31. ágú. 2005

Jæja ekkert að fatta þetta með nýjar template!

29. ágú. 2005

Jájá, góða tölvu kerlingin ég var að reyna að breyta um útlit og nú er ég búin að týna öllum linkum og öllum tamplates og allt. Faaaaáviti. OOOoooh. Jæja skid med det.
Ég er byrjuð að pakka niður og búin að fylla 10 kassa af bókum og dúkum og svefnpokum og sængurfötum og það er ein komóðu skúffa tóm og tvær skáps hillur og svona 2/3 farinn úr bóka skápnum... semsagt sést ekki högg á vatni. Fokk. Ég reykna með að þetta verði hátt í 100 kassar. Fokk. Auglýsi hér með eftir burðarfólki til að hjálpa að ber í kringum 15. sept.

Ég er annars búin að setja myndir inn á heimasíðuna hennar M.

Já oga annað, R vakti í alla nótt. Öskraði til kl 04:30 foookkk... vona að hún verði ekki kólík barn. Chr og M þurftu að sofa á sófanum. M þótti það mjög skemmtilegt og merkilegt.
Fookkk.

28. ágú. 2005

Jam, ég er ekki að standa mig í þessu bloggi mínu. Mikið er nú gott að hafa manninn min hjá mér. M er orðin lasin núna ældi og er komin með hita. Afi og amma fara heim í dag og R drekkur, sefur, ropar, sefur, kúkar, sefur, pissar, sefur, og grætur pinu. Ég var búin að gleyma því að ungabörn svæfu svona svakalega mikið. Ég er kanski líka meira vakandi en ég var fyrstu vikuna með M. hmmm en ég nýt þess að vera með fjölskyldunni en ég er pínu farin að kvíða fyrir flutninginum. Mest kvíði ég að pakka öllu helv... drasl... dótinu okkar.

Mig langar bara að það komi ein örglagadís og galdri allt til ísl. og bími okkur með! Hver veit ef ég loka augunum... einn tveir og PÚFFFF

23. ágú. 2005

Stelpa Fæddist 17 ágúst 2005

Jibbííí

Við erum búin að eignast yndislega og fallega litla stelpu hnátu

3530 gr og 50 cm
14 merkur

Fæðingin gekk voða vel, ég fékk fyrstu hríðirnar um kl 5.30 um morgunin og hringdi í pabbann med det samme. Og klukkan um 7 hringdi ég í Ingibjörgu vinkonu mína og hún kom yfir til þess að hjálpa mér. Ég var voða hress í byrjun og fékk mér bara morgun mat og klæddi Matthildi og sendi hana af stað í leikskólann með afa sínum. Og svo lagðist ég bara upp í rúm með "sóttina". Svo ráðlögðu Tengdamamma og Ingibjörg mér að hringja nú á sjúkrahúsið þegar ég var farin að fá hríðir með fimmmínútna milli bili. Svo við brunðum upp á Viðovre og komum þangað klukkan 14.00 og þá kom Auður frænka og svo fæddist stúlkan kl. 16.40. Hún er mjög dökkhærð og var frekar krumpuð í framan þegar hún kom upp á magan á mér og fannst mér að það vanntaði bara yfirvaraskeggið þá væri Chr. mættur. En það hefur nú slést úr henni og hún virðist ekki vera með neinn skeggvöxt, bara hárvöxt á bakinu!

Auður var hjá okkur yfri nóttina sem bara gekk rosa vel. Daginn eftir vorum við svo hressar og kátar að við vorum sendar heim á hádegi.

Á laugardaginn fórum við svo í göngutúr og keyptum okkur ís og ég labbaði bara eins og ekkert væri og sat svo út í tvo tíma. Og svo á sunnudaginn fórum við til tendó í skútuna og eiddum heilum degi þar. Það eru nú ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á skútu 4 daga gamlir. Nú annars höfum við bara verið heima og tekið á móti gestum og lifað í sæluvímu og brjóstaþoku. Matthildur er ótrúlega stolt og vill helst bara halda á litlu systur sinni allan daginn. Ég ætla nú að reyna að pota inn einhverjum myndum á þessa síðu. Ég þarf bara að setja mig aðeins inn í það fyrst hvernig það er gert. Ég sé til hvernig það gengur í þessari brjóstaþoku ég man ekki fyri horn þessa dagana. Brosi bara og horfi út í loftið.

Já og hvað heitir svo grísnn litli?

Jú hún heitir:

Regina Christiansdóttir Elgaard

(Regina: er latina og þýðir drotning. Heilög Regina d. 251 ek. blablabla...)

16. ágú. 2005

Jæja,

40vikur.

Ég er tilbúin! en hvar er baunin!

15. ágú. 2005

Á morgun er ég búin að vera ófrísk í 40 vikur. Samkvæmt skönnunn. Ég er með samdrætti, skap styrðu, þreitu og lyktnæmi. Mér finnst vond lykt af öllu. Meira að segja fa ristuðu brauði og heitu vatni!! vírd. En, enn bólar ekkert á Elgaard baun.

Eitt samt sem er skemmtilegt er að við erum mjög sennilega, 99% líkur, komin með íbúð í Drápuhlíð. Ég þori bara ekki alveg að segja með vissu fyrr en ég er búin að fá lykilinn í hendurnar. Þetta er lítl íbúð og því bara til bráðabyrgða þanngað til við finnum eithvað aðeins stærra. En ég er svaka kát yfir því.

13. ágú. 2005

Ég sendi Ömmu og Afa niður í bæ með grísinn. Er smá á tauginni vegna þess að ég er hrædd um að þau flækist inn í Gaypraid og skemmti sér svo vel að þau gleymi grísnum einhverstaðar nei djók. Þau hljóta að finna út úr þessu þau taka þá bara leigubíl heim lofuðu þau mér.

Ég hinsvegar er með endalaust harða bumbu og líður illa í fótunum? Hef það á tilfinningunni að ég hafi verið að spila íshokkileik eða allavegna staðið á skautum í nokkra tíma. Best að leggjast upp í sófann og horfa á eithvað annað en íþróttir á meðan ég get hehehe.

Er að hugsa um að skýra Tiger Woods eða Mikael Laudrup eða kanski bar Kornikova jú eða Bjarni Fel veit ekki ...

12. ágú. 2005

Í dag vaknaði ég eftir strembna nótt með miklum fyrirvaraverkjum klæddi grísinn og kyssti og lagði mig til kl 13:30. Svo fórum við í A'mar senter og fengum okkur kaffi tvisvar og amma og afi keyptu skó regnhatt handa M. Nú er ég að fara að leggja mig og svo í partý! Hei kanína!

11. ágú. 2005

Er hér enn, og ekkert bólar á bauninni en það eru miklir samdráttar verkir í gangi. Fór til ljósmóður í dag og hún sagði að sennilega nennti barnið ekki að koma út í þetta veður. Ég stefni bara að því að fæða á sunnudaginn, þá er spáð sól!

10. ágú. 2005

Nú er fer að bera til tíðinda héðan úr J-inu þó ekki bóli á hálfbauninni 6 dagar í deadline. Ég er allavegana búin að pannta far til Íslands mánudaginn 19 september kl 14:00. Ég plús einn og hálfur og Ma og pa. Ég er að vinna í að gera verðsamanburð á gámaflutningi og svo er ég búin að kaupa 15 flyttekassa á slikk.

Amma mín og Afi komu um daginn sem þýðir að ég er einstæð á deltid. Ég þarf einungis að klæða barnið á morgnanna og kyssa bless og taka móti því glöðu og bakaríissykurhúðuðu á um eftirmiddaginn. Ég fer og legg mig reglulega og sest við borðið og án þess að ég taki eftir er allt í einu komin bolli með kaffi og góðgæti fyrir framan mig. Ég set bara á sjálfstýringuna og borða. Amma vaskar upp og afi spyr hálftíma seinna hvort sé ekki að koma kaffi eða matur, ég segji ekki orð en borða og hlýði því þegar amma skipar mér að endilega að fá mér meira. Á kvöldin eru tveir kaffi tímar og þá horfum við á íþróttir á dönsku, sænsku, norsku, finnsku, þýsku og frönsku jú og svo auðvitað á ensku á cnn og bbc. Ég er alveg að komast inn í heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum veit næstum hvenrig aðalfólkið lítur út veit líka að Tiger woods vann um helgina! hmmm

Þetta er yndislegt og hafði ein nágrannakona mín á orði að ég liti svoo vel út virkaði svo vel hvíld og slétt ömmur og afar klikka ekki hvað þá langömmur og langafar.

7. ágú. 2005

Ég hef verið löt undanfarið og endalaust þreytt og ekki verið með umfram orku til þess að framkvæma nokkurn skapaðan hlut. En nú finnst mér hreiðurgerðin vera að gera vart við sig. Ég er búin að leggja í klór (sem ég hef N.B. aldrei gert áður á ævinni). Það þýðir sko ekki að þvo lítinn nýjann rass með einhverjum blettótum þvotapokum, greinilega ekki! Og svo er þvegið utan af bílstól og burðarúmi og ryksugað þurkað af og kanski ef ég er í svaka stuði þá skúra ég jibbbíííí.
OMG það gerist ekkert í mínu lífi þessa daganna, ég kætist yfir skúringum og blettaþvotti... ég get svarið það.... hvar er rokkið?

2. ágú. 2005

Í gær var ég búin að skrifa svaka romsu en tölvan fraus og ég gat ekki sett það inn. Ég er bara enn hér á Eyrargarði feit og falleg. Líður vel og hef það fínt.

Að vísu líkjast lappirnar á mér bryggjustolpun og við hvert skref teyjast tærnar á mér út í loftið eins og kokteilpulsur. Ekki smart sjón það. 38 sléttar vikur í dag kanski tvær vikur eftir kanski fjórar! muhahaha sjáum hvað setur.