27. jún. 2007

30 Dagar í sumarfrí... Og óperan kom í dag. 23 dagar í að ég verði ein heima og enginn maður og engin börn. Ég hef aldrei verið ein heima í heila viku síðan börnin fæddust. Veit ekki hvort er meira spennandi það eða fríið sjálft???

11. jún. 2007

Ég er á lífi, ég lifði síðustu viku af svo er það næsta og þá eru tvær erfiðustu vikurnar í vinnuni minni búnar. Það er líka allt á haus núan. Aaaalt of mikið að gera. Kemst ekki heim á kvöldin fyrr en seint og sé börnin og manninn lítið. Mikið verður maður óskaplega pirraður á svoleiðis aðstæðum. En þetta er ekkert mál því þetta er tímabundið og þetta stendur stutt yfir. Ég skil bara ekki hvernig fólk getur lifað í svona miklu stressi og mikilli vinnu og átt fjölskyldu. Ég skil vel að fólk sem vinnur myrkranna á milli skilji. Ég ætla allavega að fara að sinna sambandinu við mannin minn í næstu viku. Þess er þörf. Það er nauðsinlegt að vera kærustupar stundum og gera allt það sem því fylgir....