20. des. 2004

jamm, hef ekki verið nógu og dugleg að skrifa undanfarið. Ég hef verið svo afskaplega upptekin við veisluhöld. 14 des átti M afmæli og það var rosa gaman, daginn eftir 15 des átti Afi Bragi afmæli við hringdum í hann og sendum honum kveðju. Og svo 16 des átti Dóra lóra afmæli. Það var boðið upp á rauðvín, bjór og osta en karokíið klikkaði! Við vorum of seinar. Föstudagurinn fór í undirbúning fyrir matarveislu. Og á laugardaginn buðum við baunafjölskyldunni í mat og jólaöl. Og svo á sunnudaginn fórum við á skauta! iiiihhhh hvað það var gaman. Mig langar sko í skauta næst í jólagjöf. En í dag á hin föðursystir mín afmæli hún Valla! Til hamigju elsku frænka!

Ég bíð núna bara eftir jólunum. Ég er farin að hlakka mikið til að fá fólkið til okkar og það verður svakalega huggulegt hjá okkur.

13. des. 2004

AAAAAaafmæli og rómantík!

Jæja, þá er maður orðinn 31! Ég fékk rómatískustu gjöf ever frá manni mínum og barni í gær. Popp vél! Ég fékk vél til þess að poppa popp! Maðurinn minn hatar popp honum finnst svo vond lykt af því. ÉG aftur á móti á mjög auðvelt með að slátra heillri skál ein yfir góðri mynd. Þannig að þetta er vél sem BARA ÉG NOTA MUHAHAHAHA! Í gær fórum við fjölskyldan í Tivoli. Það var æði. Mjög mikil rólegheit og huggulegheit. Ekkert of mikið af fólki og M var í essinu sínu. Brunaði á bílum eins og hún ætti lífið að leysa. Át pizzu og svona vöfflu stangir með kanilsykri. Við klifruðum upp á vegg til þess að sjá yfir svæðið og á vatninu var fólk á skautum og M var alveg viss um að Dóri frændi hennar væri þarna einhverstaðar. (Vegna þess að á heima síðu hans er video myndband af honum á skautum) Það tók smá tíma að útskýra fyrir henni að Dóri væri í Kanada og ekki í Danmörku. Svo fórum við að tala um jólasveinana og hún var viss um það að Jólasveininn ætti heima í Amager Center. ómægot, borgarbarnið kæra frá getóinu!!!!!

En afmælisbarn dagsins er Heiðrún hin vitra föðursystir hún er 40 í dag húúa húua húa húúúúúáaaa.

Á morgun á M afmæli og allir eru í boðnir í börnrummet kl 16.00 Ef ég hef gleymt að bjóða einhvejum þá bara mæta þeir seim langar í kökur og kaffi!

6. des. 2004

JOLABASAR

JÓLABASAR
11 OG 12 DESEMBER
Í
NORDEN I FOKUS
FREDRIKS BASTION
REFSHALEVEJ 80
1432 KBH K

ENDILEGA MÆTIÐ SEM FLEST OG SJÁIÐ/KAUPIÐ SKANDINAVISKT HANDVERK
Strætó nr. 66
sjá kort hjá kraks

5. des. 2004

Í gær bakað ég og M þrjár sortir og svo koma Halldóra og bakaði vöfflur Birta kom með brauð og salat og ég gerði kjúkling með sítrónu og hvítlauk og svo var bara prjónað og perlað og sötraður bjór langt framm eftir nóttu. Chr. kom heim undir morgun. .... hrummmffff!
Nú erum við M að fara að baka piparkökur! Eitt vandamál, það vanntar formin!

2. des. 2004

Í dag keypti ég flestar jólagjafirnar, fór á óperu og Chr. læsti lykilinn inni í bílnum!

1. des. 2004

Fullveldisdagurinn 86 ára, húrra húrra húrra hhhhúúúúuúúúaaaaa

Jam, 1. des. er mikil merkis dagur ja reyndar er desember allur svakalega skrýtinn og fullur af merkisdögum. Fólk í fjölskyldunni minni á afmæli: 9, 12, 12, 13, 14, 15 og 20 og svo á fullt af vinum afmæli líka td. 3, 15, 24, 31 Og svo í janúar heldur þetta bara áfram: 1, 9, 10, 15, 27 Þetta er mjög fyndinn mánuður.
Ég ætlaði að pannta börnerummet fyrir afmæli hennar M á laugardag 18. des. en viti menn það er ekki hægt! Og afhverju er það ekki hægt? vegna þess að fólk heldur svo mikið að julefrukost i desember að börnerummet er ekki leigt út um helgar út desember. Reyndar skil ég þessa ákvörðum, því ég mundi ekki vilja hafa æpandi börn í mínum fullorðins julefrukost né vildi ég hafa snar ölvaða námsmenn hangandi og reykjandi fyrir utan í afmæli dóttur minnar. Þannig að nú þarf ég að endurskipuleggja þetta allt saman. hmmm ég sem ákvað þetta með svo rosa góðum fyrir vara daninn ég. hmmmrfff En núna ætla ég bara að halada afmælið frá kl. 16.00 til 19.00 í börnerummel 14 des. semsagt á sjálfan afmælisdaginn. Vonandi komast allir þá!