11. sep. 2008

Jájájájá,

Mikið líður tíminn ofboðslega hratt!

Við erum semsagt að klára fluttning. Eigum eftir aðflytja stóruhlutina og fötin, það verður gert á morgun. Þá erum við flutt í Stakraðarhús II við Sólvelli 5 á Stokkseyri og munum búa þar amk. næstu 9 mánuðina.

Regina byrjar þá í leikskólanum Æskukoti og Mathilda í Barnaskóla Eyrabakka og Stokkseyrar eða BES. Hún fer í fiðlu tíma og fimleika. Lærir; á túttbyssur, að selja áðnamarka, að á klöpponum er klapparkallinn sem tekur mann ef maður fer of lang út, á hestana í túninu, á nöfnin á húsunum og að maður getur hjólað og gengið sjálfur í skólann þó maður sé aðeins 6 ára. Ég held að þetta verði æði...

Já ég ætlaði að uppljóstra meira um hljómsveitina miklu. Við stofnuðum hljómsveit fyrir brúðkaup frænku okkar. Við, erum frænkur þ.e. þrjár systur og ég og makar. Makarnir hafa allir músíkhæfileika og hafa leikið í hljómsveitum og kynntust í hljómsveit (þar sem ég var grúppían), ein systirin syngur eins og engill en hefur að vísu ekki nýtt sér það neitt opinberlega. Við erum hinsvegar tvær ég og miðju systirn sem erum yfirleitt laglausar, falskar og frekar dimmraddaðar! En við eigum það samt sameiginlegt að vera hálfgerðar valkyrjur. En hljómsveitin spilar gamla slagara eftir Bo Hall, Hemma Gunn ofl. Og nú bíðum við bara eftir því að einhver fari að gifta sig eða haldi upp á afmæli svo við getum haldið áfram að æfa! Formlegur æfingatími er einu sinni í mánuði í Starkaðarhúsi.

Já og um daginn áttum við brúðkaupsafmæli 7 ára vííí!

Verið velkomin í Starkaðarhús II á Stokkseyri.