9. sep. 2003

Það er nú bara svakalega huggulegt hér hjá okkur. Ég er rosa sátt.

Heiða vinkona mín á íslandi var að eignast dóttir um daginn, til hamingju með það, og viti menn hún skýrði hana Katrínu Helgu. Hehehe, svaka flott nafn.

Skólinn er fínn. Mér finnst allt mjög vel skipulagt og það er hægt að ná í allar upplýsingar af netinu og allir kúrsar eru með eigin heimasíðu og maður fer bara inn og prentar út glærur og powerpoint show úr tímunum. Rosa flott. Það eina sem er að angra mig er að ég nenni ekki hópa vinnu. Þó að eg viti að það er svaka gott fyrir mig þá langar mig mest til þess að vera ein og lesa og potast i hluti sem ég hef áhuga á. En það er spurning að komast i gegnum þennan vetur og svo get ég gert það sem ég vil.

Ég vona að við fáum ekki kakkalakka eins og famelian Pálmasson. hmmmmm.

Hver lest þetta blogg mitt eiginlega?

Engin ummæli: