25. apr. 2007

Sumir dagar eru ótúlega skemmtilegir gefandi hugarorkugefandi en líkamlega þreitandi. Aðrir dagar eru bara orku sugur, þar sem allt verður erfitt og leiðinlegt. Eins er þetta með fólk. Sumt fólk er svo energískt að það sprautar frá sér orku og maður verður gjörsamlega fullur af lífi og fjöri að vera nálægt því. En sumir er þvílíkar orku sugur að maður verður algjörlega tómur.

23. apr. 2007






Hvað gerir maður í sumarbústað annað en að láta sér líða vel, borða góðan mat og hygge hygge hygge. Á myndunum sjást fruburður Elgaard að horfa á "fingraputta" eða Þumalínu, gleraugna gámurinn Drregina, kjötbaunasúpan í pottinum og svo blöðrutær. Fullkomin fjölskyldu helgi.

20. apr. 2007

Á eftir fer ég í sumarbústað í Ölver með minni fjólskyldu og Fastererinni og manni hernar og bangsa litla. Ó hvað ég hlakka til, við ætlum að borða smygl frá tengdó og ég ætla að sitja uppi í sófa og lesa og kanski að fara í einstaka göngutúr og jafvel að skella mér í heitann pott annað salgið. ummmm lovely.

18. apr. 2007

Í gær fékk ég að vita að M fer í kirtlatöku 27. apríl kl. 10.00 og við á leið á árshátíð daginn eftir. Ég var að lesa Greppikló fyrir R í gærkvöldi, það er uppáhalds bókin eftir að hún fékk gleraugun. Þegar við vorum búnar að lesa ætlaði hún að taka af sér gleraugun en það tókst ekki betur en svo að hún braut þau. Búin að vera með þau í viku. Jahérna. Ég er enn með ljótuna og er að springa úr yfirvigt með rass út um allt. En ljósi punkturin er að kallinn er komin með Mel Gibbson bros! Hann lét gera við brotnu frammtönnina, voða fínn. Sjitt hvað ég er blá núna... æi fokkit ég er á túr!

12. apr. 2007






Þetta tókn nú svei mér langan tíma að komast í bloggstuð aftur. Málið er að 30. mars fórum við með Reginu til augnlæknis vegna þess hversu tileygð hún var orðin og komumst að því að hún er hálf sjónlaus. Hún þarf gleraugu og er með +6,0 á öður auga og +6,5 á hinu. Þetta var nú meirihátta sjokk fyrir mig allavega. En það er lán í óláni að það eru engar skemdir á augunum þannig að hún þarf ekki að fara í neina aðgerð. Augun lagast við það að fá gleraugu. Á laugardeginum þá veiktist ég heiftalega fékk strepptokokkasýkingu og lá í rúminu í fimm daga. Ég hélt ég myndi drepast og langaði bara að liggja og skæla mér leið svo illa. Og svo á miðvikudeginum 3. apríl fór Chr. með Mathildu til háls nef og eyrnalæknis og það á að taka úr henni hálskirtlana í lok mánaðarins. Já, sjaldan er ein báran stök, segi ég nú bara.

En þrátt fyrir þetta allt saman þá áttum við alveg yndislega Páska. Fórum í fermingarveislu á Skírdag og fórum beint úr henni í bústað á Bjarteyjarsandi í Hvalfyrði. Það var æði. Við hringdum bara þegar við vorum á leiðinni upp á Skaga og spurðum hvort við gætum fengið gistingu. Það var hægt og við beigðum bara inn Hvalfjörðinn í stað þess að fara í göngin og við vorum svo mætt í heitapottinn kl. 8.30 morgunin eftir. Lovely. Svo skoðuðum við kindur og hænur og hesta og kanínur. Svo var öllum troðið inn í bíl og brunað út á Snæfellsnes. Þar kíktum við fyrst á Arnarstapa og svo fórum við og fengum okkur nesti á við Djúpalón og enduðum á þvi að sitja á Djúpalójnssandi í næstum tvo klukkutíma og njóta veðursins og hlust á öldunar. Það var æði. Svo brunuðum við í gegnum Hellisand, Rif og Ólafsvík. Þegar svengdin fór að segja til sín fundum við bústað undir Kirkjufelli við Grundarfjörð sem við fengum að leigja í eina nótt og borðuðum og sváfum þar. Himininn var stjörnubjartur og Norðurljósin voru dansandi yfir okkur framm eftir kvöldi. Þvílík rómantík. Morguninn eftir kíktum við í fjárhúsin neðan við bústaðin og Mathilda fékk að fara á hestbak. Eftir að hafa pakkað var rúntað um Stykkishólm og svo keyrt upp á Skaga. Þar fórum við í mat til R.bró og Dagnýar mágkonu og svo páskadag var matur hjá M og P og fjölskyldan fór í göngu og endaði í leikjum á Langasandi. Um kvöldið skelltum við okkur á ball í Íþróttarhúsinu við Jaðarsbakka (smá bjánahrollur... kanski vegna þess að ég var edrú) en það var voða gaman og dansað alveg brjálað. Svo var farið 3 sinnum í kaffi á mándeginum og svo keyrt heim á Suðurgötuna.
Á þriðjudaginn var svo hringt frá gleraugnabúðinn um að allt væri tilbúið fyrir elskulega Reginu. Við fórum beint eftir vinnu með hana og hún fékk voða sæt fjólublá gleraugu. Hún var alveg þögul og horfði í kringum sig og svo brosti hún skært og fór að heilsa öllum sem hún hitti. Hæ, hæ allo hæ hæ allo. Foreldrarnir stóðu með skagt bros og tár í augm, barnið var að sjá alminnilega í fyrstaskipti! Í gær var hún með gleraugun allan daginn hjá dagmömmunni og hún vill ekki annað. Hún er strax búin að fatta það að það er betra að vera með gleraugun en án þeirra. Litla skinnið mitt.
Nóg blogg að sinni, myndirnar hér að ofan eru frá Snæfellsnesi, Djúpalóni og svo ein mynd af Langasandi á Skaga.
Set bráðlega inn mynd af Reginu með gleraugun fínu.

11. apr. 2007