12. des. 2003

Jæja, núna er ég barasta orðin kona á miðjum aldri! Jahérna seisei!
30 ár! hmmmm Ótrúlegt og ævintýri gerast enn!!! Konan sem varð þrítug!!!!!

Ég hef það sko rosa gott. Búin að vera á cyberfylleríi með Obbu frænku í klukku tíma. Dakk tvö rauðvínsglös og er bara mjúk. Bjarnar móðir er á leiðini í smá skál! Það er gott að eiga góða að. Músin er sofandi og fer til ömmu á morgun. Maðurinn á hljómsveitaræfingu, það eru vís mikilvægir tónleikar á Langa Jóni á morgun ... í kvold 12.12 kl. 22:00 um að gera að mæta!

jam sko þarna dervarhun!

8. des. 2003

Þetta er búin að vera svo góð og fín helgi. Búin að skemmta mér fullt en samt bara ábyrgðarfull... ekki hitt full! heheh. Búin að lesa, búin að vera á fundi og búin að vera dugleg í félagsstörfum. Ef eithvað mætti setja út á þá hefði ég kanski þurft að sinna fjölskyldu málum betur. Samkvæmt sammvisku allavega!

Próf stress og annað stress er farið að segja til sín, þess vegna geri ég þessa færslu um há nótt. Hmmm, í rúmið med det samme!

4. des. 2003

Jæja,

Er ekki bara komið að nýrri færslu!! Mamma farin og nóg að gera í­ skóla og í­slendiga félaginu.

Áhyggjur þessa mánaðar eru:

A Próf
B hvernig á ég að geta bakað fyrir afmæli dóttur minnar
C Próf
D Hvenær á ég að kaupa jólagjafir og hvað á ég eiginlega að kaupa
E Próf
F Hvar á ég að halda afmælisveisluna (ekki get ég boðið 20 manns á 35 m2)
G Próf
H Hvernig á ég að hafa tí­ma til að gera allt alminilega sem ég er búin að taka að mér?

HÆTTA AÐ VÆLA!

Og komon ég er ekki eina manneskjan í heiminum í þessum aðstæðum og hana helvítis nú!

21. nóv. 2003

Jæja þá er komin helgi. Ég er að reyna að vera dugleg og þrífa en ég er að drepast úr leti og er að hugsa um að gera það bara á morgun .... sagði sá lati!

Mjög stressað fólk eru orkusugur!sllluuuuuuurp, ég hitti einn gaur í dag sem var gjörsamlega að snappa úr stressi. Ég beið bara eftir að hann segði " já og verið bless og ekkert stress og verið hress, ahahaha!" (bros og tankrems tennur "plink"). uff uff uff!

Metró kerfi Kaupmannahafnar er mesta djók í heimi! Hann virkar aldrei hann Metró! Ég er að verða geð biluð á þessu. Enda reyni ég að nota hann sem minnst. Ferð sem ætti að taka mig ca 6 mínotur tók mig 45 mín í dag! arrrg

Ég vona bar að íslendigar séu ekki með sömu ítalina í sínum stórkostlegu hálendis framkvæmdum!!!! Það værnu svolitð fyndið heheheh bananarepublik!

Best að kvart yfir eithverju meiru, hmmmm, jam oj, ég er að horfa á þátt sem heitir stjerne for en aften, og þar er gaur sem vann algjörlega að ganga á göflonum með að syngja Chris Isak lag í rokkaðri útgáfu, oj oj oj oj þvíligt virðinga leysi!

Okey, á morgun er nýr dagur og mamma er að koma til okkar og þá er allt gott !

20. nóv. 2003

Ég fór sko á fund i gær með Heiðrúnu og Ingibjörgu varðandi stuttmynd sem Heiðrún er að að gera. Við Ingibjörg og nokkrar aðrar eigum að leika finnskar söngkonur!!!

Í dag var langur og strangur dagur í skólanum ..... hjá okkur öllum. Ég var stanslaust í tímum frá 10 í morgun og til 17.15 og Christian var að bíða eftir karli nokkrum sem ætlaði að kenna honum að baka dúkkur fyrir stuttmyndina þeirra!!! Dúkkurnar eru semsagt gerðar úr leir sem þarf að baka! Nema hvað að han kom 2 mínotum eftir að leikskólanum var lokað að ná í Matthildi! Mér fannst það svolítið leiðinlegt að hún skyldi hafa verið svona lengi í leikskólanum.

Áðan var ég a þorrablóts fundi, djöfull duglegar stelpur sem eru með mér í henni! Eins gott að ég standi mig!

19. nóv. 2003

Eg er ad hamast vid ad reyna ad setja upp sjat at hja mer en thad bara tekst ekki, fokking hell! aaarg

18. nóv. 2003

Ég bara skil ekki hvað mér tekst stundum ad skrifa vitlaust. Var að vellta því fyrir mér hvort það færi í taugarnar á einhverjum? En mér til afsökunar nota ég 10 ára fjarveru frá heimalandi og "fáranlega lítið gert við" dislexía! hmmmm og hana nú. Annars þá látið þið mig bara hafa það óþvegið næst þegar ég kem inn sját átinu heheheh
Mánudagur í móki, þriðjudagur í þreitu...., miðvikudagur til mæðu..., fimmtudagur til fimni (yoga eða þess háttar) föstudagur til föstu (megrun fyrir helgi) laugardagur til langsþráðs letikasts sem endar í látlausri lllöööl drykju og látum!!! sunnudagur til suks, síðar nærbuxur, súrsaðar tær, soðinn haus og samræðu laus!

Semsagt í gær gat ég ekkert skrifað og í dag er ég bara þreytt!

Matthildur fékk í dag pláss á sama leikskóla og Þorbjörg. Mér líst mjög vel á þennan leikskóla. Vona að hún verði jafn auðveld í aðlögun á þessum stað eins og á rolfsgaarden. Nýji leikskólinn heitir Solstraalen.

16. nóv. 2003

Það var rosalega gaman í leikhúsi í gær og maturinn var frábær og ég er alveg búin í dag!!!

15. nóv. 2003

Ég er að fara í leikhús og út að borða ligga ligga lá, jibbi ja key og M er hja farmor og bedstefar og hún var svo ánægð og vinkaði bara bless bless mamma! Og við erum ein í kotinu aaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhh!!!

14. nóv. 2003

Blessuð sé ælupestin. Dagurinn fór í klósetferðir, sófasvefn og sjónvarpsgláp! Alveg fínnt svona einu sinni!

13. nóv. 2003

Úbbubub, bara kominn fimmtudagur og á morgun er föstudagur og svo kemur laugardagur og þá og þá .... hvað ............ förum við hjónin í leikhús að sjá Woyzeck, oooooog það verður svo gaman og svo förum við út að borða og Dimsen verður hjá ömmu sinni og við ætlum bara að hafa það rosalega gott.

Ég var í skólanum í dag frá klukkan 9 til 5 og mér fannst það miklu erfiðara að vera þar í svo marga tíma en það var að vera í vinnu í svona marga tíma. Ég er algjör aumingi stundum. hmmm.

Ég er að hugsa um að vinna í Lotto um helgina og kaupa mér hús í Humlebyen!
Hvernig lýst ykkur á það gott fólk???

11. nóv. 2003

Í dag fékk ég tvö fög metin! Og það þýðir að ég er þarf ekki að taka próf 22 des og þarf ekki að taka þriggja vikna kúrs í Janúar! Ég byrja semsagt aftur í skolanum 2. febrúar 2004 þ.e. þegar ég er búin að taka síðasta prófið 8 jan. 2004! Mjög gott mál finnst mér.

10. nóv. 2003

Hei vá, var að uppgötva að ég keypti vexti á laugardaginn! Geri aðrir betur!!!

Á-vextir .... hehhe

Vaska upp, eða eins og dóttir mín segir "Juuup"

9. nóv. 2003

Helgin var nú sammt bara ágæt eftir allt saman. Ég get nú verið voðaleg dramadrotning Þegar ég tek mig til!!! Á laugardaginn hitti ég gamla vinkonu sem var vön að hlýja mér á höndonum þegar mér var kalt. Það var þegar ég bjó á sunnubrautinni og við stöllur löbbuðum saman hönd í­ hönd í­ skólann. Ég skiptist á að halda með hægri eða vinnstri því­ henni var alltaf svo heitt.

Við Matthildur fórum svo í­ bæinn og keyptum inn vexti, brauð, Lotto og Politiken. Og svo fengum við okkur hádegiskaffi ­í rólegheitunum og höfðum það gott. Um kvöldið kom Páll nokkur Kristinnson og það var mmmmmmjöög gott. Christian var ofsa gláður.

Og í dag fóru feðgining í­ Pabba klúbb og ég naut þess að lesa Politiken og drekka kaffi i klukkutíma og svo kom Katrine og við lásum saman til klukkan fimm.

Nú er ég á fullu að tala við fólk útum allan heim í­ gengnum internetið. Magnað!

7. nóv. 2003

Halló,

Ég er geðveikt þreitt í dag, allt búið að vera erfit í dag allar vænntingar brugðust einhvernveginn með ýmsum hætti. Miðvikudagurinn var annars svo ansi fínn. fór eftir skóla að vinna fyrir Brother Louis og eftir það skrapp ég á Charlies bar með Dorthe til að hún gæti rasað út yfir louis. Ég skildi alveg hvernig henni líður en brotherinn er bara búin að setja mig í dýrlinga tölu og aumingja Dorthe þarf að taka allan skítinn. hmmmm
En allavegana á barnum hittum við tvo fyndna menn. Ég kom voða glöð heim og fór á kjallarpubbinn með nágranna frúnum! Mjög fínnt.

Á morgun kemur betri dagur!

4. nóv. 2003

Hei, Heiðrún, TILHAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
Vá allt of langt siðan að ég hef skrifað. Mikið, mikið búið að gerast. Bún að halda upp á þrítugs afmælið mitt og Christians. Það var rosa gaman. Fullt af fóki (51) og allt áfengi kláraðist!! Ég trúi því varla ennþá nema það að ég blandaði meiri hlutann af því sjálf. Svo vorum við með fólk í heimsókn, fimm Hollendinga svo tvær frænkur. Eina sem er búin að vera heimagangur í vetur og var að flytja heim a laugardaginn. Ég kem til að sakna hennar. Hun er viss hluti af mér .... stóratáin. Og svo var það Þórhildur frænka mín sem kom og ég var næstum búin að ætleiða hana! Bara hefði ég ekki verið móðir sjálf þá hefði ég miskunarlaust heimtað forræðið yfir henni! Ooofur kona!!!! Hlakka rosalega til að hlada áfram að kynnast henni og fylgjast með henni næstu árin!!! skemmtilegt. Takk fyrir lánið!!!!!

Svoooo tókst mér að komast í stjórn Islendigafélagsins i KbHöfn. Ooooog hef fengið þann virðulega titil að vera Skemmtanastjóri félagsins (o.k. mjög sniðugt hætiði að hlæja!!!!) En mér lýst bara vel á þetta þó að ég sé eftir sumum sem eru ekki lengur í stjórn en nýtt blóð alltaf gott!!!

Matthildur er allt of klár núna. Hún er að snúa upp á okkur með ýmsum brögðum og farin að uppgötva hvernig hún á að opna lokaðar hurðir og er endalaust að gera tilraunir til að klifra út úr rimlarúminu! Bíð bara eftir að hún skelli sér yfir einn daginn. Hún er lika byrjuð að tala skiljalegat mál á fullu og bakaði bollur í leiksólanum á föstudaginn. Ég fékk tár í augun mér fannst hún svo stór. mamma, tild baka bolla!!!! ooooooo

Christian er á fullu í skólanum og gengur bara vel held ég. Hann er allavaga alltaf krónískt þreittur! Eða er það kannski eðli hans? moske bare en bönne du ved!!!

jaso, go'aften!

20. okt. 2003

Kjöööööööt svimi!
Æi, hvað fríið er fljótt að líða. Ég var að vinná hjá brother Louis alla vikuna. Gat ekki staðist peningan!!!! oooohh. En það var sammt ágætt því ég fékk bara ennþá betri staðfestingu á því að það var rétt hjá mér að stoppa. Hann er semsagt að taka á móti 11 fyrirtækjum frá Belgíu í lok nóvember. Meiningin er að hann eigi að bóka fundi fyrir fyrirtækin á meðan þau eru hér í tvo daga. ca. 3 - 4 fundi á dag .... að minstakosti. Nema hvað, karlinn er ekki byrjaður að vinna í þessu. Hann var ekki einusinni búinn að gera lista yfir fyrirtæki sem væri hægt að ná í. Það besta er að mér er alveg sama. Ég bara mætti og gerði mína vinnu og hafði sko eingar áhyggjur. Ég kláraði bókhaldið fyrir hann og hann var svo glaður að hann bauð mér upp á bjór a hverjum degi!! Einsgott að ég sé hætt. Ég væri senniliga komin með atvinnusjúkdóm diplomata!!!

Ég er farin að hlakka til að halda partý. En er smá stressuð að vera ekkert að pæla í því!!! Er ekki búin að plana neitt nema kaupa vodka, wisky og saltstangir!! hmmm, Þetta hlýtur að verða gott partý. Við vorum í sextugs afmæli hja Tengdamömmu. Rosa gott. Ég er búin að ÉTA alla helgina. Borðaði fyrst ógeðslega mikið í Saumó sushi á föstudaginn, svo beinnt í matar orgíu til tengdó og svo vakna daginn eftir og setjast niður við sama borð (við gistum) og halda áfram með að raða í sig, steik, kartöflum, salati, köku, ostum, kexi, rauðvini og allt. Og svo þegar við vorum að kveðja í kvöld var búið að pakka niður mat í tvo stóra plastpoka af afgöngum..... ógeð....! nei, tengdó rúlar.

Matthildur var nú alveg súper alla helgina. Tinna passaði hana á föstudaginn á meðan ég var í saumó og Christian var að vinna, hún elskar Tinnu. Svo á laugardaginn þá lék hún sér á fullu með frænkum sínum og sjarmeraði alla eldriborgaranna við borðið!!! Það voru sko gamlar töntur og onkler frá svartasta Jótlandi og allt, í boðinu og allir sátu við stórt langborð og átu í 12 tíma samfleitt. Yesss my kind of a party! Matthildur var sammt allveg búin eftir þetta. Við fengum lánaðann bílin hjá Gitte heim, og hún tautaði alla leiðina sofa sooooooofa mamma lúlla! Og svo var hún svo fegin að komast upp í rúm að hún fékk hláturskast og ætlaði aldrei að geta náð sér niður. mjög fyndið. Jæja nú fer fjölskylda Elgaard og sefur í sinn haus! og hana nú!

8. okt. 2003

Hei, hvert fór sjátátið?? hmmm

Matthildur er búin að vera heima með Christian í dag vegna þess að hún var með niðurgang. En það er nú aldeilis allt búið núna. Ég er búin að vera í skólanum í allan dag og er alveg búin. Ég er sko algjör aumingi finnst mér. Ég ætla að reyna að fara snemma í rúmið í kvöld og vera hress og kát í fyrramálið!

Fólk er að birjað að boða sig í afmælisveisluna. Ég held að það verði bjálæðislega mikið af fólki. Frábært, rosa stuð!!

Það er sko rosalega mikið að gera hjá mér í allskonar "forlystelsels planlægning"! Ég er að skipuleggja þrítugs afmæli, Þorrabót hjá Íslendingafélaginu og svo er ég í skipulagsnefnd í skólanum fyrir ferðalag til Sviss í apríl!!

Það var lagið Katrín, einbieta sér að náminu!!!!!!!!!!!!!!!!!!

7. okt. 2003

Hmmfrrr! Afhverju fer maður ekki á fætur þegar maður ætlar, er ekki búin að pakka niður í skólatöskuna á morgnana, fer maður ekki í Yoga, gerir ekki magaæfingar, borðar ekki nei ég meina BORÐAR nammi, og fær sér of oft á diskinn, drekkur of mikið kaffi ... bjór!!!! dhaaaaa
Jæja tha erum vid komin heim fra Pollandi. Thad var rosalega gaman og eg er alveg astfangin af landi og thjod. Allt var jakvætt, fyriri utan einn thjordverja med nazista aradur!! Hvad um thad vid ætlum sko aftur til Pollands. Thad er nokkud vist.

Thad var rosalega gott ad sja Matthildi aftur. Eg var svo spennt ad sja hana ad thad la vid ad eg myndi øskra a alla i rødinni i tollinum og blota leigubilstjoranum og umferdinni og jam ollum pansjonistunum i rødinni og allt. Eg vildi bara komast heim strax og ekki seinna. Hmmm, sembetur for virstist hun vera jafn glod ad sja okkur.

Og nu er alvara lifsins tekin vid og eg er mætt i skolann a fullu og er ad fara i fri i næstu viku!! yess gott ad vera i skola

3. okt. 2003

Samloka úr norsku Flatbrödi með hnetusmjöri, banana og kramdri kókosbollu er alvgjört dúndur!!!

2. okt. 2003

sjamst!
Hó hó hó,
Víð Chrissifrissi erum barasta a leið i skemmtisiglingu til Pollands nánartiltekid Szczecin!!! Ég hef ekki hugmynd um hvernig maður ber þetta framm. En allavega við leggjum af stað klukkan 21.00 frá Kaupmannahöfn og siglum til Swinoujseie og erum komin semsagt um morugnin þangað. Tökum svo Minibus Exprerss til Szezecin og verðum þar í­ eina nótt og svo tilbaka á sunnudagskvöld og erum komin heim á mánudagsmorgun.

Matthildur verður hjá nágrönnunum góðu í­ L blokinni!

1. okt. 2003

Ég held að hún Heiðrún ól. sé sún eina sem nennir að lesa þetta blogg mitt. Hvar eru þið íslendigar sem ég er að blogga fyrir. svo að þið gætuð nú fylgst með hvað væri að gerast hjá fjölskyldunni?

Annars er nú bara allt fínt að frétta. Nóg að gera í skólanum og Matthildur orðin frísk. Christian var 30 ára á mánudaginn og við erum að reyna að halda upp á það með því að fara i skemmtisiglingu til Póllands en það er ervit að fá miða allavega með svona stuttum fyrirvara.

Jám, til allara sem við þekkjum: Afmæli 2X 30 ára, verður haldið á Öresundskolleginu 25 október 2003! Allir velkominir!!!!!

Mig langar í KAFFI!

27. sep. 2003

Matthildur er veik i dag. Það er sko allt ómögulegt hjá henni. Hún er búin ad sofa hálfan daginn og er alveg ónýt.

23. sep. 2003

Jæja eg er komin heim ur Jotlandsfor. Thad var rosa gaman og mikid ad skoda og sja. Fullt af "fult af kultiveradri danskri natturu".

15. sep. 2003

Ég er að fara til Jótlands á morgun ligga ligga lá. En verð burtu í þrjá daga frá minni fjölskyldur buhhuuu!

Ég held að ég hafi nú bara gott af því!

14. sep. 2003

Vá það munaði engu að tölvan okkar væri dáin, en svo kom hann Stjáni stýrikerfi og fann villuna og nú get ég sko farið á netið aftur. Hann sagði reyndar að villan væri á milli lyklaborðsinns og stólsins og horfði á bónda minn (ekki mig, ekki mig ekki mig).

Bróðir minn hann Reynir varð 27 ára gamall gaur i gær. Til hamingju með það!!! Ég hringdi í hann, en hann var stungid af til Dr. Dodda! Gott hjá honum.

Mamma var að setja út á að hún fengi ekki nægar fréttir af barnabarninu! Sorry. En hún hefur það fínt. Hún hefur ekki verið bitin aftur í leikskólanum og er alltaf jafn glöð þar. Hún er farin að tala smá bland af dönsku og íslensku. Hún segir:
Den der = þessi þarna, svona
bamami = banani
faaat = vatn
far = ´pabbi (tók skyndilega upp á því að kalla á pabba sinn á dönsku!!)
da = já
sjá = sjáðu
mííííín = MITT
lala = Pó og allir stubbarnir
mas = mais, Mads (vinur í leikskólanum) Malla mús
Maað = matur
pissa = pissa, peysa og pizza
baby = barn
baby hssss = barnið sefur
og svona blaðrar hún stanslaust allan liðlangan daginn ýmist með rússneskum eða finnskum hreim. Hún verður líka oft frústreruð og reið ef við skiljum ekki hvað hún er að segja og stappar þá niður fótonum og öskrar "nei, nei, nei,nei".

Hinir einu og sönnu Stuðmenn voru að spila hér í Kbh í gær og ég held að 90 % íslendinga hér hafi mætt á ball. Allir nema ég (heheh) nema hvað að ég og Matthildur vorum að passa Loga og Sólbjörgu. Ég var semsagt ein með þrjú börn. Það gekk nú bara eins og í sögu. Matthildi fannst rosalega gaman að hafa alla krakkana í heimsókn. Hún hoppaði og trallaði og söng og öskraði og var með rosalega stæla og trúðslæti. Og sofnaði seinust og vaknaði fyrst i morgun. Og núna eftir hádegismatinn var hún líka alveg bún úr þreitu og pirringi. Annars virðist hún taka flutningunum afar vel og er yfirleitt kát og glöð. Hún og Arnaldur Goði eru góð saman svona meðan þau fatta hvort annað en það á eftir að verða góður vinskapur, eða á MAC Elgaard eftir að ráðskast með Nalldad og Bóbó .... eða hvað!!! Sannur Ráðskonurass!!!

Jæja, af honum Chrissa frissa er bara allt gott að frétta. Hann plummar sig í skólanum og er líka svaka hress yfir því að vera fluttur a kollegi. Ég held hann sé bara að breytast í íslending hægt og sígandi og á örugglega eftir að lata breita nafninu sínu í Kristján Tómasson. Hann er byrjaður að taka vaktir á Long John og honum finnst það ekkert spes. Hann er bara að bíða eftir að fá "praktík pláss" svo hættir hann á barnum. Ég held honum finnist miklu skemmtilegra að vera hinumeginn við barinn. Hann var að hitta bekkinn sinn frá barnaskóla í Nyöping í gær. Ég hef ekki hitt hann til þess að yfirheyra hann.

Jæja nú er bara að vinda sér í lestur!!!

11. sep. 2003

Jæja,
Er i skolanum og get ekki fæ ekki islensku stafina til thess ad virka. Eg var i logfrædi adan, thad var agætt en samt svolitid thurt eins og gefur ad skilja. Eg vona bara ad eg nai thessum kursa druslum sem eg er i. Eg var ad tala vid Lektorinn i Landslagsøkologi (man ekki hvad thad er a isl. afsakid) og hann sagdi ad eg gæti mjog sennilega fengid thad fag metid plus verkefna vinnu kursinn i januar. Ekkert sma flott. Eg vona ad thad gangi allt saman upp eg tharf bara ad drifa mig ad skrifa bref til nefndarinnar her i skolanum.

Annars hofum vid thad gott her i DK, erum ad verda buin ad ganga fra ibudinn a Fredriksberg. Thad ætla nokkrar godar vinkonur ad koma og adstoda mig vid thrif i kvold .... thessar elskur. Hvar væri madur nu an islensku Kaupmannahafnarmafiunar ... eg bara spyr?

9. sep. 2003

Það er nú bara svakalega huggulegt hér hjá okkur. Ég er rosa sátt.

Heiða vinkona mín á íslandi var að eignast dóttir um daginn, til hamingju með það, og viti menn hún skýrði hana Katrínu Helgu. Hehehe, svaka flott nafn.

Skólinn er fínn. Mér finnst allt mjög vel skipulagt og það er hægt að ná í allar upplýsingar af netinu og allir kúrsar eru með eigin heimasíðu og maður fer bara inn og prentar út glærur og powerpoint show úr tímunum. Rosa flott. Það eina sem er að angra mig er að ég nenni ekki hópa vinnu. Þó að eg viti að það er svaka gott fyrir mig þá langar mig mest til þess að vera ein og lesa og potast i hluti sem ég hef áhuga á. En það er spurning að komast i gegnum þennan vetur og svo get ég gert það sem ég vil.

Ég vona að við fáum ekki kakkalakka eins og famelian Pálmasson. hmmmmm.

Hver lest þetta blogg mitt eiginlega?

7. sep. 2003

Jæja,
Nú erum við flutt. Alveg svakalega sátt og ánægð. Nýja heimilsfangið okkar er:

Dalslandsgade 8, J 703
2300 Köbenhavn S
sími: 32 88 68 13

fengum fullt af fólki til að hjálpa okkur og þetta gekk bara eins og í sögu.

En nú ætla ég ekki að skrifa meira en fara að lesa. Maður verður víst að vera duglegur í skolanum!!!

3. sep. 2003

Jam, Hæ
er mætt aftur a bloggid eftir allt of langan tima. Thad er buid ad gerast svo mikid i lifi minu ad eg veit ekki hvar eg a ad byrja. Eg stikla bara a storu og reyni ad vera duglegri her med.;
Sko,
A) byrjadi ad vera veik i nokkra daga og gat ekki talad sem er algjorlega ofært fyrir konu eins og mig sem tharf ad tala mikid til ad halda mer gangandi!
B) Klaradi ad vinn fyrir Flamska verslunar radid i København. Var fint en nadi ekki helmignum sem eg ætladi ad klara og thad versta var ad mer er alveg sama!
C) Helt upp ad eg væri ad hætta i vinnuni baud ollum vinnufelogum i braud, osta, kampavin, bjor og endadi i bloddimary ... sem svo endadi a skyrtuni hans Louis.
D) Er byrjud i skolanum!
E) Var buin ad gleyma hvernig thad er ad thurfa ad fylgjast med i fyrirlestrum med 100% athygli allan timan
F) Var i timum stanslaust fra 8 til 3 og er ad drepast ur threytu nuna
G) Er eg ad verda gomul?
H) Fengum lanadan bilinn hja tengdo i dag
I) Faum lyklana af ibudinni a morgun
J) Ætladi ad vera dugleg og pakka nidur i kvold
K) Var ad vakna ... svæfdi Matthildi og zzzzzzzzzzzzzz jam, er ad fara ad hatta mig
L) Ja og Afi minn do i gær morgun! Thad er rosa skrytid finnst mer hann var reyndar ordinn 99 ara! Ad hugsa ser. Eg sakna hans. Skritid ad eg eigi ekki eftir ad sja hann aftur. Elsku Afi minn!!!!
Er ad fara ad sofa nuna goda nott!

Kata og famelien i H??fn

Kata og famelien i H??fn

20. ágú. 2003

Jam, for a CIU i gjaer til thess ad athuga med thessa ibud sem okkur var bodid. Thetta er nu frekar otrulegt sistem. Madur hefur ekkert val. Madur getur bara sagt ja vid ibudinni. Ef madur segjir nei verdur madur settur aftast a listann! Ju okey audvitad sogdum vid ja en vandamalid er ad vid vitum ekki hvar ibudin er stad sett a Oresundinu. Ekki ad thad skipti MIKLU mali thad er bara thagjilegra finnst mer ad vita stadsetninguna adur en eg segji ja. Svo lennti eg i sjonvarpsvidtali, thau voru ad spyrja hvernig thad hafi verid ad finna ibud og bla bla bla. Eg var rosa jakvaed ..... allt of jakvaed, fannst frekar erfit ad thurfa ad bida svona lengi en nu vaeri allt i lagi og ad folki sem starfadi her a CIU vaeri svo allminnilegt bla bla bla. Svo er madur alltaf gafadur a eftir. Var thvi eiginlega hund ful thegar eg kom heim af thvi their a CIU voru svo allt of donalegir vid okkur i fyrra. Vid a gotunni i ordsins fylgstu merkingu med 8 manada gamalt barn og their sogdu okkur i alvoru ad vid yrdum bara ad flytja i burtu fra Kaupmannahofn!! Hvad er thad! Eg var svo brjal tha en i gjaer var eg a bleiku jakvaedu skyi og greinilega allt of vaemin fyrir aesifrettastodina dr 2, Lokalrapporten!!!! Allavega var vidtalid ekki synt. hmmmmmm
Vid erum ofur spennt a ad vita i hvada ibud vid lendum tharna uti a Lorteoen! Eitt er vist ad ef vid lendum a sama gangi og Heidrun og Siggi og Oli og Ingibjorg tha fer mer varla ad lytast a blikuna. Ekki thad ad thad vaeri natturulega alveg draumurinn og best i heimi en....... tha vaeru tilviljanirnar ordnar einum of.
En hver veit kannski a bara allt i heiminum ad vera skemmtilegt hja mer nuna jam, nyr skoli, ny ibud, nytt vidhorf, nytt allt muligt! Svaka jakvaedni i gangi jabs eg aetla ad halda henni! ef eg get.

19. ágú. 2003

Viti menn, við erum komin með íbúð á Öresundkollegiet! Ég er sko rosalega sátt við að fra þangað. Það er svo gott fólk sem býr þar og góð staðsetning.
Ég er i fríi i dag og ætla að drífa mig niður í bæ og athuga þessa íbúð!!!

17. ágú. 2003

Jamm og jæja, Pom er gott, thad finnst Christian allavega. Heidrun er nu bara snillingur med thetta Bvitamin! Rækjur rula! Brother Louis var ekki hann sjalfur i kvöld! Madur er aldrei of gamall fyrir POGO! Goda nott

14. ágú. 2003

Hei, er i frii a morgun af thvi ad Belgar vilja meina ad tha for einhver til himna!
Eg held ad solin fai orku sina fra okkur monnunum. Thvi meiri sol thvi minni orka hja mer!!! Er buin ad vera alltof lot ad skrifa. Eg get ekki bedid eftir ad haetta i vinnuni. Nota timan her i ad gera allt annad en ad finna umbodsadila fyrir tolvuskjai. T.d. ad lesa moggan lesa annara manna blogg, lika theirra sem eg thekki ekki (ja eg er perri), bora i nefid hringja i vini og vanda menn. En nu a eg nakvaemlega 10 daga eftir i vinnu og thar af a eg eftir 6 daga i sumarfri = 4 vinnu dagar! yessssssssssss.
Matthildur er buin ad vera lasin. Hosatar og er med hita. Vid vorum med hana heima hja til skiptis. Thad var agaett ad vera heima i thessum hita. Inni bara, thad er vissara annars gaeti madur ordid utitekinn! Nu er hun hja tante Tinnu og finnst thad aedi. Hun kallar thau baedi fir Auva eg helt ad thad vaeri Afi en er semsagt lika Janus og Tinna. Logiskt!
Nagrannarnir okkar eru enntha i slag yfir rolustatifinu sem sett var upp i gardinum. Vid buim i husi med gardi sem er ca: 100 m2 og thar af er ca 40 m2 gras svaedi eda kanski minna. En allavega tha datt einhverjum i hug ad setja upp rolur og rennubraut. Mer fannst thad mjog snidugt og bjost vid eithverju litlu snidugu. Nei nei, ekki alveg, their reistu tharna ca 10 m2 leikgrinnd sem er ca 3 m a haed. Sem veldur thvi ad thad fillir ut i naestum allan gardinn og er allt of hatt fyrir Matthildi thannig ad madur er alveg a taugum thegar hun er ad leika ser tharna. Nu er allt brjalad, buid ad skiptast i tvo lid med eda a moti leikgrind. Og a laugardaginn tha heyrdum vid nagrannana vid hlidina a okkur (sem eru mjog sjerstok og afar svipljot!) oskra a annad folk i husinu uti a gotu. Vid vorum i kasti yfir thessu og njotum thess ad vera Swisslendingar i thessu mali eda jafnvel Sviar a eftir ad finna ut hvada vopn eru best og hvernig vid getum graett a thessu!!!!
En nu erum vid bradum ad flitja i Kollegi. Kanski verdum vid a sama gangi og Heidrun og Siggi og Oli og Ingibjorg. Thad er bara aldrei ad vita. Thad vaeri nu mjog fyndid ad hafa tharna sma kommunu a Oresundinu. Eda tha er thad Solbakken godi, flata blokkin. Thad vaeri ekki slaemt. Eg kann nefnilega mjog vel vid mig a Vesterbru. Vonandi skyrist thetta i nanustu frammtid.
Nu er eg sko buin ad skrifa fyrir alla sidustu viku og vona ad Heidruno verdi anaegd.
Ha det bra!

6. ágú. 2003

Er sko ad vinna, og skuringarkonan kom til ad thrifa, nema hvad erum buinar ad upgotva ad hann Brother Louis yfirmadur minn er bara buinn ad ryksuga kaffi upp ur golfinu!!! Ryksugan i ogedi, myglu og drullu!!!aaaaa aumingjas skuringarkonan ad reyna ad thrifa ryksugu vidbjodinn! aaaaaaaaaaa oged. Hverjum dettur svo i hug ad ryksuga kaffi .... sko upp a helt ekki korg. Hann er storkostlegur thessi yfimadur minn. Eg gaeti skrifad heila bok um hann. En eg geri thad ekki fyrr en eg er haett. heheh sem er eftir 3 1/2 viku! yesss.
Eg var ad fa mail fra vinkonu minni i Noregi. Vid hofum ekki haft samband i 13 ar og svo fann eg hana a netinu i sidustu viku og svo svaradi hun nuna. Rosa gaman, er ad hugsa um ad fara i pilagrimsfor til Oslo vid fyrsta taekifaeri.
Svo get eg sko ekkert einbeitt mer i vinnuni nuna. Eg hugsa svo mikid um skolann. Mig langar bara ad byrja i gaer. Buin ad prennta allar upplysingar sem eg finn af netinu. Er byrjud ad lesa fyrir Landskabsøkologi! Endurtekid efni thad fyrsta en skiptir ekki, thad eru lika 3 ar sidan sidast eee 4 sjit. hmmmm elli smellur. Jaeja verd ad thjota ad hitta Disu Skvisu.

4. ágú. 2003

Nu er thetta sko ordid flott. Med sjátát og allt. Heidrún heimsmeistari kom og bjargadi thessu. Rosa fin helgi. Thad var tjaldad, grillad, spilad, kjaftad, leikid, drukkid og meira ad segja dansad. Mjög fínt, já bara framm úr öllum vonum. En thví midur var sunnudagurinn frekar slappur!!!
Ég held ad ég fari snemma ad sofa út vikuna til thess ad byggja mig upp fyrir næstuhelgi....! Afmæli hja Ingunni og hun lovar gódu partýi. Ég treisti thví alveg! Held ég fái mér Lýsi.

1. ágú. 2003

Jæja, thank god its friday!!! Tokst ad thrifa og gera fint a midvikudaginn. I gær komu hústøkutáfýlu strákar i heimsókn til okkar. Thad var rosa gaman. Their eru ad ferdast um Evrópu og skilja eftir sig slod med limmidum, tags og grafiti listaverkum. Lenda oftar en ekki i steininum fyrir thennan sodaskap. Eg segji bara ad thad se gott a tha. Theim finnst thad mjog fyndid. Their foru med lestini til Hroaskeldu i gærkvoldi og ætldu ad sova i einhverjum gardi thar undir tre. Jammm.
Eg vona ad helgin verdi god. Vid erum ad fara til Mette systur hans Christians a einhverja sommer fest a laugardag. Thar af leidandi missum vid af thessari lika frabaeru arlegu grillverslunarmannar partyi hja Ola og Ingibjorgu (sem virdist nu bara ad vera ad verslast upp i einhverja fjolskyldu samkomu!!! isss hvar er rokkid!). vid fengum sendan lista fra systur Christians (hun er mjog mikid fyrir lista) um thad sem vid attum ad taka med: chips, peanuts, salstænger 10stk slikposer til børnene. hmm thetta verdur oruglega gaman. Jæja nu ætla eg ut i gard ad sola mig. Drekka kaffi og lesa boka og jafnvel narta i eina og eina smakoku.... fed...... ljufa lif!

30. júl. 2003

Eg var buin ad skrifa sma i gaer en thegar eg aetladi ad setja thad inn a netid crassadi talvan, thannig ad eg for bara heim ... var sko a netinu i vinnun hmm hmm. I dag er eg svo bara i frii og er ad reyna ad nota daginn til thess ad lagatil og thrifa. En thad er miklu skemmtilegra ad drekka kaffi og vera a netinu.

28. júl. 2003

Hmm er ad pjakka i thessu bloggi daemi. Kan ekki ad setja shout out inn!!! Er ad hugsa um ad hringja i hana Heidrunu Ol og bidja hana um ad hjalpa mer. Arnaldur og Harpa eru ad fara heim a eftir. Eg a eftir ad sakna theirra. Var ad hugsa um ad stela Horpu eda bara aettleida hana!
Jaeja, nu er eg lika byrjud ad blogga eins og allir adrir! Veit ekki hversu lengi eg held thetta ut. En eg held ad thad se betra ad blogga en ad lova endalaust ad skrifa folki og standa svo ekki vid thad!!! eda hvad? Thad versta er ad eg aetti nu eiginlega ad skrifa a ensku svo Hollendingarnir minir og danirnir geta lika fylgst med. En skid med det eg skrifa bara a islensku nuna og ef eg nenni a ensku seinna ja segjum thad bara.

Thad er annars allt gott ad fretta af okkur Christian var ad byrja i skolanum i dag og matthildur for a dagheimilid mer finnst eins og sumarid se ad verda buid!!! hmmmm sammt er manudur eftir og eg er ad haetta i vinnuni thvi eg komst inn i www.kvl.dk mjog satt med thad.

jaeja latum thetta duga sem fyrstu prufu