7. des. 2006

M á afmæli eftir viku, mér finnst það ótrúlegt að hún skuli verða fimm ára, stúlku barnið mitt litla. Hún er svo dugleg og allt í einu er hún búin að taka þroska kipp og reyndar grætur hún á kvöldin vegna vaxtarverkja í fótunum, anga skinnið. Hún er farin að fara í handahlaup og kann að skrifa flesta bókstafina. Hún skrifar nafnið sitt bæði á dönsku og á íslensku með smá ruglingi stundum. Og hún kann að skrifa nokkur orð eins og til og frá og mamma og pabbi.

R segir ekki pabbi ekki mamma ekki matta ekki datt og ekki takk en hún segir hátt og skýrt og endalaust: "Hvað er þetta?" og bendir á allt sem hún sér... skrítin skrúfa stelpu tetur.

3 ummæli:

Bippi sagði...

Ha, ha, yndisleg þessi börn;o)

Nafnlaus sagði...

ooohhh ég sakna þeirra. og þín, og hans.

Frú Elgaard sagði...

Ég sakna ykkar baaahhhh!