28. feb. 2006








Í gær fórum við Regina út að ganga í góðaveðrinu. Það var bara komið vor í gær og líka í dag. Yndislegt og ég veit að svona heldur þetta áfram. Þó að það kólni pínu þá heldur þetta bara áfram. Þegar við komum heim saumaði móðirin mjög metnaðarfullan Ronju búning! Bollur voru étnar með miklli list en samt eru enn 10 stk eftir. M vildi helst fá kavíar á þær. Móðirin sá víst um að borða flestar... gat nú skeð, og barnið sagði: Mamma, afhverju ert þú alltaf svona feit. oooooh ég trúi bara börnum og fullu fólki. Í dag borða ég eingöngu hrískex og pakka niður.
Hér er Ronja mætt með systur sína:

Bless hlíðin mín fríða!



27. feb. 2006

Bolla Bolla Bolla, í gær sneyð ég Ronju búning, gerði gúrmei mat og bakaði eina upp skrift af ótrúlega flottum og vel hepnuðum vatnsdeigsbollum. Við M ætlum að setja rjóma og súkkulaði á þær á eftir. Þeir sem lesa þetta fyrir kl. 22 í kvöld eru boðnir í kaffi. Ég ábyrgjist ekki að það verði til nóg eftir þann tíma. Lifð heil Bolla bolla rjóma bolla!

25. feb. 2006

Vetrarhátið í Reykjavík






Við fjölskyldan skelltum okkur á vetrarhátíð hér í bæ. Byjuðum á því að röllta okkur niður í bæ úr Hlíðunum og fara út að borða eftir vinnu. Síðan fórum við á Borgarbókasafnið í Tónsmiðju með Möggu Stínu og Benna Hemm Hemm og röltum um bæinn og tókum strætó heim í hlíðar. Í dag byrjuðum við á því að fara í foreldraviðtal á öldukoti. Ekkert nýtt þar bara allt í þessu fína. Svo skelltum við okkur á skauta í Laugardalnum og fórum svo á Bæjarins bestu og fengum okkur eina með öllu. Fórum á kaffihús og fengum okkur kaffi, bjór og kakó. Fórum og gáfum öndunum og kíktum loks á sýningu í Ráðhúsinu. Á morgun verð í brjáluðu stuði til að pakka eftir þennan fallega dag í Reykjavík.

23. feb. 2006

Sakn sakn




Ég sakna ykkar allra þarna í DK, líka þeirra sem ekki eru á myndunum!!

22. feb. 2006

Kanski sting ég mér niður á Hringbraut á eftir og næli mér í nokkra pappakassa. Andinn er að koma yfir mig. Jáááákvæðir straumar... jááákvæðir straumar. Vildi óska að ég gæti bímað allt dótið á Suðrgötuna og bara "pling" allt í einu sæti ég sæt og rjóð með latte að lesa kerlingatímarit borðandi flöðebollu í rauða húsinu. En nei veruleikinn er annar. Blóð, sviti og tár, hlandvolgt soðið bónus fokking kaffi, hrískaka, kúkableyja. En ætli maður verði ekki bara sáttari fyrir vikið. Segjum það bara.

21. feb. 2006

Neeeeenni ekki að pakka!

20. feb. 2006

Allir orðnir frískir.
Nú er bara tími til komin að flytja í... 19 skipti á minni ungu æfi... fokk Happy 19th!

Ef einhver er í brjáluðu stuði 1 mars að koma flytja þá er væri það vel þegið. Næst þegar ég flyt ætla ég að vera búin að spara fyrir að borga einhverjum að gera það og þá ætla ég ekki að flytja næstu 10 árin og hana nú!!

16. feb. 2006

Hmmm, var að spekulera hvort það væri þannig að þegar manni gangi vel þá þarf maður aðeins realití tékk inn á milli. Allt er búið að ganga upp með íbúð vinnu og stelpurnar og allt en viti menn. Chr. var veikur í síðustu viku og sló svo niður á sunnudaginn og fékk barasta lúgnabólgu og er búinn að liggja fyrir og bryðja hestapillur síðan á mánudag. Sem beturfer er hann að hressast núna og stefnir á að fara í vinnu á morgun. R er búin að vera með kvef í mk. viku ekkert alvarlegt en hún hefur verið svolítið ergileg vegna þess að hún getur ekki alltaf drukkið af því að nefið á henni er stíflað en hún borðar vel og svo tókum við eftir því að hún var farin að halla höfðinu alltaf til vinstri í tíma og ótíma. Svo fékk hún hita og ég þorði nú ekki annað en að fara með hana til læknis líka og viti menn hún er með eyrnabólgur ... þess vegna er hún að halla höfðinu í tíma og ótíma og okkur fannst þetta geðveikt fyndið. oooo glötuð móðir. En ég brunaði semsagt þrisvar í apótekið á innan við sólarhring. Og nú er hún komin á pensilín kúr og með niðurgang út af honum og svei mér þá hvort það sé ekki bólginn neðri gómurinn líka.
M er í stuði í leikskólanum nem havað að hún virðist vera með einhverja mömmu sýki núna. Held það sé vegna þess að ég er alltaf með R útaf Því að hún er óróleg.
Ég er reyndar að grennast jibbíí fór í átak sem virkar.
mmmm Þannig að maður nær að halda coolinu þrátt fyrir alla gleðina!!!

11. feb. 2006


Hér bý ég bráðum eftir 1. mars jíííbííí

10. feb. 2006

Nolli í Brasílíu
Gefið ykkur tíma til að skoða þetta. Aaaalveg yndislegt. Og að hugsa sér maðurinn þykist vera stjórnmálamaður. Hahhaha

Það er föstudagur tími carnivals í Ríó og rassahrisstingar eru hollar!!!

Gleðilega helgi vííííí

9. feb. 2006

Bráð vanntar pössun í kvöld frá kl 19:30 til ca. 23:00
eníone???
Er í spenningskasti núna. Við erum búin að finna íbúð til að leigja á besta stað í bænum og við fáum að vita á laugardaginn hvort við fáum hana. Ég byrja að vinna 3. mars kl. 9.00 og svík hér með frænku mína og allt sjitt bölvað vesen. En svona er þetta bara. Eins og ástkær dóttir mín segir oft.

Ein jólamynd svona upp á grínið!!

6. feb. 2006



Við stelpunar fórum upp á Akranes um helgina. Það var rosa fínt. Chr. átti að koma á laugardeginum því það var fjölskylduþorrablót hjá móðurfjölskyldunni minni. En hann fékk hálsbólgu og eyrnaverk og lá því bara í rúminu og kom svo og sótti okkur í gær. En þetta var bara frábær helgi. M fór á Langasandinn með Afa sínum og fænda og ég og R hugguðum okkur.

En á föstudaginn var hringt í mig frá Vinnuskólanum og ég var beðin um að byrja að vinna 1. mars nk. frrááábært. OOOh ég hlakka svo mikið til að fara að vinna. Okkur vantar bara pössun fyrir R. Til að byrja með fær Chr að vinna á kvöldin og svo fáum við að sjá hvað gerist. Annars skín sólin en samt tveggja stiga frost, aldrei þessu vant. Einn og hálfur mánuður í vor.

2. feb. 2006



Dóttir mín heldur því framm að Kringlan sé A´mar center og að Bónus sé grísabúðin! Ég er svo sammála henni í þessu. Henni finnst líka skemmtilegra að labba niður í bæ en að fara í Kringluna. Við skruppum í Kringluna í gær og gerðum góð kaup í Hagkaupum. Fínustu útsölur þar sjáið til. En maður verður alveg jafn heila dauður fyrir vikið. Við hjónin reyndum nú að finna eithvað fínt og fallegt til að fá okkur. Eignumaðurinn gengur um í lörfum sem eru að rifna í sundur af ofnotkum en ektakvendið er að rífa í sundur fötin af annarri og heldur verri ástæðu... spieeeki!

Annars fór M í leikskólann í gærmorgun og var búin að raða í sig brauði með kavíar og drekka stórt mjólkurglas. Þegar hún kom svo á leikskólann og var búin að kveðja pabba sinn var hún eithvað lítl í sér og tók sig svo til og ældi út alla stofuna. Skemmtileg þrifa það, æla úr mjólk og kavíar... uuhhhhhhggghhhh