12. des. 2006

Eintóm gleði og hamingja, jeeee, það hefur aldrei verið jafn skemmtilegt að eiga afmæli. Maðurinn minn og dætur færðu mér stærstu afmælisgjafir sem ég hef fengið í morgun. Þær slógu næstum út rafmagnsbassan Fender jazz sem ég fékkþegar ég var 25... það eru tæplega 10 ár síðan... ómg.. sjitt. Jæja í morgun semsagt fékk ég fyrst einn pakka frá sem var frá Chr.. Í honum var gullfallegur svartur kjóll með púff ermum og smell passar eins og ég veit ekki hvað. Svo fékk ég pakka nr. 2 það var stór kassi og á honum stóð að hann væri frá Reginu í honum var Playstation 2 með singstar Rocks.... yeeahhha ég á Singstar! Og svo fékk ég pakka nr. 3 og hann var frá Mathildu og í honum var falleg svört ullarkápa, að vísu þarf ég númeri stærri en vóts. Ég bara hef aldrei vitað annað eins og er bara í losti! Jeehhh úff!

En núna rignir yfir okkur afmælunum í föðurfjölskyldunni minni: 9, 12,13,14,15 20 og svo janúar 4, 9, 10, og 15 Það er sko fullt að gera já og jesú á afmæli þarna á milli. Já og svo eig sko tvær hryssuvinkonurnar mínar börn fædd 14 eins og Mathilda mín. Nú er sko lán í óláni að Drekinn er heima með hor og hita og ég nota tíman á meðan hún sefur og baka marenges. Svo verður haldið 5 ára afmælisboð á fimmtudaginn milli 15 og 18 þeir sem eiga leið hjá suðurgötu 8 eru velkomnir í kaffi.

Jæja, ég ætla að njóta dagsins afsakið mig..... hehehh! Ég býð svo í stelpu stuð í mars.... eins og ég hef gert áður... er það ekki málið?

15 ummæli:

Heiðrún sagði...

til hamingju með gjafirnar elsku Kata, og afmælið auðvitað líka.
Ástarkveðja
H

Nafnlaus sagði...

Til hammó með ammó elsku Trína okkar.

Nafnlaus sagði...

Og svona svo þú missir ekki af 50 ára afmælinu þá er það 20 (ekki 21)

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið elsku vinkona.
biddu chris að kyssa þig fallega frá mér.

Nafnlaus sagði...

til hamingju fra okkur her i hitanum i køben....vildum mikid vera hja ykkur ad fagna en sendum fallegar hugsanir og kvedjur i stadinn...mig langar i barnaafmælismat hja møttu....knus janni og tinna

Pollyanna sagði...

Til hamingju með daginn

Frú Elgaard sagði...

Takk takk allir saman, já segðu faster Valla er náttúrulega 20 og ekki 21 úff, já eins gott að missa ekki af því! hmm semsagt Mathilda 5 ára, Valla 50 og Afi 75 oookey man ekki meir! En jeee ég á afmæli ennþá og ætla að njóta þess með mínum heitelskaðaalskeggaðasúpersæta Christian den danske jjaahhh!

Nafnlaus sagði...

Til lukku með afmælið!

SL sagði...

Til lukku kella!

Nafnlaus sagði...

innilega til hamingju með afmælið Trína mín! reyndi að hringja í gemsann en fékk ekkert svar,en allavega til lukku:)

Frú Elgaard sagði...

Æi hrappur minn, síminn minn druknaði í hvítvíni á sykurmolatónleikonum, er að láta gera við hann... eða kíkja á hann! En takk takk allir ;)

doralora sagði...

Til hamingju með daginn.............

Bippi sagði...

Til hamingju með daginn í gær og daginn á morgun skvísa!! ;o)

Ólöf sagði...

Til hamingju með dagin honey!

Nafnlaus sagði...

og til hamingju þú.... þetta er allt sman bara frábært og ljúft..... eins og þið fjölskyldan.... góðar stundir