21. sep. 2005



Mathilda lítil
Nú er ég komin í Drápuhlíðina. Mikið er það nú gott. Ég fattaði ekki að ég yrði eirðalaus á að vera hjá foreldrum mínum uppi á Skaga. Ég er enn með ragettu í rassinum eftir flutninginn. Ég næ ekki að lenda. Geri mér fulla grein fyrir að það verður ekki fyrr en að gámurinn er komin og allt okkar hafurtask. Mér finnst íbúðin æði. Björt og falleg með sætum garði í rólegu hverfi. Ég vildi ósk að við hefðum eitt herbergi í viðbót,þá mundum við sko bara kaupa þessa íbúð ... þ.e. ef Óli mundi vilja selja ... en það kemur bara eihvað frábært í staðinn. Ég get bara ekki beðið eftir því að koma mér fyrir. En svona er þetta.

18. sep. 2005

Jæja nú er ég síðustu nóttina í sem íbúi í Danmörku. Ég kveð að sinni. Takk allir sem hjálpuðu okkur með flutningar, barnapössun, fæðingu, pökkun, þrif, bjórdrykkju, huggun, faðmlög, ást og umhuggju. Ég sakna allra og finst þetta voða skrýtið að fara á klakan eftir 11 ára fjarveru. Hvað verður um mig. Verð ég farin að spá í parkent eftir mánuð? Eða verð ég sátt og hin sama. Það mun tíminn leiða í ljós.
Ég lofa ykkur öll

þangað til á íslandi

bless bless og verið hress heheheh
arggghhhh
heheh
uff
bara sko he

12. sep. 2005

Pakka Pakka Pakka pakka pakka þrífa kaupa!

8. sep. 2005

Hér er faster Charlotte með Reginu og óendanlega feitur rass í bakgrunni. Ohhh

Ég er með feituna og ljótuna á hæsta stigi í dag. Ég hef ekki lést í þrjá daga. oooh. Ég vil léttast eins og skot. Ég nenni þessu ekki. Ég ætla að fara í fitusog. Var að pæla hvort ég gæti notað ryksuguna í það... nei ég verð víst bara að fara að hlaupa. Eins gott að ég er að fá aðhaldsherforingjann móðir mína í kvöld. Ég treysti á að hún verði minn einkaþjálfari og fæðu ráðgjafi. Sjálf segist hún ætla að drekka bjóra allan tímann. Það er ekki alveg réttlátt.

7. sep. 2005

Regina í baði í fyrstaskipti

Líkar frænkur Michelle og Mathilda

Sætust Matthildur og Flóki

Nú vantar bara teljar og svo vantar nokkra bloggara inn sem ég verð aðfinna. Mig vantar Ólu, Ollu, Kattarmömmuna, og einhvarja fleiri.

Ég nenni ekki að pakka. Mig langar bara út og láta síðust sólargeysla sumarsins sleikja mig. En ég hef bara enganveginn samvisku í svoleiðislagað. Ég fékk nýtt stel undir barnavagninn í gær. Það sem fyrir var brotnaði í tvennt. Ég var viss um að það mundi enganveginn borgasig að láta gera við þetta, hvað þá að kaupa nýtt stell en jú viti menn það marg borgaði sig að kaupa nýtt stell kostaði bara 700 Dkk. Og nú geng ég um með barnavagninn fína ný þveginn og nýtt stell og mér finst ég rosa fín eins og Kata og brúðuvagninn. :)

5. sep. 2005

Jæja, nú erum við stelpurnar einar aftur. Chr flaug af stað í dag. Það var ekki eins mikil spenna að kveðja hann núna eins og síðast. Bara koss og knús og sjáumst eftir tvær vikur. Engin óvissa. Óvissan tók við þegar heim var komið. Allt í drasli og eftir að pakka öllu ... Foooook .... etta reddast! Mamma kemur og reddar málunum.

Stelpunar eru stjórkostlegar. M lét renna sjálf í baðið, háttaði sig sjálf, þvoði sér, þurkaði, fór og fann sér hreyn náttföt, klæddi sig í, greiddi sér tannburstaði og náði í sængina sína og sofnaði sjálf á sófanum.

R drekur, ropar, kúkar, stinur, vælir, seeefur. Semsagt yndislega dætur. R er meira að segja komin með undirhöku.

Ég sjálf er búin að missa 10 kg frá fæðingu bara 10 eftir í ídealið ... kanski 15 byrjun nú samt bara á 10.

1. sep. 2005

Hei já við áttum semsagt brúðkaupsafmæli í dag ... í gær... fjagra ára semsagt 31. ágúst

Við gleymdum því bæði. Tendamamma hringdi og óskaði okkur til hamingju.

Við áttu blóma og ávaxta afmæli, í tilefni þess fékk ég mér ávaxta hlaup, kampavínið verður bara að bíða, maðurinn sofnaði yfir svæfingu og snéri ekki aftur fram úr. hmmm,

En í dag 1. sept. á Amma Kata afmæli. Til hamingju elsku amma.