30. sep. 2007

Ég er farin til Svíðþjóðar í fyrramálið. Nánar tiltekið Linköping á ráðstefnu fyrir lopasokkafólk og húfuálfa. Ég fer í fylgd góðra kvenna og þetta verður bara ljómandi skemmtilegt. Sný aftur til landsins á fimmtudagskvöldið seint.

Hej daa!

25. sep. 2007

Ég er voða löt að blogga þessa dagana. Það er mikið um að vera hjá mér samt finnst mér ég ekki sinna öllu því sem mig langar til að sinna.
Ég er búin að vera mjög dugleg að mæta í líkamsrækt og staðið mig með ágætum í mat og drykkju. Það er aðeins farið að skila sér og finn ég mest fyrir því sjálf. Þolið er meira, fötin eru rímri og orkan meiri. Neikvæðu hliðarnar er þreita á kvöldin og harðsperrur. En, bjútí knows no pain you know..... Það eina er að mér finnst hlutirnir ekki gerast nóg og hratt. Hvatvísi mín heimtar að tíu kíló séu farin og ég geti farið að byrta myndir af mér í buxum sem ná mér uppundir hendur núna vegna þess að ég hef náð ótrúlegum árangri... :oP. En ég er sátt með 1 kg á viku og það hefur staðist undanfarnar þrjár vikur. Ég finn fyrir smá hræðslu núna sem lýsir sér þannig að ég hugsa um: "hvað ef mér tekst þetta ekki? Hvað ef ég klára þetta með herkjum og geri svo ekkert meir og verða jafn stór og ég var og jafnvel stærri?"
Best að ég leggji mig alla fram við að það gerist ekki.
Ég þori, ég get, ég vil, ég skal... Fokking hel.

11. sep. 2007


Hér er Svana, Mathilda og Úa, vinkonurnar með tombólu í lok ágúst voða sætar og fínar.

Gleraugnagámar,
Jahérna hér, við fórum með Mathildu til augnlæknis í gær, bara svona til að tékka afþví að Regina er háf sjónlaus og viti menn barnið sér líka illa. Hún er með
+2 og +4 og hefur ekki náð miklum þroska á verra auganu og þarf að fá gleraugu og lepp til þess að bjarga því sem bjargað verður. Hún virðist bara nota vinstra augað.
Ég fékk sjokk aftur. Fannst eitthvað skrýtið að hún skuli líka sjá svona illa og átti sko enganvegin vona á þessu en sem betur fer uppgötvaðist núna, en ekki seinna.

Gleraugu Rúla...

7. sep. 2007

í boði er: "I like big buts..."

Ég er í svaka stuði í dag! Sir Mixalot er æði. Mig langar í svona oldschool erobik með 2unlimetet og Mc Hammer, djö hvað það væri fyndið og skemmtilegt. Hér er þessi snillingur, bara flottar buxur jú og rassarrrr argghhh...

5. sep. 2007



Ég, Katrín Mikla er byrjuð í átaki. Ég hef aldrei á ævinni farið í skipulagt átak. Áðurfyrr tókst mér að breyta lífstíl eða druslast í líkamsrækt af sjálfsdáðum en núna þá varð ég að fara í hjarðar-menningu og skrá mig í átakstíma. Mér finnst það sjálfri mjög erfitt að þurfa að viðurkenna að ég sé ekki með nægilegan sjálfsaga til þess að taka mig á. En í átakinu er maður viktaður og fær sent sms ef maður mætir ekki í tíma! Mér finnst það pínu niðurlægandi en þetta er það eina sem mér dettur í hug vegna þess að þyngd mín virðist vera stjórnlaus síðan ég átti R. Ég ræð bara ekki við neitt eða þ.e. enginn sjálfs agi og stöðugar blekkingar að ég hreyfi mig og borða holt... blabla. Og fötin minka og viktin sýnir endalsut meir og meir.

Ég er byrjuð og gekk vel á mánudagsmorgun. Í gær var frí en ég tapaði mér í kvöldmatnum og át yfir mig og fann fyrir mikilli sektarkend. Skammaðist mín. Í morgun var ég ennþá södd þegar ég vaknaði og var alveg að gefast upp, hjólandi í baðhúsið og alla leiðina hugsaði ég: "ég get þetta ekki, ég get þetta ekki, ég get ekki...." Svo druslaðist ég í tíma og sigurinn er sætur. Mér líður mjög vel núna og stefni á að skella mér í fyrramálið aftur.

Það versta er að innst inni mér er lítill púki sem segir: "iss piss þetta virkar aldrei, þú nærð aldrei að léttast". Og enn verra er að ég trúi honum þangað til ég fæ sönnun í næstu viktun, þe. á mánudaginn næsta.

Annars þá reyndi ég að kolvetnisjafna/kaloríujafna fituna í mér með því að greiða fyrir líkamsræktina en mæta ekki. Þetta er gasalega sniðugur trend á íslandinu sjáðu til nebblega.... En við vitum öll það virkar ekki jack sjitt. Maður verður víst að sjá um þetta sjálfur! Fokking hell.