20. sep. 2006


Fyrir þá sem ekki vita hver maðurinn er... hann adam þá er þetta ástkær bróðir minn og mun hann koma all gróflegri fyri sjónir í hversdagsleikanum. En þetta er hluti af auglýsinga herferð Háskólans í Ottowa þar sem alskonar fólk tjáir sig um skólan. Þetta er semsagt ímynd íslendingsins.. heheh.
En allavega liggur ljómandi vel á mér. Ég er búin að stunda hádegisfundi í samgönguviku Reykjavíkurborgar og verð skotin í alskonar fólki eftir hvern einasta fund. Finnst allir frábærir... nema þá nokkrir sem tengjast pólitíkinni beint.

Um daginn fórum við í sumarbústað með Hryssunum, stóðhestum þeirra og afkvæmum. Mikið var það nú dásamlegt alveg var ég andlega endurnærð eftir þennan fund en kíkamlega örmagna og tók það mig u.þ.b. heila vikur að ná mér. Ég á svooo geðveikt duglegar og sætar og góðar og yndislegar vinkonur að það er fáránlegt.

Við fórum í réttir um helgina í Dalina og það var nú bara ljómandi gott. R. sat á réttarvegnum og jarmaði en M var mjög ánægð með hvað það væru margar geitur og strútar! (strútar = hrútar)Daninn dró í dilka eins og berserkur og höfðu menn orð af að nýbúar væri í miklli framsókn á landinu og hver veit nema að hann verði Fjallkongur einn daginn. hmmmm Christian Fjallakóngur hinn mikli. Ég hinsveg horfði á æstan og stressaðan búfjárinn og fann einungis fyrir örvæntingu og hræðslu dýranna. Horfði á bænastað Auðar djúpeygðu og vorkendi blessuðum rollunum. Ég er alveg að tapa mér held ég í þessum málum. Best að grilla eitt læri um helgina! Reynar er ég á leið á Oktoberfest í vinnuni þar sem ég mun raða í mig wurst og skola niður með mjöð, gott mál það!

1 ummæli:

Heiðrún sagði...

Méstetta óge fyndin mynd af brósa þínum!