30. jan. 2006

Jæja, nú loksins hef ég fréttir að færa. Ég hef semsagt verið að sækja um vinnu á tveimur stöðum og verið frekar spennt. Og á föstudaginn fékk ég synjun frá báðum stöðum. blaaa, en svo hringdi annar vinnuveitandinn semsagt vinnuskóli Reykjavíkur og bauð mér samt vinnu í morgun. Þannig að í apríl er ég komin með vinnu sem fræðslufulltrúi hjá vinnuskólanum. jeii. Og væntanlega þá á umhverfissviði. jibbii. Loksins fæ ég vinnu við mitt hæfi. Hefði samt alveg vilja fá það sem ég sótti um það var Umhverfis og þróunar fulltrúi vinnuskólans. En það var karlmaður með reynslu sem fékk það... eins gott að hann standi sig því ég verð allan tímann með stóru tánna þar sem hann verður með litlu ef við verðum að vinna saman. hehehe
Svo er ég að fara á fund með Hættu hópnum, að vinna með þeim hugmyndavinnu um áframhaldandi áróður gegn eyðileggingu íslands. Og þar hafiði það

Já og svo erum við með tvær íbúðir í miðbænum 101 sem við getum kannski fengið á leigu. Við nefnilega treystum okkur ekki í að kaupa vegna misvísandi upplýsinga, einn segir “go” og annar segir “eruð þið brjáluð, bíða, bíða, bíða!” Þannig að við verðum bara áfram á leigumarkaðnum svo lengi sem það gengur. Heheh.

Mér finnst annars svo mikið vor í lofti og fínt kannski er bara veturinn búinn og ég get farið að ná í hjólið mitt. Oooohhh vonandi. Já og svo erum við sennilega að koma til Dk 11 – 14 maí næstkomandi. Árshátíð hjá S1. Skemmtilegt að koma og vera á hóteli í Kbh. Hehehe ég hlakka til. Sendi stelpurnar í pössun til Rungsted og þræði bari og búðir og læt eins og ferðamaður í “minni eigin borg” .

6 ummæli:

Heiðrún sagði...

til hamingju með djobbið, góa.

Frú Elgaard sagði...

Takkar takkar!

Nafnlaus sagði...

jibbý kóla með þetta allt saman.

Nafnlaus sagði...

til hamingju kata! frabært! hlakka til ad sja ykkur hugsanlega her uti, kossar a familiuna, tinna

Edilonian sagði...

Enn hvað þetta er skemmtilegt allt:o)Til hamingju með nýju vinnuna og þú átt eftir að valta yfir þennan karlfausk þegar fram líða stundir;o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna elskan!!!