17. jan. 2006

Ja hérna jerímías!
Fór í smá bloggblackout!
Sorry,

Af mér er allt bara fínt að frétta. Ég er bara búin að vera í móki fyrir, yfir og eftir hátíðanar. Ég hef bara ekki haft nennu til þess að skrifa eða lesa blogg.
Regina er nú orðin stór og feit og falleg. Hún er fimm mánaða í dag og orðin dugleg að borða og velta sér og öskra á háa C. Hún er oftast glöð og ánægð sérstaklega eftir að hún fór að borða á kvöldin, þá sefur hún vært mestan hluta nætur, foreldrum til mikillar gleði.
Mathilda er orðin fjögura ára og er enn fögur, fyndin og skemtileg. Hún hefur það gott á leikskólanum og finnst ploppfiskur og lýsi mjööööög gott.
Chr. er góður á skjánum, hann þykist vera kominn með jeppadellu en mér er að takast að sannfæra hann um að hann sé ekki rétta týpan í jeppadæmið... er ekki að meika það.
Ég sjálf er byrjuð að passa frk. Hrafnhildi og það gengur bara ljómandi vel. Og þar að auki er ég með ýmis járn í eldinum... en meira um það síðar.´

Gleðilig jól allir saman og gleðilegt ár og takk fyrir öll fallegu jólakortin og gjafir og allt. Ég stend mig betur í korta skrifum á næsta ári.

Nýársheiti 2006: Einn dagur í einu... hmmm hljómar eins og AA boðskapur??? okey bæti þetta: Einn dagur í einu, ánþess þó að hætta neinu, nema óhemju!

7 ummæli:

Heiðrún sagði...

ahhhhhh, gott!

SL sagði...

velkomin tilbaka stelpa!

Nafnlaus sagði...

mikið gott

Nafnlaus sagði...

kíki á hverjum degi þannig að það er eins gott að standa sig skvís!! Hehe

Heiðrún sagði...

Það er nú ekkert skrítið að þú hafir ekki tíma til að blogga, ef þú bara liggur íðí með henni Herdísi!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Gaman að geta aðeins fylgst með hvað er um að vera. Ertu alveg hætt með heimasíðuna fyrir Matthildi og Regínu? Júlíönnu langar svo að sjá hvernig gengur;o)

Kær kveðja Maríanna

Nafnlaus sagði...

Hæ. Ég er ekki enn búin að fá e-mailið frá þér. kv Heiðrún föðurs.