18. des. 2006

Jingell hell, jingell hell.... ég er í rassagati með aaaallllt, ó what fine it is to .....

Stelpurnar eru báðar komnar á pensilín vegna eyrnabólgu. R búinað vera með yfir 38 í viku og hanga með hor á öxlinni á mér, M í fyrstaskipti á pensilíni. Ég er með samviskubit útaf: vera búin að vera frá vinnu í viku, vera ekki búin að þrífa, vera ekki búin að kaupa jólagjafir nema handa tengdafjölskyldunni, vera ekki búin að skrifa jólakort, vera ekki búin að baka, vera ekki búin að udnirbúa neitt og jólin eru eftir 6 daga.... hell hell hell. Langar mest að pakka öllu draslinu saman og keyra upp á skaga og halda jólin hjá mmmmmöömmmu.. ég er aumingi... argghhhhh.

Dóttir mín hughreysti mig í gær og sagð: mamma mín jólin koma þótt maður sé ekki búin að taka til... hmmmm

Jólin koma, jólin koma blebleblelbeble....

7 ummæli:

Ólöf sagði...

Ég get þetta ekki heldur buhuhuhuhuh! Allt í fokki og mig langar bara mest að fara heim undir sæng að sofa.

Bippi sagði...

Það er sko alveg satt hjá henni dóttur þinni....jólin koma sko alveg þó svo maður þrífi ekki hátt og lágt....sjálfri dettur mér það ekki til hugar að eyða aðventunni í það....kveiktu bara á kerti og fáðu þér mandarínu;o)

Nafnlaus sagði...

Jólin koma hvort sem þú ert búin að þrífa eða ekki. Svo er það þitt að ákveða hvort þú ætlar að njóta þeirra. Njóta þess að vera í fríi og fara seint að sofa og lesa lengi frameftir á kvöldin og vera á náttfötunum og borða nammi og drekka heitt súkkulaði og spila við M. og og og ....................Rykið fer ekkert þú getur alveg treyst á að það verður þarna í hjanúar og þú tekur það bara þá ;o)
knús og takk fyrir samveruna um helgina

Nafnlaus sagði...

Sælar við erum greinilega allar í sömu sporunum:) Ía er búin að vera veik í viku og allt á öðrum endanum. Ég nenni ekki að stressa mig á þessu. Langar bara að komast eitthvað út og fá mér piparkökur og glögg:) Er einhver von á hitting fyrir jól??

Frú Elgaard sagði...

Já ég er til í hitting, kanski bara á heima hjá mér?

Heiðrún sagði...

Úr húsmæðrahndbók Heiðrúnar:
Ekki ber að þrífa eða taka til í þrjár vikur fyrir jól. Það er hvort eð er allt í drasli; jólapappír, borðar, frímerki, jólakort, glimmer, pakkar sem maður veit ekki hvað maður á að gera af áður en jólatréið er sett upp og svo ekki sé talað um öll jólaskrautsskrímslin sem börnin koma með heim af leikskólanum á þessum tíma. Helst þarf það að vera þannig að í vikunni fyrir jólin, segirðu við sjálfa þig í hvert sinn sem þú ferð á klósettið: djö...þarf ég að þrífa klósettið.
Á þorláksmessukvöld, eftir hálfa púrtvín og þegar börnin eru sofnuð, þá er ráð að þrífa klósettið og þurrka mestu blettina af gólfinu, setja upp jólatréð og vola...
Ég garantera að það hefur ekki verið eins fínt hjá þér í laaaangan tíma!

Frú Elgaard sagði...

Já ég held bara svei mér þá að þetta sé rétt hjá þér gæskan mín.
kossar smakk!