30. sep. 2004

Fimmtudagur til fimi?

Takk fyrir gærdaginn. Hann var yndislegur!!! Það mætti múgur og margmenni í veislu hér í joðið. Það mættu als 18 manns ... alveg frábært. Karlinn var svaka glaður.
Í morgun var ég vakin með söng og góli, Chr. blöskraði letin í mér og stóð og gólaði og klappaði og sprellaði í tíu mínótur svo ég mundi fara á fætur og drekka kaffi með honum. Það var mjög fyndið. En nú ætla ég að vera svaka dugleg og klára verkefnið sem mér var sett fyrir.

29. sep. 2004

Afmælisóður!

Elskulegur eiginn maður minn og faðir hann StinniStuð Thómasson Elgaard er 31 ár í dag. Ef einhver vill gleðjast með honum/okkur þá er kaffisopi kl. 16:00, allir velkomnir. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir!

Kveðja

Frú Elgaard og Fruburðurinn M.a.C. Elgaard

28. sep. 2004

Preben.

Einu sinni áttum við nágranna að nafni Preben. Hann var svo leiðinlegur og ljótur að ef ég les nafnið Preben eða heyri eihvern kalla það þá fæ ég sting í magann og það vottar við ógleði.

27. sep. 2004

Absolutley fabulous:

Við fengum góðan gest á fimmtudaginn. Ég fór hann spilaði, á tónleikum. Elduðum fasana á föstudaginn drakk tvo lítra af diet coke á laugardaginn (skjálfti og stjörf og sofnaði ekki fyrr en kl. fimm). Fékk flensu á sunnudaginn. Var tilbúin að liggja í flensu í dag var kominn í startholunar með sjálfsvorkun og sófalegu. En viti menn ég hætti við. Gott hjá mér. Er frísk og Absolutely fabulous.

23. sep. 2004

Ég fann þennan link á netinu. Þessi kona er mjög fyndin ég hló og hló! http://www.toothsmith.blogspot.com/

Ég er lista kona!

Ég er lista kona. Ég býtil lista. Þeir eru langir og góðir og mikilvægir. Í mínu fyrra starfi bjó ég til mörg hundruð lista. Því er ég sjalnast lista(r)laus og maðurinn minn mjög listugur. Ég held að ég verði að finna mér frama á lista-brautinni. En þessa stundina er ég eithvað listalítil.

Hin fullkomna húsmóðir.

Í gær setti ég vírus í tölvuna, þreif ofan á öllum skápum, þreif eldhúsinnréttinguna, skúraði, flutti á milli skápa, ryksugaði, þvoði stofugluggana, þreif baðherbergið og klósetið og ganginn. Svo bauð ég nágrönnunum í mat með Láur og Iben litlu og endaði kvöldið með að drekka kaffi og éta kökku með manninum mínum og skreið svo upp í rum með góða bók. Ómægot!

21. sep. 2004

Hryssu gleði.

Ég gleimdi að segja frá að á föstudaginn sl. var haldið ljótu-kjlóla-gala á vegum gleðikvennfélagsins Hryssana hjá Ingunni naglafræðingi og Barbie. Það var svo gaman, við vorum mættar í hinum ýmsustu múnderingum og okkur fannst við lang flottastar allar saman. Það var dansað, sungið, drukkið, glaðst, hryssast og hlegið. Hver veit nema að það verði settar inn myndir bráðum af þessum merka atburð. Á laugardaginn fórum við svo í partý þar sem ég held að ég og Ingbjörg vorum með fráhvarfseinkeni af kjólakvöldinu og gengum alveg gjörsamlega framm af Eggerti Dóru manni. Vona að hann bíði þess bætur. Við lofum að vera mjúkar við hann næst.

Í dag á Leonard Coen afmæli. Hann er nú meiri snillin. Hann er fæddur 1934 og þá var amma Kata 2ja og afi á núpi 30 ára og 39 ár í það að ég myndi fæðast og það merkilegasta af þessu öllu er að hann er enn í fullu fjöri karlinn.

Ég fékk skammir frá Herdísi vinkonu í gær um að ég væri eins og séð og Heyrt vegna allara !!!!! -merkja. Hmmmm, Ég er bara mjög hissa á mörgum hlutum og þarf að geta tjáð mig með áherslu! Og hafðu það hryssan þín.

20. sep. 2004

Verktaki!

Í dag gerðist ég smá verktaki!! Mjög fyndið, vona bara að þetta leiði til góðra hluta. Í dag rignir og það er ágætt.

Já og í dag fæddist fyrsta barnið af sex sem ég veit af sem eru á leið í heimin núna næsta mánuðinn. Það var nágrannakonan sem eignaðist litla stelpu, tillykke Jakob og Alma!

15. sep. 2004

Rækjunærbuxur!

Í morgun, settist ég á klóssetið til þess að pissa með g-strenginn í hjésbótinni og starði út í loftið. Dóttir mín kom með úfið hárið (hænurass) í of síðum náttfötum, stírur í augunum og staðnæmdist við þröskuldinn fór að hljæja og sagði:"Mamma sú med rækjunæbuxur!!!"
?

14. sep. 2004

Afsakið!

Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig áðan. En allavagena þá ætlaði ég ekki að vera pólitísk í þessu Bloggi mínu. Skid med det! Sófinn kallar! Konur rúla! hahaaha

Íslensk stjórnmál!

Hver er Hanna Birna Kristjánsdóttir? Stjórnmálakona fyrir sjálfstæðisflokkin! Guð minn góður hvað fólk á íslandi er klikkað að lofsama Davíð endalaust??? Ég skil bara ekki þessa áráttu? Afhverju skilur fólk ekki að stjórmál eru bundin skoðunum og lífsstíl en ekki persónudýrkun! Ég er nú bara yfir mig bit yfir því sem þessi kona var að þusa hér á rás 2. Ég held ég bara slökkví á þessi og hlusti bara á eithverja mússík í staðin!

13. sep. 2004

Nýtt þríhjól!

Í gær fórum við á hæstu loppu í Kaupmannahöfn og keyptum þar dýrindis þríhjól handa frumba. Hún var svo glöð að ef hún hefði mátt ráða þá hefði hún viljað sofa með hjólið í fanginu. En var svo búin að gleyma því og þegar húin var á leið í leikskólan í morgun þá varðu aftur jafn glöð að og þegar hún fékk það afhent í gær. Það kostaði að vísu smá samningaviðræður um að hjólið ætti að vera heima en ekki fara með í leikskólann.
Reynir bróðir minn súpermann á afmæli í dag! Hann mun éta afmælis matinn í Otawa! Tilhamingju elsku bróðir!

11. sep. 2004

Alveg búin!

Í gær fengum við gesti. Það var rosa gaman við spjölluðum langt fram á nótt drukkum og hygguðum, þangað til M kom úfin og með dúkku á hvolfi og bað okkur um að fara að sofa! Ég bæti við tveimur nýjum konum í blogg safnið. Ég þekki næstum bara konur sem blogga! Ég er of dofin til að segja eithvað meira af viti! Lengi lifi sófin og sjónvarpið og með von um gleðilega dagskrá!

8. sep. 2004

Hooooorrrrghhhh!

Kemur hor er lækkar sól! Ég og M erum frekar slummulegar þessa dagana, með hor út á öxl! Í gær langaði mig að taka langtímalán og kaupa mér hús á Njálsgötunni! Þetta hlítur að vera horið sem ruglar mann svona!

7. sep. 2004

Heilsu átak á ný!

Ég fór í HiPuls í gær og hélt ég mundi drepast. Í alvöru þá var ég sko komin með blóðbragð í munninn. Ég og Herdís hoppuðum eins og fávitar á fullu og vorum gjörsamlega að ganga frá okkur! Svo skreið ég heim titrandi og skjálfandi og gerði ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera. En þetta var nú samt askoti hressandi og líður mér miklu betur í dag. Nú stefni ég bara á
-5 kg fyrir lok óktóber! Ómægot!

6. sep. 2004

Súper helgi!

Vá, þetta var voða fín helgi. Við byrjuðum á því að mæta til Rungsted kl 12:00 á föstudaginn. Þar tók SvenBestefar á móti okkur og fór með okkur í skútu siglingu. Mér hefur aldrei lititst á það að fara með M í siglingu en ég heillaðist. Ég var bara látin stýra bátnum og færður bjór í hönd og sagt að halda mig við einn punkt í landi og stýra á hann. Frábært rosa gaman. Svo fengum við besta sushi í bænum ótrúlega gott. Daginn eftir fór Chr. að spila í einhverju partýi og ég fór til Helsingborg til Heiðu vinkonu minnar í afmæli hjá nöfnu minni dóttur hennar. Það var rosa gaman. Þar smakkaði ég bestu marens köku ever. Mágkona Heiðu bakaði hana og ég heimta að BB setji uppskriftina á heimasíðuna sína (Sjá hér til hliðar Famelían í Lundi!!!!). Nú sunnudagurinn fór í át af afgöngum í Svíþjóð og áframhaldandi rólegheit er heim var komið. Og nú verð ég að fara að finna frábæru vinnuna!

2. sep. 2004

Atvinna?

Mjög fyndið, mamma sendi mér atvinnuaglýsingu úr Mogganum á sunnudagin um starf sölufulltrúa í Kaupmannahöfn. Svo fór ég niðri í Jóns hús áðan og hitti þar Þ og hún sagði mér að hún hefði sótt um sama starf!!! hehehe! Og viti menn við vorum að fá sendan mail frá fyrirtækinu og þeir vilja hitta okkur báðar! heheheheh! Þeir verða frá 13 - 17 sept í Köben og það væri gaman að vita hversu margir hafa sótt um og hvort maður hittir ekki einhverja fleiri kunningja í viðtali! phihihihihi! Svo er þetta öruglega bara sala á Herbalife eða eithvað álíka sjúkt! Dammmmm!

1. sep. 2004

Ffffooookkkkk!

Jæja, nú lét ég alveg taka mig í bakaríið! Það er svona að geta ekki einbeitt sér og gert það sem maður ætlaði sér. Ég var að lesa metroxpress og sá þar auglýsingu www.testdiggratis.dk , hér er boðið upp á persónuleika test og eithvað fleira. Ég forvitin op bara prufa sjá svona hvað kemur út úr þessu. Svo þegar ég er búin að taka test og senda af stað ásamt upplýsingum um sjálfa mig sé ég að neðst á síðunni með mjög smáu letri stendur: Scientologi Kirken Danmark, aaarrrrggggghhhhh! Nú eiga þeir örugglega eftir að bögga mig forever og senda mér öruglega ömulegar niðurstöður og segja að ég sé að fara til helvítis ef ég komi ekki og frelsist hjá þeim! fooooookkkkk! Ég held ég skipti bara um nafn!

Dugleg!

Ég er að reyna að vera svakalega dugleg í dag. En það er mjög freystandi að fara bara á hraðferð um alnetið og lifa bara í draumi! En nú er bara að rífa sig upp á rassgatinu! Hver er sinnar gæfu smiður! blabla bla aaaaaaaaaaaarggghhh. Ég á nú sammt svolítið flott sjónvarp!