7. apr. 2005

Í dag fór ég á listasýningu með skólanum í Arken. Þetta var afskaplega fín sýning og merkileg. Aðal sýningin var með verkum Léger. Hann var uppi á sama tíma og Picasso og var í svipuðum pælingum. Ég var ekkert svakalega hrifin af verkunum hans en eitt fannst mér alveg frábært, það var 20 mínótna stuttmynd sem var algjörlega súrelistisk. Þetta voru skot sem vor sýnd aftur og aftur, nærmynir af munni, nefi og eyrum, kona að labba, vínflöskur ofl. Og það merkilega var myndin er frá árinu .... 1924! Alveg brilljant.

Svo var þarna verk eftir ólaf Elíasson. Það var veður verk. Fyrst fannst mér það út í hött en svo þegar ég fattiði það, þá fannst mér það snilld. Þetta var stór órói með fjórum viftum og einum ljóskastara. það kviknaði og sloknaðið á viftunum til skiptis og ljósið lýsti í ýmsar áttir. Þannig að ef maður stóð undir verkinu fékk maður vind á sig úr öllum áttum og öðru hvoru lýsti framan í mann sterku ljósi. Semsagt alveg eins og sýnishorna veðrátta Íslands!!!

Fínn dagur og svona í lokin, þá hitti ég gamla vinkonu í heimabæ mínum og ætla mér að bæta henni við hér á listann til vinstri. Hún heitir því stór algeiga nafni hér á síðunni Heiðrún!

Engin ummæli: