19. jan. 2004

Nú finnst mér ég vera komin af alminnilega af stað með Þorrablótið. Það gekk bara vel í dag.

Þetta var góður dagur. Ég svaf lengi en náði þar af leiðandi ekki að þrífa eins og ætlunin var. Og Ég var búin að heita því að fara í rúmið fyir klukkan 24 en ég næ því ekki.... neeeeei.

Nágrannarnir eru á leið til Póllands i sumar og okkur langar með. En vandamálið er að tengdapabbi er að fara að gifta sig á jazzfestivali á Famö!!! Við erum boðin þangað i 10 daga í júli! Ég veit ekki hvort við getum þá farið líka til Póllands??? En það er langt í júlí og ævintýrin gerast enn sjáðu til!

M. er í essinu sínu þessa dagana. Hún er farin að telja! 7, 8, 9. Ég skil bara ekki afhverju hún byrjar ekki á því að læra 1, 2, 3. En mjög fyndið sammt sem áður.

Chr. sefur enn á sófanum! Það tók á að formatera tölvuna greinilega!!

Það snjóar úti sem þýðir það öruglega að það verður allt stop á morgun. Best að vakna snemma og hjóla bara á Stínuhjólinu í rólegheitunum .... get ekki annað það er frosið í fyrstagír hvort eð er!

17. jan. 2004

Eeeer svooooo þreitt í dag að ég nenni ekki einusinni í partý. Ef frúin nennir ekki í partý þá er eithvað mikið að, sagði mamma hennar og hló!!! En nei, ekkert að, bara ósofin vegna þess að M vaknaði kl. 02:30 og var vakandi í 3 tíma og vaknaði svo aftur eitur hress um 07:30! Orkubolti!

Og síþreyta, leti, skammdegi, hausverkur og og ofát jólan gera það að verkum að ég er treg og hægfara i det heletaget!

Er að hugsa um að fara í ljós og fá þá smá sól-orku eða ljósa orku eða er það kannski bara raf-orka? Annars þá finnst mér ljósabekkir ógeð og yfirleitt frekar sveittir og klístraðir en það gæti kanski komið mér í gang?

Kemst í gang með vorinu og sætti mig við það!
Er ekki nema búin að tína sjátátinu eina ferðina enn!!!!

Frú Elgaard ræskir sig og spítir, setur upp gleraugu og segir:

Bloggið bara stoppaði vegna áts, áhyggju af prófum, áramóta, álagi og vegna ágangs er ég byrjuð aftur!

Prófin vor ömurleg og nú er ég að æsa mig í að gera alminnilegt þorrablót fyrir íslendigana hér i KBH. Den gra Hal í Kristjaniu, SKIMO og fyndnasti maður landsinds í samblandi við vambir ... -bjór og -kinda, hákarl, hrútspunga, gamla hippa, horfnar hassbúllur og svo landinn! Hmmm, hef áhyggjur en vonast til að allt fari vel. ´

Stelpurnar í Þorrablótsnefndinni eru djöf. duglegar og nýja stjórnin í IFK er rosa fín þannig að allt er að funkera. Auk þess er ég að reyna að fá Skrúna til Hafnar í ljóðalestur með öðrum skáldkonum. Barði vill að ég lesi ljóð eftir Huldu. Ég þori því ekki ég er svo hrædd um að klúðra því, mismæla mig svitna titra skjalfa tárast roðna en langar samt voða mikið að gera það, því það er svolítið kúl.

M. er að verað fullorðin. Hún er byrjuð á leikskóla og perlaði festi í fyrradag. Fóstrunar sögðu mér að það hefði tekið hana 1 og 1/2 tíma að þræða 8 perlur upp á prjón "Hun er meget taalmudig" sögðu þær. Ég brosti og varð glöð.

Chr. er að reyna að koma sér í gang með að sækja um praktík. Hann er eithvað annarshugar finnst mér undanfarið. Vildi óska þess að það gangi upp sem fyrst. Það væri bara alltof cool.

Við höfðum það gott um jólin, vorum mest bara í rólegheitum. Ég las svolítið en sammt minna en ég hefði viljað. En það mátti svo sem búast við því!
Áramótin voru rosa fín. Vorum hjá góðum vinum átum góðan mat drukkum góða drykki og daginn eftir kom maður með 10 Pizzur, 2 kassa af bjor og 2 kassa af kóki! Haukur er ofur svalur!!!!

Ég er búin að fá ný gleraugu!

Fékk fullt af fallegum hlutum í jólagjöf og fullt af jólkortum. Ég er enn á leiðinni að senda jólakortin út frá okkur. Sem urðu svo að nýárskveðju sem er ekki tilbúin enn. Við höfum út janúar!

Takk fyrir!