29. jún. 2004

Auglýsing!

Á 19 júní var bíllinn okkar notðaur undir ýmislegt drasl og dót! Og eftir að flestir höfðu tekið sitt og við hjónin gengið frá okkar drasli þá eru eftir 3 barna jakkar, karlmanns prjóna hanskar og tvær regnhlífar. Ef einhver kannast við þetta, látið mig þá vita A.S.A.P.!

Leikfimi!

Í gær byrjaði ég í leikfimi! Það var bara ótrúlega hressandi. Diza dez náði að pína mig út úr rúminu til þess að vera mætt í sprikl kl. 09.00 að morgni til. Ég var svo sátt við þetta að ég brunaði í sprikl kl 09.00 í morgun aftur og skráði mig á námskeið og er búin að bindast líkamsræktarstöð dauðans í 12 mánuði!
Gott á mig!

27. jún. 2004

Endurheimtur!

Í dag kemur bóndinn heim. Mikið verður það gott að fá hann, við getum þá kanski læst!!! Þ.e. ef hann verður einn á ferð.

Í gær heldum við Tjænís-teikaway-gala það var sko mjög flott. Við vorum 9 fullorðnir og 5 börn í kremju í íbúðnni. Karlarnir fóru út og sóttu matinn og konurnar voru heima með börnin. Svo var borðað og svo voru börnin rotuð og þá var skálað í freiðubobluvatni og borðuð jarðaber....... það eina sem eiðilagði þetta allt var helv.. fótboltinn. Eeeen mikið var ég ánægð að sjá mína menn vinna og Edwin Van der Sar er náttúrulega bara snillingur!

25. jún. 2004

Rignig!

Það er ennþá rigning úti! Ég bið hér með alla þá sem hafa eithvað með veður að gera að senda okkur smá sól! Það veitir ekki af. Ég held að maðurinn sé eithvað að truflast, hann hefur skyndilega mikinn áhuga á fótbolta og gefur það upp sem aðal ástæðu þess að koma fyrst heima á sunnudaginn! Ég held að ég rassskelli hann!

23. jún. 2004

ohhh!

Húsið er að gráta alveg eins og ég, lalalalala ooohoohoo!

22. jún. 2004

Búið!

Nú er þessi líka mega pródúktsjón búin og ég líka! Eftir liggur heimilið í rúst og drullu og óhreinn þvottur á við meðal sjúkrahús! Þetta var nú meiri vitleysan. Það gekk allt vel og allir ánægðir bara landin lét ekki sjá sig eins og við hefðum reiknað með! Skrítið! Fólk tuðar og kvartar, vill ekki ganga í ÍFK afþví að það finnst það fá of lítið fyrir peninginn!!! 150 dkk fyrir einstaklinga og 200 dkk fyrir fjölskyldur, Á ÁRI! Fyrir þetta fær fólk Hafnarpóstinn 8 sinnum á ári og fólk sem nennir að skipuleggja ýmiskonar uppákomur í sjálfboða vinnu og mætir fólk? NEI, en það er alltaf hægt að skammast og rífast! FÓLK ER FÍFL!

17. jún. 2004

Hátíð í Höfn!

Jæja, þá hefst þetta allt. Fyrsti í fjagradaga hátíð. Ég viet ekki hvernig þetta endar eða hvað mun gerast. Kannski verður þetta frábært og allir glaðir. Kanski verður þetta fiasko og allir brjálaðir!

Eitt veit ég að ég fer í frí við fyrsta tækifæri!

Gleðilega hátíð......hæ, hó jibbí jeij!

16. jún. 2004

Andsk.......

Í morgun byrjaði ég daginn á að bera svitakrem í andlitið á mér! Skrifaði síðan fýlu e-mail og athugaði veðurspá sem lítur illa út.

En í gær fór ég í fyrstaskipti til hnikkingarlæknis. Það var mjög merkileg lífsreynsla! Það var svona vont gott!

Athugið athugið, sjálfboðaliða vanntar vinsamlegast sendið mér gommu af skemmtilegu fólki sem langar að starfa með og aðstoða íslendinga í Kaupmannahöfn.

Ég sjálf er búin að fá nóg af þessu helllv......!

15. jún. 2004

Sól

Góðu ...... viljið þér vera svo vænir að senda okkur sól til Dannmerkur 19 júní frá kl 08.00 til 22.00. Takk fyrir

13. jún. 2004

UMFH

Ungmennafélagið Heiðrún, stóð sig vel í kökusölu í dag. Það kom bara fullt af fólki þrátt fyrir bongoblíðu. En það er greinilegt að frúin verður að fara að koma sér í átak. Það gerðist núna í annað skiptið á innan við mánuði að ég var spurð hvort ég ætti von á mér.... daaaaammmmn. Þá kann ég betur við að vera rukkuð um skirteini á barnum!

10. jún. 2004

Kennsla í að fara sem foreldri á fløde popp tónleika!

Í gær fór ég með stelpuna sem ég er með í láni á tónleika. Það væri varla frásögu færandi nema hvað að það var í fyrstaskipti sem við báðar fórum á flödepopp/r&b/show tónleika. Rosa show með þremur mismunandi liftum á sviðinu hringstigar og tröppur, 8 dansarar, miljón ljós fólkið skipti um föt ca 7 sinnum, sprengingar og stjörnljös og pappírsfliksur sem ringdi yfir áhorfendur, ýmsir leikmunir á sviðinu t.d. framsæti á bíl, the love sófi og ekki má gleyma hinu stór skemmtilegu stólar með baki sem dansarar leika sér með og sitjast og sýnast á þeim. Mig blöskraði aðeins þegar flödebollan réðst á míkrafónstöng og gerði sig líklegan til að hafa samfarir við hana stöngina altsvo og söng I just wana make love to uuuu eaaaa babe. Stúlurnar í salnum virtust alveg ætla að tapa sér yfir þessum látum í manninum og öskruðu bara og það leið yfir að minnstakosti eina!
Þetta var ágætt, en fyrir þá sem ekki hafa prufað þetta áður hér kemur samantekt á því sem ég ætla að gera betur næst.... ef það þá verður næst:
A: Pissa áður en maður fer á stað! Því ekki þorði ég að skilja hana eina eftir meðan ég skrippi að kasta af mér! Og ekki vildi hún hreifa sig frá þessum líka fína stað sem við fundum.
B: Ekki búast við neinu fjöri. Fólk stendur og er cool eða er 12 ára og öskrar úr sér lungu og lifur. Þar sem mín kona er 14 þá stóð hún og klappaði pent og dillaði sér mjög varlega og söng lágt með. Ég reyndi að fá hana til að hoppa með mér á síðastalaginu, því það var nú eina lagið sem ég kannaðist við en það fannst henni frekar hallærislegt og sagdi æi hættu! hmmmmm
C: Vertu á góðum skóm vegna þess að stór styrni láta bíða eftir sér og maður hreyfir sig ekki og eingum sem er cool dettur í hug að setjast á gólfið!

Annars var Mappa hæðst ánægð en gat sammt ekki gert það upp við sig hvort gullni turninn í Tívoí væri betri, í dag var flödebollan betri sjáum til hvað setur eftir Tívolí ferðina!

Það er íslenskt-danskt veður í dag, rok, sól og skýað en heitt!

Það er líka rok og rembingur í húsi Jóns en ég vona að þessum álögum fari að linna og hlutirnir fari að ganga upp. Einn maður sem ég þekki virðist vera að fara á límingonum, besta að finna UHU handa honum. Ég er farin að hlakka til að þetta verðir búið. En mikið djö.. lærir maður mikið á svona löguðu.

M er alveg í essinu sínu í dag blaðrar og talar og er með allskonar skemmtileg heit. Nágrannarnir góðu með húninn eru orðin heit að leifa M að ver hjá sér á meðan foreldranir fara í Sódómu Hróarskeldu! Mikið þætti mér það gott að vita af henni þar.

Ch stendur sig eins og hetja þessa dagana. Hann er bara alveg að virka sem eiginmaður. Nema hvað að heimilsstörfin virðast ekki gerast af sjálfum sér.

9. jún. 2004

Skræling!

Í dag dreyfi ég sjálfri mér yfir borg og bý og það þarf að sópa mér saman undan stólum heimilisins og úr húsi Jóns! Ætli íslensk erfðagreining geti sett mig saman á ný!

7. jún. 2004

Grámygla!

Hálsbólga, bakverkur, blöðrubólga og almenn leti!! uss uss uss! Best að rífa sig upp á rassgatinu og hana nú!

5. jún. 2004

Komin heim

Eftir skamma dvöl á landinu gráa er ég komin heim í blokkina mínu gráu. Mikð var það nú gott. Svo er það greinilega ágætis hjóna þerapía að fara frá hvort öðru í tvær vikur!!! Maður verður svo ástfangin aftur .... gaman gaman. En nú eru liðnar tvær vikur síðan þannig að maður er dottin niður úr bleiku skýi og rútínan tekur við!! En ég er ekki að kvarta þvert á móti, þetta er fínt!

Það er búið að vera mikið að gerast undanfarið. Mamman kom í heimsókn og það var ósköp notarlegt. Og nú er Mappa komin á sófan og í ágúst kemur unglingurinn.

Ég er svo að fara á mína fyrstu smápíku tónleika með engum öðrum en Usher him self!!! Það verður gaman að sjá það!!! Er að pælíði að fara með eyrnatappa eða jafnvel vasadisko!!! Neiiii maður verður bara njóta!! Reyndar var ég spurð á barnum í síðustu viku hvort ég væri orðin 18!!! (olei olei olei ooooolei oooooooolei!!!) Ég varð reyndar svo hissa að ég sagði hvad fornoget þrisvar áður en ég fattaði um hvað gaurinn var að tala um. Svo sýndi ég honum skirteini sem er semsagt með kennitölu og mynd desember 1973!!! Hann ætlaði ekki að trúa mér og bað mig vinsamlegast að taka fra nýkliptan toppin!DizaDezz og töfratæfan ætluðu að bilast úr hlátri en heimtuðu svo að hann spyrði þær líka um skirteini! Þetta var sko ágætis kvöld!
Þannig að hver veit nema að ég kæmist bara á sjens í Forum eða bara öskra úr mér lungu og lifur eins og hinar ... undir 18!!!

Nú erum við forstjórinn að undirbúa 17 júní á fullu. Það er voða gaman. En mikil vinna og hann segist vera með tundskid!! Ég kannast nú við það frá Þorrablótinu! En ég er bara Halla hjálpar Hella núna ég ætla nefnilega að reyna að sleppa við ferð í sjúkrabíl í þetta skiptið!! muuuhahaha

Svo er ég að fara í ferð til Noregs og svíþjóðar í nokkra dag í lok Júni en verð komin heim 27 júni því í gær morgun kom maður í úniformi frá Post Danmark og færði okkur sjóðandi heita og gullfallega miða á Hróaskeldu!! Ekki leiðinlegt ..... vanntar enn staðfestingu á pössun!hmmm Danski hlutin er að klikka!! sjit semsagt íbúð, bíll, hjól og barn í boði í 4 daga frá 1 til 4 júlí 2004. Fyrstir koma fyrstir fá!!!

OOOOOooog svo er bara verið að stefna á Gutter Island http://www.gutterisland.dk/index.htm það væri nú mjög skemmtilegt ef það prójekt gengi upp að komast þangað með skemmtilegu fólki enn á ný án barna!!!

Svo er tengdapabbi bara að fara að gifta sig á Famö þannig að við erum að fara þangað 24 júlí. Og svo förum við í bústað með eins mörgum og við getum i viku 39 eins og konan orðaði það. Þannig að það er nóg að gera hér á bæ!

Ég vona bara að sólin haldi áfram að skýna svo ég geti brennt restina af líkamanum og verið nokkunvegin í samræmi þetta árið. Ég brenndist svo í gær að eg lýkist humar ... eða frægð!