27. sep. 2006


Í gær var kröfuganga á móti Kárahnjúkavirkjun. Þar mættu að minnstakosti 11.000 manns. Ég hef verið að lesa í "kommenta" kerfi á visir.is að þetta sé aðeins lítill hluti þjóðarinnar sem hafi þessa skoðun þ.e er á móti virkjuninni. Og þetta séu sérvitringar sem eru bara á móti öllu til þess að vera á móti.

En hér kemur mitt koment. 8.000 manns söfnuðust saman til þess að taka á móti honum Magna okkar. Þá var það öööööölll þjóðin sem stóð með honum en aðeins 8.000 létu sjá sig. En 11.000 manns á laugarveginum ér ekki nema brota brot þjóðarinnar? Segja menn. Ég mundi segja að um 50.000 manns hefði viljað vera þarna en komst ekki vegna þess að fyrirvarinn var stuttur. Ég þurfti sjálf að vera annarsstaðar en maðurinn minn og börnin fóru.

11.000 manns er mjööög mikið fyrir kröfugöngu. Það sínir mjöög stóran hluta þjóðar vilja. Það eru ekki til 11.000 öfgamenn á Íslandi. Í VG eru t.d. bara 2000 manns sem eru flokksbundnir. Ef þeir voru allir þarna Hvaðan koma þá hin 9.000 ???

25. sep. 2006

Göngum með Ómari

Göngum með Ómari
- þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir



Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eigin samvisku.

Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Við tökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnast saman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt hið sama.


Því er boðað til:
Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00
frá Hlemmi að Austurvelli


Horfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi og náttúru –
Göngum með Ómari niður Laugarveg á þriðjudaginn.

22. sep. 2006


Ég er búin að vera hálf rænulaus alla vikuna. Er búin að skrifa upp á vítamínkúr handa mér sjáfri. Er alvarlega að íhuga að fara í leikfimi kl 6.30 á morgnana... á bíl! Það nagar samviskuna en spikið er að gera mig gráhærða. Læt karlinn hjóla í staðin. En til að byrja með ætla ég nú að skella mér á Oktoberfest hér í vinnuni. Tjuuuss

20. sep. 2006


Fyrir þá sem ekki vita hver maðurinn er... hann adam þá er þetta ástkær bróðir minn og mun hann koma all gróflegri fyri sjónir í hversdagsleikanum. En þetta er hluti af auglýsinga herferð Háskólans í Ottowa þar sem alskonar fólk tjáir sig um skólan. Þetta er semsagt ímynd íslendingsins.. heheh.
En allavega liggur ljómandi vel á mér. Ég er búin að stunda hádegisfundi í samgönguviku Reykjavíkurborgar og verð skotin í alskonar fólki eftir hvern einasta fund. Finnst allir frábærir... nema þá nokkrir sem tengjast pólitíkinni beint.

Um daginn fórum við í sumarbústað með Hryssunum, stóðhestum þeirra og afkvæmum. Mikið var það nú dásamlegt alveg var ég andlega endurnærð eftir þennan fund en kíkamlega örmagna og tók það mig u.þ.b. heila vikur að ná mér. Ég á svooo geðveikt duglegar og sætar og góðar og yndislegar vinkonur að það er fáránlegt.

Við fórum í réttir um helgina í Dalina og það var nú bara ljómandi gott. R. sat á réttarvegnum og jarmaði en M var mjög ánægð með hvað það væru margar geitur og strútar! (strútar = hrútar)Daninn dró í dilka eins og berserkur og höfðu menn orð af að nýbúar væri í miklli framsókn á landinu og hver veit nema að hann verði Fjallkongur einn daginn. hmmmm Christian Fjallakóngur hinn mikli. Ég hinsveg horfði á æstan og stressaðan búfjárinn og fann einungis fyrir örvæntingu og hræðslu dýranna. Horfði á bænastað Auðar djúpeygðu og vorkendi blessuðum rollunum. Ég er alveg að tapa mér held ég í þessum málum. Best að grilla eitt læri um helgina! Reynar er ég á leið á Oktoberfest í vinnuni þar sem ég mun raða í mig wurst og skola niður með mjöð, gott mál það!

18. sep. 2006


Okey, fólk nennir ekki þessu!!

En hvað fnnst ykkur þá um þennan?

Sérstaklega þið sem þekkið hann?

15. sep. 2006

Sjálfs ádeila!

Ég fór í bíó um daginn sem vakti upp tilfinningar og hugsanir sem ég var búin að grafa lengst aftur í heila. Þetta voru hugsanir sem ég átti sem unglingur og fór fyrst að hafa áhuga á umhverfismálum.
Ég er búin að lesa mikið um þessi mál. Ég er búin að taka nám sem snýst algjörlega um þetta. Ég er fagmanneskja.
Málið er að jörðin er að hitna og það er fullt að gerast sem er búið að spá fyrir framm fyrir löngu. Það eru bara aðilar sem vilja ekki hugsa um þetta því þetta er ekki að gerast akkúrat núna... halda þeir. En það er staðreind að jöklarnir eru að bráðna og bráðna hraðar en fólk heldur. Því til stuðnings má benda á að hvannadalshnjúkur er 2m lægri í dag en fyrir 10 árum. Það er ekki lengur skíðað í kerlingafjöllum. Íshöfin minnka. Þetta er að gerast.
Og hvað gera íslendigar? Byggja álver til þess að bæta nú aðeins hressilega í gróðurhúsa áhrifin. Keyra bíla eins og aldrei fyrr. Fólk neitar þessu og vill ekki taka ábyrgð. Sumir segja þetta verður æði, loksins alminnilegt veður á íslandi. Hvað gerist þegar allt fer á kaf. Það er staðreind að sjáfarborð hækkar um nokkra metra 6 til 12m á næstu 40 - 100 árum. Hvert förum við þá? Sumir segja þetta verður æði, loksins alminnilegt veður á íslandi. En spáið í því hvað gerist í kringum okkur. 2/3 Hollands fer á kaf. Í Hollandi búa 16 miljón manns. Hugsið ykkur flóttamanna strauminn. Og talandi um fátækari ríki. Hvað er maður að bjóða börnum sínum upp á? Á síðasta ári voru gefnar út tilkynningar frá heilbrigðiseftirlitinu til leikskóla á miðbæjar svæðinu um að halda börnum inni vegna smog´s... þ.e. co2 meingunar úr bílum allir foreldrar að koma með og sækja börning.. skutlast... líka ég. :(

Enginn nennir að gera neitt. Æi þetta er tapað mál, virkjunin er komin til að vera, æi það þýðir ekkert að mótmæla þeir hlusta ekki á mann hvort eð er. Æi æi æi Best að láta börnin sjá um tiltekt eftir sukklíf okkar. Svo er ekkert mál fyrir heila þjóð að koma manni í úrslit í söngvakepni í Nameríku.

Aaaaaaaaaaarrgh! Það allra allra versta er að ég er ekkert skárri en hver annar í þessum málum. Loka bara augum og eyrum og skutlast upp á skaga á bílnum. Glatað!

En það er hægt að gera eithvað í málunum. T.d. hvar er betri vetnvangur fyrir rafmagnsbíla en hér á Íslandi. Raforkan er mjjjöööög ódýr og umhverfisvæn. Ég stefni að það að kaupa mér rafmagnsbíl. Vandamálið við þá hér á landi er að það er erfitt að fá bifvélavirkja sem kann að gera við slíka bíla. En þetta kemur allt. Ég vona að fólk fari að taka við sér.

Ég varð bara að deila þessu. Ég er ekki að detta í þunglyndi þvert á móti þá hefur mér aldrei liðið betur.

14. sep. 2006

Skoðið auglýsingu á bls. 6


Lesið svo þennan texta og svo taktu afstöðu í málinu!! Ég meina það ég skora á ykkur öll.

Félag um verndun hálendis Austurlands
hefur lengi barist fyrir verndun hálendisins. Nú berst það einnig
fyrir öryggi og heill íbúanna. Þess er krafist að óháð matsnefnd meti
áhættu og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og fyrr verði engu vatni hleypt
á Hálslón.
Við viljum að fólk geti vegið og metið af skynsemi hvort ekki sé
heillavænlegast að eiga víðernin og vistkerfin áfram og þar með að
eyða þeirri ógn sem af Kárahnjúkavirkjun stafar í byggð. Minnumst
þess að framtíðarland og auðlindir komandi kynslóða eru í húfi.
Í því skyni stendur félagið fyrir blaðaauglýsingum með einföldum
texta og undirskriftum margra einstaklinga, eins margra og í næst.Við
hvetjum þig því til að leggja þitt af mörkum með því að skrá þig á
undirskrift@kjosa.is og vera með í auglýsingunum. Þá er æskilegt að
miðla þessu bréfi til hugsanlegra stuðningsmanna.
Í skeytinu þurfa að vera nafn og titill sem koma eiga fram í
auglýsingunni auk nafns greiðanda ef það annað en þitt eigið. Einnig
þarft þú að leggja inn 1000 kr. á bankareikning félagsins 0305-13-339
c/o Þorsteinn Bergsson gjaldkeri kt. 270664-5719
Viljir þú ganga í Félag um verndun hálendis Austurlands getur þú sent
skráningu á netfangið felagi@kjosa.is
Fyrirsagnir verða mismunandi í auglýsingum en megintextinn verður þessi:
Á undanförnum árum hafa þrír gagnmerkir íslenskir jarðfræðingar lýst
áhyggjum sínum af stíflustæðum og öryggi Kárahnjúkavirkjunar;
Guðmundur E. Sigvaldason jarðefnafræðingur og fyrrverandi
forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar; Grímur Björnsson
jarðeðlisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur og síðast Haraldur
Sigurðsson eldfjallafræðingur og prófessor við Rhode Island háskóla í
Bandaríkjunum sem lagði til að óháð nefnd gerði nýtt áhættumat eftir
að hafa skoðað sprunguskýrslu Kristjáns Sæmundssonar og Hauks
Jóhannessonar (nóv. 2005). Þessi skýrsla hefur hvorki verið kynnt né
rædd á Alþingi Íslendinga og er þó ítarlegasta og alvarlegasta
rannsóknarskýrsla sem til er um eðli og gerð berggrunns við Kárahnjúka.
Aldrei í heiminum hefur svo stór stífla verið reist á jafn viðkvæmri
undirstöðu. Landið er á virku belti, jarðhiti er á svæðinu og líklegt
að háhiti hafi verið þar á nútíma. Berglög eru sprungin og misgengin
og vís til að hreyfast þegar vatn og farg þrýsta á þunna jarðskorpuna.
Við teljum áhyggjur þessara virtu jarðvísindamanna af öryggi
stíflumannvirkja svo alvarlegar að nauðsyn beri til að óháðir aðilar
grandskoði framkvæmdina frá jarðfræðilegu sjónarhorni. Komi til
válegra atburða við Kárahnjúka eru almennir borgarar í hættu.
Við höfum áhyggjur af lýðræði á Íslandi. Í ljósi þess að almenningur
ber fjárhagslega ábyrgð á verkinu er eðlilegt að hann fái ótvíræðar
upplýsingar um hver áhættan er.
Við tökum undir með Haraldi Sigurðssyni prófessor og
náttúruverndarsamtökum um allt land og krefjumst þess að fram fari
óháð áhættumat á mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar nú þegar. Við
krefjumst þess einnig að unnið verði nýtt, óháð arðsemismat þar sem
öll spil eru lögð á borð, þar með raforkuverð og kostnaðarauki vegna
vanræktra rannsókna. Við krefjumst þess að Alþingi Íslendinga verði
kallað saman til að fresta fyllingu Hálslóns þar til þessi úttekt
lítur dagsins ljós.
Fyrr getum við hvorki sofið né vakað áhyggjulaus

6. sep. 2006

Jæja fólk, ég skora á ykkur að taka afstöðu og láta í ykkur heyra og vinsamlegast látið þetta myndband ganga. Það er ekki of seint og það er alltaf hægt að hætta við og laga
Landið OKKAR , munið að kveikja á hljóðinu...

Vinsamlegast kynnið ykkur myndina aninconvenienttruth þetta er því miður málið!

1. sep. 2006

Hjálp!!!

Okkur vanntar pössun annað kvöld, erum að fara út að borða í tilefni brúðkaupsafmælis í gær... svo er okkur boðið í innflutningspartý hjá Eyjó nokkrum og Kristínu fögru koninni hans...OMG!

Áhugasamir vinsamlegast hafið samban ;)
Ég lét klippa faxið í gær. Nú er ég með hár rétt niðurfyrir herðar og firirvikið lengdist hálsinn á mér um 2 cm. Þvílíkur léttir, þetta er ótrúlegt hvað hárið á mér er þungt. Hún Harpa mín sem klipti mig fann líka tvö grá hár... monnt monnt, mér finnst það geðveigt spennandi hehe, M fór líka í klippingu og er svakalega fín. Í kaupbæti fengum við svo dýrindis kjötsúpu sem hann Kolli eldaði. Takk fyrir okkur.