gang?

Kemst í gang með vorinu og sætti mig við það!
Er ekki nema búin að tína sjátátinu eina ferðina enn!!!!

Frú Elgaard ræskir sig og spítir, setur upp gleraugu og segir:

Bloggið bara stoppaði vegna áts, áhyggju af prófum, áramóta, álagi og vegna ágangs er ég byrjuð aftur!

Prófin vor ömurleg og nú er ég að æsa mig í að gera alminnilegt þorrablót fyrir íslendigana hér i KBH. Den gra Hal í Kristjaniu, SKIMO og fyndnasti maður landsinds í samblandi við vambir ... -bjór og -kinda, hákarl, hrútspunga, gamla hippa, horfnar hassbúllur og svo landinn! Hmmm, hef áhyggjur en vonast til að allt fari vel. ´

Stelpurnar í Þorrablótsnefndinni eru djöf. duglegar og nýja stjórnin í IFK er rosa fín þannig að allt er að funkera. Auk þess er ég að reyna að fá Skrúna til Hafnar í ljóðalestur með öðrum skáldkonum. Barði vill að ég lesi ljóð eftir Huldu. Ég þori því ekki ég er svo hrædd um að klúðra því, mismæla mig svitna titra skjalfa tárast roðna en langar samt voða mikið að gera það, því það er svolítið kúl.

M. er að verað fullorðin. Hún er byrjuð á leikskóla og perlaði festi í fyrradag. Fóstrunar sögðu mér að það hefði tekið hana 1 og 1/2 tíma að þræða 8 perlur upp á prjón "Hun er meget taalmudig" sögðu þær. Ég brosti og varð glöð.

Chr. er að reyna að koma sér í gang með að sækja um praktík. Hann er eithvað annarshugar finnst mér undanfarið. Vildi óska þess að það gangi upp sem fyrst. Það væri bara alltof cool.

Við höfðum það gott um jólin, vorum mest bara í rólegheitum. Ég las svolítið en sammt minna en ég hefði viljað. En það mátti svo sem búast við því!
Áramótin voru rosa fín. Vorum hjá góðum vinum átum góðan mat drukkum góða drykki og daginn eftir kom maður með 10 Pizzur, 2 kassa af bjor og 2 kassa af kóki! Haukur er ofur svalur!!!!

Ég er búin að fá ný gleraugu!

Fékk fullt af fallegum hlutum í jólagjöf og fullt af jólkortum. Ég er enn á leiðinni að senda jólakortin út frá okkur. Sem urðu svo að nýárskveðju sem er ekki tilbúin enn. Við höfum út janúar!

Takk fyrir!