16. feb. 2006

Hmmm, var að spekulera hvort það væri þannig að þegar manni gangi vel þá þarf maður aðeins realití tékk inn á milli. Allt er búið að ganga upp með íbúð vinnu og stelpurnar og allt en viti menn. Chr. var veikur í síðustu viku og sló svo niður á sunnudaginn og fékk barasta lúgnabólgu og er búinn að liggja fyrir og bryðja hestapillur síðan á mánudag. Sem beturfer er hann að hressast núna og stefnir á að fara í vinnu á morgun. R er búin að vera með kvef í mk. viku ekkert alvarlegt en hún hefur verið svolítið ergileg vegna þess að hún getur ekki alltaf drukkið af því að nefið á henni er stíflað en hún borðar vel og svo tókum við eftir því að hún var farin að halla höfðinu alltaf til vinstri í tíma og ótíma. Svo fékk hún hita og ég þorði nú ekki annað en að fara með hana til læknis líka og viti menn hún er með eyrnabólgur ... þess vegna er hún að halla höfðinu í tíma og ótíma og okkur fannst þetta geðveikt fyndið. oooo glötuð móðir. En ég brunaði semsagt þrisvar í apótekið á innan við sólarhring. Og nú er hún komin á pensilín kúr og með niðurgang út af honum og svei mér þá hvort það sé ekki bólginn neðri gómurinn líka.
M er í stuði í leikskólanum nem havað að hún virðist vera með einhverja mömmu sýki núna. Held það sé vegna þess að ég er alltaf með R útaf Því að hún er óróleg.
Ég er reyndar að grennast jibbíí fór í átak sem virkar.
mmmm Þannig að maður nær að halda coolinu þrátt fyrir alla gleðina!!!

2 ummæli:

Edilonian sagði...

Úff púff þetta eru nú meiri veikindin:o/ En stóra spurningin...hvernig átak??;o)
Vona að öllum batni sem fyrst.
Edda

Frú Elgaard sagði...

Ekkert glútín elksan,það er málið ... svolítið erfitt... engin pizza ekkert brauð ekkert kex ekkert pasta!!!!