19. des. 2006

Nú er ég hálfnuð með jólafjafinar... sko mína, vanntar bara að gera ALLt hitt...

18. des. 2006

Jingell hell, jingell hell.... ég er í rassagati með aaaallllt, ó what fine it is to .....

Stelpurnar eru báðar komnar á pensilín vegna eyrnabólgu. R búinað vera með yfir 38 í viku og hanga með hor á öxlinni á mér, M í fyrstaskipti á pensilíni. Ég er með samviskubit útaf: vera búin að vera frá vinnu í viku, vera ekki búin að þrífa, vera ekki búin að kaupa jólagjafir nema handa tengdafjölskyldunni, vera ekki búin að skrifa jólakort, vera ekki búin að baka, vera ekki búin að udnirbúa neitt og jólin eru eftir 6 daga.... hell hell hell. Langar mest að pakka öllu draslinu saman og keyra upp á skaga og halda jólin hjá mmmmmöömmmu.. ég er aumingi... argghhhhh.

Dóttir mín hughreysti mig í gær og sagð: mamma mín jólin koma þótt maður sé ekki búin að taka til... hmmmm

Jólin koma, jólin koma blebleblelbeble....

14. des. 2006

Í dag á hún Mathilda mín afmæli 5 ára stóra stelpa. Hún er yndisleg, falleg, dugleg, frábærustust.

Í dag eiga líka Valur hennar Ólu afmæli og Karlotta hennar Ingunnar! Ætli það sé hryssufengi tími í Mars???? Eða hvað?

En svona til að hressa upp á jólaskapið er hér fáránlegru jólasöngur fyrir þá sem hafa áhuga... Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að hér væri bróðir Mumma svita á ferð... heheheh

12. des. 2006

Eintóm gleði og hamingja, jeeee, það hefur aldrei verið jafn skemmtilegt að eiga afmæli. Maðurinn minn og dætur færðu mér stærstu afmælisgjafir sem ég hef fengið í morgun. Þær slógu næstum út rafmagnsbassan Fender jazz sem ég fékkþegar ég var 25... það eru tæplega 10 ár síðan... ómg.. sjitt. Jæja í morgun semsagt fékk ég fyrst einn pakka frá sem var frá Chr.. Í honum var gullfallegur svartur kjóll með púff ermum og smell passar eins og ég veit ekki hvað. Svo fékk ég pakka nr. 2 það var stór kassi og á honum stóð að hann væri frá Reginu í honum var Playstation 2 með singstar Rocks.... yeeahhha ég á Singstar! Og svo fékk ég pakka nr. 3 og hann var frá Mathildu og í honum var falleg svört ullarkápa, að vísu þarf ég númeri stærri en vóts. Ég bara hef aldrei vitað annað eins og er bara í losti! Jeehhh úff!

En núna rignir yfir okkur afmælunum í föðurfjölskyldunni minni: 9, 12,13,14,15 20 og svo janúar 4, 9, 10, og 15 Það er sko fullt að gera já og jesú á afmæli þarna á milli. Já og svo eig sko tvær hryssuvinkonurnar mínar börn fædd 14 eins og Mathilda mín. Nú er sko lán í óláni að Drekinn er heima með hor og hita og ég nota tíman á meðan hún sefur og baka marenges. Svo verður haldið 5 ára afmælisboð á fimmtudaginn milli 15 og 18 þeir sem eiga leið hjá suðurgötu 8 eru velkomnir í kaffi.

Jæja, ég ætla að njóta dagsins afsakið mig..... hehehh! Ég býð svo í stelpu stuð í mars.... eins og ég hef gert áður... er það ekki málið?

8. des. 2006

Í dag vann ég konfektkassa, það er nú ekki oft sem ég vinn eithvað þannig að ég er alsæl með kassa af nóakonfekti fyrir framan mig. Og fyrir hvað var ég vinna... Ummál!

7. des. 2006

M á afmæli eftir viku, mér finnst það ótrúlegt að hún skuli verða fimm ára, stúlku barnið mitt litla. Hún er svo dugleg og allt í einu er hún búin að taka þroska kipp og reyndar grætur hún á kvöldin vegna vaxtarverkja í fótunum, anga skinnið. Hún er farin að fara í handahlaup og kann að skrifa flesta bókstafina. Hún skrifar nafnið sitt bæði á dönsku og á íslensku með smá ruglingi stundum. Og hún kann að skrifa nokkur orð eins og til og frá og mamma og pabbi.

R segir ekki pabbi ekki mamma ekki matta ekki datt og ekki takk en hún segir hátt og skýrt og endalaust: "Hvað er þetta?" og bendir á allt sem hún sér... skrítin skrúfa stelpu tetur.

6. des. 2006

Í dag er ég búin að skreyta meira í vinnunni en heima hjá mér... hmmm verð að taka mig á heima. M heldur því fram að verið sé að skreyta fir jólin og sig. Ég leyfi henni að trúa því.. eins og jólasveinana, ætli það komi niður á mér seinna?

Í gær beit R mig í höndina mjög fast þannig að það komu tannaför. Ég varð reið við hana og beit hana á móti, þó laust og varlega án þess að það kæmu för til þess að kenna henni að þetta megi ekki. Ég var búin að heyra að þetta væri ráð sem myndi virka og það virkaði á M á sínum tíma. R fór að gráta en M kom henni til hjálpar og húð skammaði mig: "Mamma það á ekki að bíta lítil börn, þau vita ekki betur!" Svo hljóp hún út á bað og náði í "tusku" (sem er þvottaklútur) og huggaði systur sína og þurrkaði henni í framan. Ég varð hálf hvumsa og nánast skammaðist mín. Yndislegur ráðskonurassinn minn!

5. des. 2006

Jæja, upplýsandi mynd Alberts Gores ("An Inconvenient truth"
("Óþægilegur sannleikur")) er nú hægt að nálgast ókeypis (með fullu leyfi
höfundar, leikstjóra, framleiðanda og handritshöfundar), á Google videos.
Allir að horfa, ath þetta er mynd í fullri lengd. Hér