15. sep. 2006

Sjálfs ádeila!

Ég fór í bíó um daginn sem vakti upp tilfinningar og hugsanir sem ég var búin að grafa lengst aftur í heila. Þetta voru hugsanir sem ég átti sem unglingur og fór fyrst að hafa áhuga á umhverfismálum.
Ég er búin að lesa mikið um þessi mál. Ég er búin að taka nám sem snýst algjörlega um þetta. Ég er fagmanneskja.
Málið er að jörðin er að hitna og það er fullt að gerast sem er búið að spá fyrir framm fyrir löngu. Það eru bara aðilar sem vilja ekki hugsa um þetta því þetta er ekki að gerast akkúrat núna... halda þeir. En það er staðreind að jöklarnir eru að bráðna og bráðna hraðar en fólk heldur. Því til stuðnings má benda á að hvannadalshnjúkur er 2m lægri í dag en fyrir 10 árum. Það er ekki lengur skíðað í kerlingafjöllum. Íshöfin minnka. Þetta er að gerast.
Og hvað gera íslendigar? Byggja álver til þess að bæta nú aðeins hressilega í gróðurhúsa áhrifin. Keyra bíla eins og aldrei fyrr. Fólk neitar þessu og vill ekki taka ábyrgð. Sumir segja þetta verður æði, loksins alminnilegt veður á íslandi. Hvað gerist þegar allt fer á kaf. Það er staðreind að sjáfarborð hækkar um nokkra metra 6 til 12m á næstu 40 - 100 árum. Hvert förum við þá? Sumir segja þetta verður æði, loksins alminnilegt veður á íslandi. En spáið í því hvað gerist í kringum okkur. 2/3 Hollands fer á kaf. Í Hollandi búa 16 miljón manns. Hugsið ykkur flóttamanna strauminn. Og talandi um fátækari ríki. Hvað er maður að bjóða börnum sínum upp á? Á síðasta ári voru gefnar út tilkynningar frá heilbrigðiseftirlitinu til leikskóla á miðbæjar svæðinu um að halda börnum inni vegna smog´s... þ.e. co2 meingunar úr bílum allir foreldrar að koma með og sækja börning.. skutlast... líka ég. :(

Enginn nennir að gera neitt. Æi þetta er tapað mál, virkjunin er komin til að vera, æi það þýðir ekkert að mótmæla þeir hlusta ekki á mann hvort eð er. Æi æi æi Best að láta börnin sjá um tiltekt eftir sukklíf okkar. Svo er ekkert mál fyrir heila þjóð að koma manni í úrslit í söngvakepni í Nameríku.

Aaaaaaaaaaarrgh! Það allra allra versta er að ég er ekkert skárri en hver annar í þessum málum. Loka bara augum og eyrum og skutlast upp á skaga á bílnum. Glatað!

En það er hægt að gera eithvað í málunum. T.d. hvar er betri vetnvangur fyrir rafmagnsbíla en hér á Íslandi. Raforkan er mjjjöööög ódýr og umhverfisvæn. Ég stefni að það að kaupa mér rafmagnsbíl. Vandamálið við þá hér á landi er að það er erfitt að fá bifvélavirkja sem kann að gera við slíka bíla. En þetta kemur allt. Ég vona að fólk fari að taka við sér.

Ég varð bara að deila þessu. Ég er ekki að detta í þunglyndi þvert á móti þá hefur mér aldrei liðið betur.

Engin ummæli: