20. des. 2004

jamm, hef ekki verið nógu og dugleg að skrifa undanfarið. Ég hef verið svo afskaplega upptekin við veisluhöld. 14 des átti M afmæli og það var rosa gaman, daginn eftir 15 des átti Afi Bragi afmæli við hringdum í hann og sendum honum kveðju. Og svo 16 des átti Dóra lóra afmæli. Það var boðið upp á rauðvín, bjór og osta en karokíið klikkaði! Við vorum of seinar. Föstudagurinn fór í undirbúning fyrir matarveislu. Og á laugardaginn buðum við baunafjölskyldunni í mat og jólaöl. Og svo á sunnudaginn fórum við á skauta! iiiihhhh hvað það var gaman. Mig langar sko í skauta næst í jólagjöf. En í dag á hin föðursystir mín afmæli hún Valla! Til hamigju elsku frænka!

Ég bíð núna bara eftir jólunum. Ég er farin að hlakka mikið til að fá fólkið til okkar og það verður svakalega huggulegt hjá okkur.

Engin ummæli: