13. des. 2004

AAAAAaafmæli og rómantík!

Jæja, þá er maður orðinn 31! Ég fékk rómatískustu gjöf ever frá manni mínum og barni í gær. Popp vél! Ég fékk vél til þess að poppa popp! Maðurinn minn hatar popp honum finnst svo vond lykt af því. ÉG aftur á móti á mjög auðvelt með að slátra heillri skál ein yfir góðri mynd. Þannig að þetta er vél sem BARA ÉG NOTA MUHAHAHAHA! Í gær fórum við fjölskyldan í Tivoli. Það var æði. Mjög mikil rólegheit og huggulegheit. Ekkert of mikið af fólki og M var í essinu sínu. Brunaði á bílum eins og hún ætti lífið að leysa. Át pizzu og svona vöfflu stangir með kanilsykri. Við klifruðum upp á vegg til þess að sjá yfir svæðið og á vatninu var fólk á skautum og M var alveg viss um að Dóri frændi hennar væri þarna einhverstaðar. (Vegna þess að á heima síðu hans er video myndband af honum á skautum) Það tók smá tíma að útskýra fyrir henni að Dóri væri í Kanada og ekki í Danmörku. Svo fórum við að tala um jólasveinana og hún var viss um það að Jólasveininn ætti heima í Amager Center. ómægot, borgarbarnið kæra frá getóinu!!!!!

En afmælisbarn dagsins er Heiðrún hin vitra föðursystir hún er 40 í dag húúa húua húa húúúúúáaaa.

Á morgun á M afmæli og allir eru í boðnir í börnrummet kl 16.00 Ef ég hef gleymt að bjóða einhvejum þá bara mæta þeir seim langar í kökur og kaffi!

Engin ummæli: