28. apr. 2006

Ég er ótrúlega þreitt. Get ekki gert neitt af viti hér heima. Ég er svo búin að af ala karlinn og hann heldur bara að hann sé fluttur heim til mömmu aftur. Þegar ég var heimavinnandi með R þá eldaði ég, þvoði og þreif og verslaði og borgaði reikninga með hans peningum og hann vann. Nú vinn ég líka en geri allt hitt líka.. eða ekki. Ohh ég nenni ekki að taka þetta stríð. Ég vona að þið sem eigið stráka alið þá upp þannig að heimilsstörfin sé jafn eðligegur hlutur og fara á klósetið. tuð tuð tuð. Ég fíla mig sem bitra úrvinda þreitta húsmóðir í vesturbænum... vanntar bara rúllur, hárnet og sígó. Fer að vinna í þessu...

Annars er bara vika í ferðina til Danaveldis. Það verður nú gaman. Við klúðruðm náttúrlega að fá herbergi en fundum snjalla lausn: Móbælhómið hans tengdó. Fáum það lánað og svo bara kamping á bílastæðinu á öresundkolleginu heheh snild, mér finst þetta ótrúlega findið. Set in myndir síðar haha.

26. apr. 2006

Þetta er nú hérumbil ótrúlegt. Við héldum að við ætluðum ekkert að gera næstu helgi en planið er fimmtudagur: tónleikar chr., föstudagur: vinnupartý: hjá báðum laugardagur: smá vinkonugrín: K Sunnudagur: vinir í mat. Þetta er ótrúlegt hvað okkur tekst að raða á okkur skemmtilegheitin!

24. apr. 2006

Hugvekja frá Jóni í Skerjavör, klár karl hann Jón!

Útsöluhegðun Íslendinga

Töluvert mikið er vitað um það hvernig fólk tekur ákvarðanir þegar það stendur frammi fyrir afslætti. Rannsóknir eru að mestu byggðar á kenningu sem heitir
Prospect Theori (Möguleikakenningin) eftir Daniel Kahneman og Amos Tversky, en þeir fengu Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2002 fyrir þessa kenningu.
Kenningin sýnir að fólk er ekki skynsamt þegar kemur að því að taka ákvarðanir um peninga. Tap eða ókostir hafa meiri áhrif á ákvarðanir en hagnaður og kostir.
Þegar kemur að ákvörðunum er fólk líklegra til að reyna að forðast tap, en að reyna að auka líkur á hagnaði.
Fólk sér afslátt sem “forðun” á tapi. Fólk er því líklegt til að vera ánægðara með því að hafa greitt 100.000 krónur fyrir vöru vitandi það að hún var á 50 prósenta afslætti (júhú, ég sparaði 100 þúsund kall!), í staðinn fyrir að hugsa um að hafa sparað 100.000 krónur með því að kaupa ekkert. Með öðrum orðum: ef þú kaupir ekki núna munt þú tapa afslættinum! Það sem meira er, fólk á það til að kaupa meira en það vantar, vegna þess að hluturinn er á útsölu og þarafleiðandi finnst fólki það vera að forðast að tapa peningum í framtíðinni.
Prósentur skiptir fólk miklu máli. Fólk er líklegra til að kaupa eitthvað ef vara er auglýst á háum hlutfallslegum afslætti, en þegar raunveruleg upphæð er auglýst.
Dæmi:
Ef kjóll kostaði 10.000 og er auglýstur til sölu með 50% afslætti, er kjóllinn vinsælli vara en sambærilegur kjóll sem er auglýstur á 5.000 kr. Þó svo báðir kosti það sama! Þetta er vegna þess að fólk heldur að það hafi verið að spara og forðast tap ef það sér að 50 prósent hafa verið slegin af.
Fólk er að öllu jöfnu ekki meðvitað um þessar ákvarðanatökur sínar. Það á vissulega til að velja vöru með tiltekin markmið í huga, en það er ekki meðvitað um þann feril sem heilinn notar til að vinna úr reiknungsdæminu.

Starfsmenn verslana hafa einnig haft orð á því að fólk gangi almennt mun verr um búðina þegar útsala er í gangi. Fólk ber minni virðingu fyrir vörunni þegar hún er með afslætti og gengur um eins og stormsveipur. Það rífur og tætir og er oft með svo mikið af fatnaði í fanginu að það tekur ekki eftir því ef það missir eitthvað eða einhver flík dregst eftir gólfinu.
Þessa hegðum fólks má einnig skýra með sálfræðinni: Í fyrsta lagi er þetta skýrt með því að fólk apar hvert eftir öðru til að taka ákvörðun um hvernig á að haga sér í tilteknum kringumstæðum. Svokallað “social proof” (félagsleg viðurkenning). Sjái maður fötin liggja í hrúgu á gólfinu er maður ólíklegur til að fara að taka til eða ganga snyrtilega frá sjálfur, því að enginn annar er að því.
Það sem er kannski áhugaverðara er hegðun fólks þegar það stendur frammi fyrir skorti og samkeppni. Á útsölum er verð að selja leifar eða afganga, það sem ekki seldist á “réttu” verði og þess vegna getur verið lítið eftir af tiltekinni vöru eða stærð – sem þýðir skortur.
Það verða því margir um hitunina og of fáar flíkur. Það hefur verið sýnt fram á það með tilraunum, að þar sem er skortur vegna eftirspurnar verður samkeppni. Ef skorturinn verður verður hins vegar til vegna slyss (svo sem ef eitthvað brotnaði), þá verður hluturinn ekki jafn eftirsóknarverður og engin samkeppni myndast.
Því má segja, að ef fólk skynjar að öðrum þyki ákveðinn hlutur spennandi, þyki fólki hann einnig vera það, og samkeppni sé þess vegna smitandi þegar kemur að kauphegðun.
Verslunareigendur vita þetta og notfæra sér óspart, til dæmis með því að auglýsa: “Vegna vinsælda eru aðeins örfáir hlutir eftir”.
Samkeppni er mjög sterkur hvati og “hjálpar” fólki oft við að taka ákvarðanir, sem ekki eru alltaf meðvitaðar eða skynsamlegar.
Fólk á útsölum vill oft byrja á því að raða á sig hlutum, hvort sem það vantar þá eða ekki, vegna þess að annars gæti hluturinn fallið í hendur “óvinarins” eða samkeppnisaðilans. Þessi hegðun er líka ómeðvituð, en það er margbúið að sýna fram á að þetta gerist.
Verslanir laða því fólk inn með nokkrum hlutum sem eru á miklum afslætti en þegar þeir seljast upp vill fólk flytja sig yfir á næstmesta afsláttinn.
Svona gengur þetta koll af kolli þar til fólk er farið að berjast um síðustu bitana.
Sumir ráða einfaldlega ekki við sig þegar gott tilboð er annars vegar.

21. apr. 2006

20. apr. 2006

Sumarið er komið, gleðilegt sumar. Mikið var þetta ágætis dagur. Við stelpurnar eltum skrúðgöngu frá Hagaskóla og niður í Frostaskjól. Horfðum þar á skemmtiatriði, hopuðum í hoppukastala, fórum í þrautakóng, hittum Öddu og Charlotte og fengum kaffi. Síðan var farið í pönnukökur og kaffi hjá frændfólki. Aumingjas nýbúinn var í vinnuni. Að hugsa sér, nú er einhver hálvitinn hér að mæla með því að það verði stofnaður stjórnmálaflokkur í anda Píu Kærsgaard? Heldur að þetta sé í lagi? Og danski bankinn heldur áfram með hrakspár sínar. Ég er vissum að þeir eru bara með jenteloven á fullu:"nei deher går ikke, man kan ju ikke købe magsin bare sådan, lille ven, det gør man bare ikke!" Heheh vottar fyrir beiskju og biturleika hjá mér, nei als ekki, mér finst bara hlutirnir als ekki svo slæmir hér á landi. Það er 1,5 prósent atvinnuleysi! Vinnuskólinn fær ekki nóg fólk í vinnu, enginn sem ég þekki farinn á hausinn, allir í gúddífíling. Ég líka!

18. apr. 2006

Þetta var nú bara ágætis helgi.
Við hittum mikið af fólki og borðuðum góðan mat. Ég er samt enn þreytt eftir þetta allt saman. Og ég er leið út af einu atviki. Ég vona nú að það jafni sig. Ég er enn með hausverk í ennisholunum og verk í augabrúnum. En sólin skín og dætur mínar eru hressar og karlinn bara enn hressari og við erum að far til DK eftir aðeins meira en tvær vikur, það verður nú skemmtilegt. Hér ætlum við að búa admiral Hotel það verður nú ósköp ljúft. Stefni á að vera hætt með R á brjósti fyrir þann tíma. Jíbbí´´i

15. apr. 2006

Síðan við fluttum hingað á Suðurgötuna erum við búin að vera skemmta okkur eins og unglingar. Þetta er bara algjört rugl. Við erum búin að fara í fjögur stór afmæli, matarboð, vinnupartý, óvissuferð og í gær hitti ég fjórar stelpur sem bjuggu og búa í Danmörku og í kvöld erum við að fara að hitta annan hóp sem bjó í Danmörku. Þvííí´líkt og annað eins hefur varla viðgengist!
Á snúruna eftir helgi! Jafnvel skella sér bara í þurkara!

12. apr. 2006

Fjórir tímar í páskafrííííí, Vííííííí´!

11. apr. 2006

Komin í vinnuna
Orðin nokkuð brött
enn með kvef og ennisholubólgur
Reg er í pössun hjá Ás
það gengur vel
chr farinn að vinna á morgnana
kvöldin eru okkar saman
ótrúlegt
og hver veit nema vorið sé nema handan við hornið

8. apr. 2006


Halldór vilberg og Valdís Harpa

Regina

mathilda Ása

6. apr. 2006

Það hlaut að koma að því, ég varð lasin og er enn. Ég hef ekki orðið svona veik síðan 97 held ég bara xveim mér þá. Þetta er sko alvöru flensa. Best að njóta hennar... Það versta er að eftir að ég er með dauðans samviskubit út af vinnuni. Það er svo mikið sem ég var að bauka þar og nú bíður það bara! Sjitt.

3. apr. 2006


Regina með Sissu í vinnuni!