31. jan. 2006

Næling

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á...
Sex and the city
Inspektor Morse
Breskir sakamálaþættir almennt
Breksir gaman þættir, smakk the pony, the office, Absolutely fabulous.. og fl.

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur...
Willow
Hringadróttinssaga
Ronja
Reality Bites

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega...
Bloggarar
Ruv.is
mbl.is
hotmail.com

4 uppáhalds máltíðir...
Villibráð
Grænmetisréttir
Kjúklingur
Asískur matur

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur
Risaeðlan EFTA!
PJ Harvey To Bring You My Love
Nick Cave þessir gömlu góðu
Bara fullt af öðru

4 sem ég næli í:
Heiðrún Há
Heiðrún Faster
Edda
Óla
Hrund

30. jan. 2006

Jæja, nú loksins hef ég fréttir að færa. Ég hef semsagt verið að sækja um vinnu á tveimur stöðum og verið frekar spennt. Og á föstudaginn fékk ég synjun frá báðum stöðum. blaaa, en svo hringdi annar vinnuveitandinn semsagt vinnuskóli Reykjavíkur og bauð mér samt vinnu í morgun. Þannig að í apríl er ég komin með vinnu sem fræðslufulltrúi hjá vinnuskólanum. jeii. Og væntanlega þá á umhverfissviði. jibbii. Loksins fæ ég vinnu við mitt hæfi. Hefði samt alveg vilja fá það sem ég sótti um það var Umhverfis og þróunar fulltrúi vinnuskólans. En það var karlmaður með reynslu sem fékk það... eins gott að hann standi sig því ég verð allan tímann með stóru tánna þar sem hann verður með litlu ef við verðum að vinna saman. hehehe
Svo er ég að fara á fund með Hættu hópnum, að vinna með þeim hugmyndavinnu um áframhaldandi áróður gegn eyðileggingu íslands. Og þar hafiði það

Já og svo erum við með tvær íbúðir í miðbænum 101 sem við getum kannski fengið á leigu. Við nefnilega treystum okkur ekki í að kaupa vegna misvísandi upplýsinga, einn segir “go” og annar segir “eruð þið brjáluð, bíða, bíða, bíða!” Þannig að við verðum bara áfram á leigumarkaðnum svo lengi sem það gengur. Heheh.

Mér finnst annars svo mikið vor í lofti og fínt kannski er bara veturinn búinn og ég get farið að ná í hjólið mitt. Oooohhh vonandi. Já og svo erum við sennilega að koma til Dk 11 – 14 maí næstkomandi. Árshátíð hjá S1. Skemmtilegt að koma og vera á hóteli í Kbh. Hehehe ég hlakka til. Sendi stelpurnar í pössun til Rungsted og þræði bari og búðir og læt eins og ferðamaður í “minni eigin borg” .

26. jan. 2006


Regina rjómabolla

Skarphéðinn og Mathilda Ása

já og foreldrarnir, ótrúlega myndaleg...

23. jan. 2006

Ég er enn með járn í eldinum. En eldurinn minkar með hverjum deiginum sem líður og verður að bráðum að glæðum einum, en best að blása á eldin og ákveða að "ég geti þetta".

Janúar er að verða búin og þá kemur febrúar. Þetta er lengstu og leiðinlegustu mánuðir ársins. Finnst mér. En ég er alveg að fara að vinna, þessvegna er þetta allt í kei!

Spakmæli dagsins er: Þolinmæði þrautir vinna allar.

17. jan. 2006

Ja hérna jerímías!
Fór í smá bloggblackout!
Sorry,

Af mér er allt bara fínt að frétta. Ég er bara búin að vera í móki fyrir, yfir og eftir hátíðanar. Ég hef bara ekki haft nennu til þess að skrifa eða lesa blogg.
Regina er nú orðin stór og feit og falleg. Hún er fimm mánaða í dag og orðin dugleg að borða og velta sér og öskra á háa C. Hún er oftast glöð og ánægð sérstaklega eftir að hún fór að borða á kvöldin, þá sefur hún vært mestan hluta nætur, foreldrum til mikillar gleði.
Mathilda er orðin fjögura ára og er enn fögur, fyndin og skemtileg. Hún hefur það gott á leikskólanum og finnst ploppfiskur og lýsi mjööööög gott.
Chr. er góður á skjánum, hann þykist vera kominn með jeppadellu en mér er að takast að sannfæra hann um að hann sé ekki rétta týpan í jeppadæmið... er ekki að meika það.
Ég sjálf er byrjuð að passa frk. Hrafnhildi og það gengur bara ljómandi vel. Og þar að auki er ég með ýmis járn í eldinum... en meira um það síðar.´

Gleðilig jól allir saman og gleðilegt ár og takk fyrir öll fallegu jólakortin og gjafir og allt. Ég stend mig betur í korta skrifum á næsta ári.

Nýársheiti 2006: Einn dagur í einu... hmmm hljómar eins og AA boðskapur??? okey bæti þetta: Einn dagur í einu, ánþess þó að hætta neinu, nema óhemju!