26. apr. 2005

Skróp í skóla, hörð bumba, kók og riesen, klára verkefni um klór, borða hádegisverð með grannanum góða og svo elda aspas með skínku og eggjum. Þetta er dagskrá dagsins í dag. Kanski að ég skelli mér á róla við tækifæri!

21. apr. 2005

Gleðilegt sumar!

19. apr. 2005

Við erum eiginlega búin að ákveða að senda dótturina litlu á Koloni. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það ferðalag út í sveit í þrjár nætur! Ó nei. Ég á rosa erfitt með að senda hana og er að hugsa um að pakka sjálfri mér ofan í tösku með henni. aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa. En hún er víst að verða svolítið stór þessi elska!
Ómægot.

17. apr. 2005

Við horfðum á Gísla Martein í gær. Það var fróðlegur þáttur enda var Jonni rafvirki og félagar að spila gnahahahaha. Mér fannst þetta mjög fínn þáttur nema að ég var að pæla hvort eigendur kaffihúsins hafi haft sambad við Gísla eða hvort Gísli hafi "fattað upp á þessu sjálfur!" Það skiptir svo sem ekki miklu máli, mér finnst þetta duglegt fólk og ég fýla alveg fólk sem lætur drauma sína rætast. Ég verð bara pínu stuðuð og get ekki alveg skilgreint afhvejur. Kannski bara afbrýðisemi eða þá að ég er búin að vera hér of lengi og orðin hálf soguð inn í Janteloven og orðin meiriháttar trygghedsnarkoman. .... veit ekki?

15. apr. 2005

Í dag er frábært veður og fam. Elgaard er að leggja í hann í átt að Rungsted á heimaslóðir Blixen í gestaboð hjá Frú Elgaard eldri og Hr. Zacho. Ekki verður það slæm ferð að mig grunar.

Mér þótti afskaplega leitt að hafa misst af rauðvínskvöldi í L-inu í gær. En hausinn var að springa og ég var bara hvalreka á sófanum. En ég læt mig ekki vannta næst.

14. apr. 2005

Ég er búin að vera allt of löt að skrifa undanfarið. Ég er með eithvað svona vorslen!! hehehe ég tútna út af bjúg og vil helst bara sofa. En ég finn fyrir ofnæmis púkanum innan seilingar og er viss um að hann ræðst til atlögu þegar ég sný mér undan einn daginn. Besta að vera við öllu við búin og fara að grafa framm púst og sprey.

Annars hef ég fengið svona Heiðrúnar vírus á bloggið mitt. Þetta er svo sem ekkert hættulegur vírus en er mjög áberandi þar sem hann kemst inn á blogg. Hann heitir hei-drun@love123monnntmonnt.sig það þarf ekkert að eiða þessum vírus. Hann er óskup ljúfur inn við beinið.

En það skemmtilega er að í dag er ég komin í helgar frí því að kennarar skólans þurftu að skreppa í endurmenntun. Skál fyrir því.

9. apr. 2005

Ætli þetta verði gott sumar?

8. apr. 2005

Hei...ðrún!!!
Ég er ekkert smá stór í dag. púff að springa. Mikið sprikl í maga. Í júli verð ég orðin svo stór og mikil að þegar ég fer í makindis ferð á Amagerstrand koma Greenpeace og bjarga mér og draga mig út í sjó og hella vatni úr fötum á mig og öskra: Björgum hvalnum, Björgum hvalnum. Eða þá verður M rosa dugleg að bera framm stafinn Þ eða jafnvel B. Veit ekki. Allavegana í dag finnst mér ég vera að rifna eða jafnvel springa. Best að bæta ástandið aðeins með smá áti og jafnvel miklu salti..... Hvalir lifa í saltvatni .... hana nú.

7. apr. 2005

Í dag fór ég á listasýningu með skólanum í Arken. Þetta var afskaplega fín sýning og merkileg. Aðal sýningin var með verkum Léger. Hann var uppi á sama tíma og Picasso og var í svipuðum pælingum. Ég var ekkert svakalega hrifin af verkunum hans en eitt fannst mér alveg frábært, það var 20 mínótna stuttmynd sem var algjörlega súrelistisk. Þetta voru skot sem vor sýnd aftur og aftur, nærmynir af munni, nefi og eyrum, kona að labba, vínflöskur ofl. Og það merkilega var myndin er frá árinu .... 1924! Alveg brilljant.

Svo var þarna verk eftir ólaf Elíasson. Það var veður verk. Fyrst fannst mér það út í hött en svo þegar ég fattiði það, þá fannst mér það snilld. Þetta var stór órói með fjórum viftum og einum ljóskastara. það kviknaði og sloknaðið á viftunum til skiptis og ljósið lýsti í ýmsar áttir. Þannig að ef maður stóð undir verkinu fékk maður vind á sig úr öllum áttum og öðru hvoru lýsti framan í mann sterku ljósi. Semsagt alveg eins og sýnishorna veðrátta Íslands!!!

Fínn dagur og svona í lokin, þá hitti ég gamla vinkonu í heimabæ mínum og ætla mér að bæta henni við hér á listann til vinstri. Hún heitir því stór algeiga nafni hér á síðunni Heiðrún!

5. apr. 2005

Það er gott að vera komin heim!

En það var líka rosa gott og gaman að vera á Íslandinu. Ég hitti alveg nokkra og borðaði góðan mat út í það óendanlega, borðaði líka mjög mikið af sætindum sem er verra svaf vel og lengi og tók ekki eftir veðrinu. Við fórum oft í sund og það endaði með því að konan sem vinnur í afgreiðslunni bennti okkur á að það hefði borgaðsig fyrir okkur að kaupa bara 10 miða í byrjun! hmmm við gerum það næst.

Annars bara takk fyir okkur allir á Íslandi og þeir sem við sáum ekki sorry við hittumst bara næst.

En halló allir, I´m back