28. feb. 2006








Í gær fórum við Regina út að ganga í góðaveðrinu. Það var bara komið vor í gær og líka í dag. Yndislegt og ég veit að svona heldur þetta áfram. Þó að það kólni pínu þá heldur þetta bara áfram. Þegar við komum heim saumaði móðirin mjög metnaðarfullan Ronju búning! Bollur voru étnar með miklli list en samt eru enn 10 stk eftir. M vildi helst fá kavíar á þær. Móðirin sá víst um að borða flestar... gat nú skeð, og barnið sagði: Mamma, afhverju ert þú alltaf svona feit. oooooh ég trúi bara börnum og fullu fólki. Í dag borða ég eingöngu hrískex og pakka niður.
Hér er Ronja mætt með systur sína:

6 ummæli:

Edilonian sagði...

Vá! Þú ert algjör snillingur. M er algjört æði í búningnum:o) Úff þessi árans offita er að drepa mann..vinur hennar Önnu Líf sagði við mig í sumar: Edda..af hverju ertu svona feit?? Ertu með barn í maganum?? Mamma og VINKONA hennar voru að tala um það!!!!!!:o/
Þessi börn.......

Frú Elgaard sagði...

hahaha omg, ég veit ég veit! púff. Hvað er svo normið fyrir börnin. ha ekki vill maður að þau verði feit og ekki heldur anorexíu sjúklingar!! Þetta er flókið mál hmmm.

Bippi sagði...

Mér finnst þú nú algjör snillingur að sauma svona flottan búning....

....ég fékk sömu einlægu spurningu um daginn í kennslu og eftir það ákvað ég að fara að hreyfa mig....það breytti því þó ekki að ég át nokkrar bollurnar í gær;)

SL sagði...

Æðislegur búningur....oh ég vildi að ég væri svona handlagin bu huhu

Frú Elgaard sagði...

Augnablik, ATH saumaskapurinn er mjöög lítll aðeins hettan. hitt er bara það sem var til hér heima... En annars takk takk heheh

Nafnlaus sagði...

vóvó girl.... þú ert nú bara laaangflottust sko.... og krafturinn í þér, úff og púff... átt alla mína samúð með fluttninga.... vildi ég hefði getað hjálpað ykkur, bara næst.... þið eigið það sko alveg inni hjá mér en góðar stundir á suðugötunni go til hamingju með þetta allt saman....kveðjur frá köben og L blokk